Fréttamaður

Sigurður Orri Kristjánsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilji til þess að leysa hlutina í sameiningu

Talsverður styr hefur staðið um næturlíf Reykjavíkur að undanförnu en til viðbótar við ofbeldismálin sem hafa verið í fréttum hefur skapast talsverð umræða um hávaða frá skemmtistöðum eins og við sögðum frá í kvöldfréttatíma okkar í gær.

„Mér finnst bara einhver þurfa að bera ábyrgð“

Kona sem var ættleidd frá Sri Lanka með fölsuðum pappírum segir sárt að hafa ekki aðgang að gögnum um sig og telur að einhver þurfi að bera ábyrgð. Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum frá yfirvöldum í Sri Lanka en ekki fengið svör. Ráðuneytið ætlar að hefja sérstaka skoðun á málinu. 

Umfjöllun og viðtal: Stjarnan-Keflavík 0-2 | Keflvíkingar sterkari í Garðabænum

Keflavík vann flottan 0-2 sigur á Stjörnunni í tuttugustu umferð Bestu deildarinnar í kvöld í leik sem bæði liðin þurftu að vinna. Sigurinn setur mikla pressu á Stjörnuna og KR sem sitja enn sem komið er í efri hluta deildarinnar. Frans Elvarsson og Joey Gibbs skoruðu mörkin fyrir gestina sem voru einfaldlega sterkari aðilinn í kvöld. 

Umfjöllun: Kefla­vík-KR 0-0 | Bæði lið ósátt með jafntefli

Það var virkilega fallegt veður í Keflavík í kvöld þegar að heimamenn fengu KR í heimsókn á Nettóvöllinn. Sól og heiðsýrt en kólnaði talsvert þergar að líða tók á leikinn. Bæði liðin í hatramri baráttu um efstu sex sætin í Bestu deildinni. Fyrir leikinn var KR í sjötta sæti með 24 stig en Keflavík í því sjöunda með 21 og ljóst að bæði liðin myndu selja sig dýrt. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir skemmtilega takta og mörg færi lauk leiknum með markalausu jafntefli, 0-0.

Umfjöllun: FH 0-3 Víkingur | Sjöundi leikur FH í röð án sigurs

FH vann síðast leik fyrir tveimur mánuðum síðan, þann 15. maí gegn ÍBV. FH beið ósigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 13. umferð Bestu-deild karla í kvöld, 0-3. Öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg.

Sjá meira