Fréttamaður

Sigurður Orri Kristjánsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Smitaður og missir af fyrsta leiknum með Newcastle

Eddie Howe, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, er smitaður af kórónuveirunni og missir því af fyrsta leiknum sem stjóri liðsins. Newcastle á leik í dag gegn nýliðum Brentford.

KA/Þór tapaði fyrri leiknum á Spáni

Íslandsmeistaralið KA/Þórs þurfti að þola fjögurra marka tap gegn Elche á Spáni í fyrri leik liðanna í 32gja liða úrslitum Evrópubikars kvenna í dag. Leiknum lauk með sigri Spánverjana 22-18. Síðari leikurinn er einnig spilaður ytra en hann fer fram á morgun.

Óbólusettir fá ekki keppnisrétt á Opna ástralska

Til þess að fá keppnisrétt á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þá þurfa keppendur að hafa gengist undir bólusetningu við Covid-19. Þetta sagði stjórnandi mótsins, Craig Tiley, í gær.

Lakers skellt í Baunaborginni í nótt

Lebron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers eftir meiðsli en það reyndist ekki nóg til þess að sigra Boston Celtics í TD Garðinum í Boston. Alls fóru fram níu leikir í NBA deildinni í nótt. 

Undankeppni HM: Hvað getur gerst í lokaleikjunum?

Undankeppnin fyrir heimsmeistaramótið í Katar á næsta ári heldur áfram í dag og úrslitin ráðast í öllum riðlunum á næstu þremur dögum. En hvaða lið eru líkleg til þess að fara áfram, hverjir fara í umspil og hvað þarf að gerast til þess að HM draumurinn verði að veruleika?

Framlengingin: Hvaða lið verður á toppnum eftir fyrri umferðina?

Hinn sívinsæli liður, Framlengingin, var á sínum stað í Subway Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Sérfræðingar þáttarins, Jón Halldór Eðvaldsson og Sævar Sævarsson þurftu meðal annars að spá fyrir um hvað lið yrði á toppnum eftir fyrri umferðina í Subway deildinni.

Sjá meira