Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bær rýmdur eftir enn eitt lestarslysið

Íbúum lítils þorps í Rockcastle-sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum hefur verið leyft að snúa aftur til síns heima, eftir að bæirnir voru rýmdir í kjölfar lestarslyss. Minnst sextán lestarvagnar fóru af sporinu nærri Livingston og var þorpið rýmt í kjölfarið.

Særði konu og þrjú börn með hníf í Dyflinni

Stúlka og kona eru sagðar í alvarlegu ástandi eftir að maður réðst á konuna og hóp barna í miðborg Dyflinnar á Írlandi. Þrír aðrir, og þar af tvö börn, særðust einnig en ekki jafn alvarlega.

Vopna­hléið hefst í fyrra­málið og þrettán gíslum sleppt

Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun.

Saka Ind­verja um bana­til­ræði í Banda­ríkjunum

Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi.

Áströlsk rokk­stjarna á fyndnustu dýralífsmynd ársins

Sigurvegari Comedy Wildlife Photography Awards 2023 hefur verið valinn. Fyndnasta dýralífsmynd ársins er af kengúru sem virðist vera að spila luftgítar. Jason Moore tók myndina, sem vann einnig til sigurs í flokki landdýra.

Hélt fyrst að bíllinn væri flug­vél

Sprenging varð á landamærum Bandaríkjanna og Kanada við Niagarafossa í gærkvöldi. Það gerðist þegar bíll sem ekið var á miklum hraða að landamærunum, Bandaríkjamegin, tókst á loft og sprakk. Hjón létu lífið og einn landamæravörður slasaðist en enn liggur ekki fyrir af hverju bílnum var ekið á svo miklum hraða.

Föru­neyti Pingsins: Barist í Baldur's Gate

Föruneyti Pingsins heldur ferð sinni um Sverðsströndina áfram í kvöld. Um er að ræða nýjan þátt hjá GameTíví þar sem þau Marín, Aðalsteinn, Arnar og Melína spila sig í gegnum Baldur's Gate 3.

Dæmdur fyrir að af­höfða mann með flug­vél

Franskur flugmaður hefur verið sakfelldur fyrir að afhöfða fallhlífarstökkvara með flugvélarvæng árið 2018. Flugmaðurinn flaug á fallhlífarstökkvarann, sem hafði skömmu áður stokkið úr þessari sömu flugvél, í um fjögur þúsund metra hæð.

Fá fyrsta nýja for­sætis­ráð­herrann í þrettán ár

Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins.

Sjá meira