Fréttamaður

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

Silja Rún er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum

Sjö starfsmönnum Rauða krossins hefur verið sagt upp þar sem að samningur Rauða krossins við Vinnumálastofnun um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður.

Fyrir­varinn verði ör­fáar mínútur

Landris á Reykjanesskaga heldur enn áfram og kvikumagnið í kvikuhólfi undir Svartsengi aldrei verið meira. Eldfjallafræðingur segir líklegt að goshrinan á Reykjanesskaga sé að líða undir lok. Ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði fyrirvarinn ekki mikill en gosið gæti verið keimlíkt fyrri gosum á svæðinu.

„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins

Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla.

Heiða Björg hættir sem for­maður SÍS

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara.

Villa í tækja­búnaði misgreindi jarð­skjálfta

Kvikusöfnun á Reykjanesskaganum heldur áfram og telja sérfræðingar Veðurstofu Íslands líklegast að hún endi með eldgosi. Eldgosið gæti haftist með mjög skömmum fyrirvara. Truflun í tækjabúnaði leiddi til þess að jarðskjálftar mældust austar en þeir voru í raun.

Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsa­veður

Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir hvirfilbyli og ofsaveðurs í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna. Neyðarástand er í gildi í þremur ríkjum og hundruð þúsunda án rafmangs.

Stefna á víð­tækar ferðatakmarkanir

Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna.

Sjá meira