Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sagði for­stjóra Disney að fara í rass­gat

Elon Musk, einn auðugasti maður heims og eigandi Tesla, SpaceX og X (áður Twitter), svo einhver fyrirtæki séu nefnd, sagði forstjóra Disney og forsvarsmönnum annarra fyrirtækja sem hafa hætt að auglýsa á X að „fara í rassgat“. Þetta sagði auðjöfurinn í viðtali sem streymt var í beinni útsendingu en hann sagði einnig að X færi líklega á hausinn án auglýsinga.

Föru­neyti Pingsins: Barist í Baldur's Gate

Föruneyti Pingsins heldur ferð sinni um Sverðsströndina áfram í kvöld. Um er að ræða nýjan þátt hjá GameTíví þar sem þau Marín, Aðalsteinn, Arnar og Melína spila sig í gegnum Baldur's Gate 3.

Segir barist fyrir til­vist Rúss­lands

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir innrásina í Úkraínu snúast um tilvist Rússlands. Ráðamenn á Vesturlöndum séu að reyna að gera út af við ríkið og skipta því upp og fara ránshendi um ríkið.

Banda­rísk her­flug­vél hrapaði í sjóinn við Japan

Bandarísk herflugvél hafnaði í sjónum undan ströndum Japans í morgun. Lík eins úr flugvélinni hefur fundist í sjónum en sex eru sagðir hafa verið um borð. Flugvélin var af gerð sem kallast V-22 Osprey og er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar.

Flugu yfir At­lants­hafið á fitu og sykri

Flugmenn Virgin Atlantic flugu í gær farþegaþotu yfir Atlantshafið á eingöngu fitu og sykri, ekki hefðbundnu eldsneyti. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert en flugvélin losar um sjötíu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnar farþegaþotur.

Loka nú öllum landa­mærunum við Rúss­land

Ríkisstjórn Finnlands hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum landamærastöðvum við landamæri Rússlands til 13. desember. Eingöngu vörur munu komast yfir landamærin á einum stað.

Páfinn í hvíld og á sýkla­lyfjum

Frans Páfi hefur takmarkað dagskrá sína vegna veikinda. Hann fær sýklalyf í æð vegna sýkingar í lungum en er þó ekki með lungnabólgu eða hita.

Öllum bjargað eftir sau­tján daga

Búið er að bjarga mönnunum 41 úr göngum sem hrundu að hluta til á Indlandi. Mennirnir höfðu setið fastir í göngunum í sautján daga. Þeir unnu við að grafa göng undir fjall í Uttarakhand-héraði þegar þeir festust þar inni.

Segir Þjóð­verja standa frammi fyrir nýjum raun­veru­leika

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist ætla að leysa fjárlagakrísu ríkisins eins fljótt og auðið er. Hann segir að þýska ríkið standi frammi fyrir nýjum raunveruleika eftir áhrifamikinn úrskurð hæstaréttar Þýskalands sem leiddi til stærðarinnar holu í fjárlögum ríkisstjórnarinnar.

Eigin­kona Budanovs á sjúkra­húsi vegna eitrunar

Marianna Budanova, eiginkona Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), er sögð vera á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir henni. Eiginmaður hennar hefur lifað af fjölmörg banatilræði á undanförnum árum.

Sjá meira