Íslendingar berjast um nýja staðsetningarflögu Apple Tæknirisinn Apple setti í mánuðinum nýja vöru á markað, Apple AirTag. 9.5.2021 15:01
Elon Musk gerir stólpagrín að Íslandi í SNL Stólpagrín var gert að Íslendingum í gríninnskoti í Saturday Night Live í gær, þar sem leikarar settu á svið íslenskan spjallþátt. 9.5.2021 13:46
Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9.5.2021 13:06
„Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9.5.2021 10:32
Bræður heita í alvöru Kaktus og Bambus og vita ekki af hverju Bræður, annar fæddur 1992 og hinn 1999, ólust upp í Vesturbæ og síðan Grafarvogi, fóru í Borgó annars vegar og Kvennó hins vegar, sá eldri verður tónlistarmaður og sá yngri fer í LHÍ í arkítektúr. 8.5.2021 16:36
Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 8.5.2021 15:01
Elsti gígurinn mættur aftur til leiks Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst. 8.5.2021 14:09
Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8.5.2021 12:20
Fjórir greindust innanlands, einn utan sóttkvíar Fjórir greindust með Covid-19 innanlands í gær, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Einn þeirra var utan sóttkvíar, en hann greindist í Skagafirði. 8.5.2021 10:58
Fulltrúar Íslands flognir af stað Fulltrúar Íslands í Eurovision í ár héldu af stað út á flugvöll úr útvarpshúsinu í Efstaleiti snemma í morgun, þaðan sem þeir flugu af stað til Rotterdam. 8.5.2021 09:29