Sífellt fleiri ganga vopnaðir um götur landsins og ofbeldismálum meðal ungmenna hefur fjölgað. Í Kompás kynnumst við Bryndísi Klöru sem lést eftir að hafa reynt að koma öðrum til hjálpar í hnífaárás á menningarnótt. Margt var reynt til þess að hylma yfir glæpinn og koma sönnunargögnum undan. Foreldrar Bryndísar segja hana hafa verið einstaka og vona að hennar saga verði til þess að bjarga mannslífum. „Hún var einstök. Það er bara réttasta orðið. Alveg frá því að hún fæddist og hvernig hún kom í heiminn, sem byrjaði með erfiðleikum. Hún var bara engill alla sína tíð,“ segir Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar. Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar, tekur undir. „Hún var yndisleg. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Hún hafði eitthvað ljós yfir sér, sem margir töluðu um. Hún var bara ofboðslega góð við alla og hjálpsöm. Var dugleg og skemmtileg og ofsalega góð stóra systir,“ segir Iðunn. „Það var oft sem ég skammaði hana bara fyrir að vera allt of góð,“ segir Birgir kíminn. „Samt líka unglingur með sínar skapsveiflur og allt það. Bara fullkomin blanda af stelpu. Hún gaf okkur rosalega mikið þessi sautján ár sem við vorum með henni og við erum óendanlega þakklát fyrir þessi sautján ár þótt þetta sé alveg ógeðslega erfitt,“ segir Birgir. Bryndís Klara nýfædd. vísir Bryndís er lýst sem eldklárri stelpu sem hafi yfirleitt hafa náð sínu fram, án mikillar fyrirhafnar. Bryndís var í Salaskóla og átti þar sterkan vinahóp. Prófaði ýmsar íþróttir, fann sig í fótbolta og æfði með Breiðablik. Fyrir tæpum tveimur árum útskrifaðist hún úr grunnskóla. Leiðin lá síðan í Versló, þar sem foreldrar hennar kynntust. Bryndís Klara og Birgir pabbi hennar við útskrift úr Salaskólavísir Hvað langaði hana að verða þegar hún yrði stór? Var hún með einhver plön eftir menntaskóla? „Hún var með eitthvað í kollinum. Var ekki búin að segja okkur foreldrunum nákvæmlega frá því en var eitthvað búin að segja ömmu sinni. Grunar að það hafi verið að fara í dýralækninn. Hún var alveg rosalega hrifin af dýrum og dýr voru hrifin af henni. Þau alveg soguðust að henni og hvar sem við vorum komu dýr töltandi til hennar. Ég held að hún hefði orðið fullkominn dýralæknir. Það hefði farið henni vel,“ segir Birgir. „Hún var búin að segja okkur að hún vildi verða læknir en vildi alls ekki segja okkur hvernig læknir strax,“ segir Iðunn. „Þannig að mér finnst leitt að fá aldrei að vita hvernig læknir það var.“ Systurnar Bryndís Klara og Vigdís Edda. Bryndís var mikil dýrakona að sögn foreldranna.vísir Bryndís átti eina systur, Vigdísi Eddu sem er níu ára gömul. „Og þær voru systur í átta og hálft ár. Ég hef hvergi kynnst eins samrýmdum systrum og Bryndís var betri systir en hægt er að biðja um og hægt er að ímynda sér. Vigdís mátti alltaf vera með og vildi alltaf vera með henni,“ segir Birgir. „Vigdís var uppáhalds manneskjan hennar. Hún sagði það mjög oft.“ Fór með æskuvinkonu í bæinn Á menningarnótt í fyrra breyttist hins vegar allt. Dagurinn byrjaði þó eins og hver annar. Iðunn segir Bryndísi hafa verið harðákveðna í því að fara í bæinn. „Svo var verið að biðja hana um að vinna, hún var að vinna á Dominos, og átti svo erfitt með að segja nei en ég var að hjálpa henni að segja nei, því miður. Við áttum góðan dag heima og svo um sjö leytið keyrum við niður í bæ rétt hjá Hallgrímskirkju og við bara knúsumst, segjumst elska hvor aðra og ég segi henni að fara varlega. Svo gengur hún í burtu og ég horfi á eftir henni vinkandi og brosandi út að eyrum, fallega og góða eins og alltaf. Svo sá ég hana ekki aftur fyrr en á sjúkrahúsinu, meðvitundarlausa í hjartavélinni.“ Bryndís fór með æskuvinkonu sinni í bæinn. Þær voru saman á tónleikunum á Arnarhóli en eftir þá hittu þær krakkana sem voru með þeim í bílnum þegar árásin varð; eina stúlku og tvo drengi. „Þeim býðst far með þeim og þær eru fram yfir flugeldasýningu. Þau eru svo komin í bílinn og að reyna að bakka út en af því að það var svona mikil traffík eru þau föst á þessum stað þegar árásin byrjar,“ segir Birgir. Krakkarnir gátu ekki farið af stað vegna umferðar þegar árásin átti sér stað.vísir Gerandinn, sem var þá sextán ára gamall, var fyrrverandi kærasti stúlkunnar. Hann hafði elt hana í gegnum staðsetningarappið Live360 að bílnum. Bankaði á rúðuna hjá framsætinu, sagðist vilja ræða við hana og braut rúðuna þegar þegar því var neitað. „Það er aðdragandi þarna á milli aðila sem var gjörsamlega fyrir utan Bryndísi. Hún vissi ekkert um aðdragandann og hafði aldrei hitt gerandann. Vissi ekkert hver hann var og ég sé það líka þegar gerandinn er spurður, hann veit það ekki,“ segir Birgir. „En þessi árás byrjar í framsætinu og Bryndís og vinkona hennar fara út úr bílnum, koma sér í skjól og gerandinn kemur þá aftur fyrir og inn um dyrnar þar og er að byrja að ráðast á stelpu. Bryndís fer til baka og er að toga hann út úr bílnum þegar hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað.“ Gerandinn var handtekinn skömmu eftir árásina. Strax lá fyrir hver hafði verið að verki.vísir/bjarni Hún er að reyna að koma vinkonu sinni til bjargar. Hvernig var að heyra það? „Þetta er bara hún. Á laugardagskvöldinu þegar mamma hennar hringdi og sagði að löggan hefði hringt og ég fer niður á slysó var bara mantra hjá mér alla leiðina; þú ert alltof góð, þú ert alltof góð Bryndís. Ég bara vissi að þetta hefði verið eitthvað af því hún var allt of góð. Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa. Bara ekta hún.“ Atburðarásin var hröð og á einungis örfáum mínútum um klukkan hálf tólf á menningarnótt voru þrjú börn stungin. Drengurinn sem sat í framsætinu, Bryndís og stúlkan. Foreldrar Bryndísar fá símtal frá lögreglu korteri eftir árásina þar sem þeim er sagt að fara beint upp á bráðamóttöku. „Það var ofboðslega mikið fát á bráðadeildinni. Við vissum ekkert hvað hafði gerst og vissum bara að við áttum að mæta. Mér var bent á að fara ákveðna leið en ég fór vitlausa leið og fór þar sem sjúkrabílarnir eru, opna þar hurð og sé bara allt gólfið í blóði. Þrír lögreglumenn koma hlaupandi á móti mér og segja: út.“ Þrjú ungmenni voru flutt á bráðadeild með stungusár og faðir Bryndísar segir álagið hafa verið áþreifanlegt.vísir Hjúkrunarkona hafi síðan fylgt þeim í aðstandendaherbergi þar sem þau biðu í þrjá tíma án nokkurra upplýsinga. „Við spurðum ég veit ekki hversu oft: „Er hún á lífi?.“ Eina svarið sem við fengum var að það væri verið að vinna í henni.. Svo rétt fyrir klukkan fjögur fengum við að vita að hún væri á leið í aðgerð og vissum þá að hún væri á lífi.“ Bryndís var stungin undir handlegg þegar hún reyndi að toga árásarmanninn frá stúlkunni, hlaut alvarlegan áverka á hjarta og fór í hjartastopp á Skúlagötu þar sem hnoðað var í hana lífi. „Hún fer í aðgerðina og það er gert við götin, þetta voru þrjú göt í gegnum hjartað. Hún fer í hjartastopp í aðgerðinni líka og þau koma henni alltaf í gang. Svo er hún komin á gjörgæslu eftir aðgerðina og tveimur tímum eftir það, þegar við erum hjá henni, fer hún aftur í hjartastopp og þá er ákveðið að setja hana í Ecmo vél, þá er hjartað í rauninni tekið út, lungað tekið út, og það er bara vél sem sér um að halda henni á lífi til þess að hvíla hjartað.“ Stór hópur lækna og hjúkrunarfræðinga sinnti Bryndísi og Birgir segir þau hafa unnið kraftaverk. Vonin hafi þó verið lítil. „Þetta var eins og stríðsvöllur“ „Við vorum ekki alveg að átta okkur á því hversu svakalegt þetta var. Hvað læknarnir, hjúkkurnar og allt fólkið á bráðadeildinni var að ganga í gegnum í þessa fjóra tíma sem þau voru að vinna í henni. Af því við komum fram þegar hún var á leið í aðgerðina og þá voru hjúkrunarfræðingar liggjandi á gólfinu. Þetta var eins og stríðsvöllur. Það komu þrjú börn inn með hættulegar stungur,“ segir Birgir. „Þau gerðu kraftaverk og björguðu henni fram, komu henni í Ecmo vélina. Hjartað byrjaði að jafna sig, það er fylgst með öllu. Hún fer í segulómun og sneiðmynd á heila og var farin að sýna það góð merki að þau ákváðu að taka hana hægt og bítandi úr vélinni. Þau voru ekki mjög bjartsýn en það tókst og hjartað byrjaði að slá,“ segir Birgir og lýsir vonarglætunni. Birgir Karl, faðir Bryndísar, segir starfsfólk Landspítalans hafa unnið kraftaverk. „Það gekk það vel að á miðvikudeginum ætluðu þau að byrja að vekja hana og tilkynntu okkur að það gæti tekið sjö daga að vekja eftir að einstaklingur hefur verið í ecmo vél. Þegar þau eru að lækka svæfinguna og leyfa henni að vakna kanna þau lífsmörk eins og þau voru búin að gera oft áður með því að lýsa í augun og sjáöldrin höfðu alltaf brugðist við. Og það eitt var mjög gott merki af því að lýsa í augun er víst að virkja svo margar heilastöðvar. En svo á miðvikudeginum eftir hádegi bregst annað sjáaldrið ekki við og þá er hlaupið með hana í sneiðmynd og þá kemur í ljós mjög alvarlegur heilaskaði, heilabólga,“ segir Birgir. „Og það var svartasti dagurinn.“ „Á mánudeginum og þriðjudeginum var maður farinn að sjá smá bros hjá læknunum, það var alveg smá von. Á þriðjudeginum var fallegur dagur, sólríkur dagur og ég, Iðunn og Vigdís fórum í göngutúr í kringum Landspítalann og það var létt yfir okkur. Við hugsuðum, hún er að fara koma með okkur heim. Svo á miðvikudeginum það bara afgerandi að það væri byrjuð heilabólga sem myndi taka yfir og að það væri ekkert sem hægt að gera til þess að koma í veg fyrir það. Og það er vegna súrefnisskorts á í rauninni laugardagskvöldinu. Örlögin voru ráðin á Skúlagötu.“ Bryndís Klara á fallegum degi í Vatnaskógi.vísir Dagarnir á spítalanum hafi verið óbærilegir þar sem tilfinningarnar sveifluðust á milli vonar og ótta. „Þegar hún kom í heiminn fyrir sautján árum var það mjög erfið fæðing og hún andaði ekki þegar hún fæddist. Það þurfti að pumpa hana í gang og hún var væntanlega ekki með lífsmörk. Það hafði blætt inn á heilakerfið hjá henni þá og hún fékk krampaköst á fyrsta degi og var á vökudeild í nokkra daga undir stífu eftirliti taugalækna sem vissu ekkert hvernig hún yrði. Svo kom í ljós að þetta var bara mesti snillingur sem ég hef kynnst. Ég hélt svo fast í að hún væri bara að endurtaka leikinn. Sautján árum seinna.“ Birgir segist þó þakklátur fyrir að hafa fengið þessa daga á spítalanum þar sem fjölskylda og vinkonur hennar fengu að eiga með henni stund. Bryndís kvaddi seint á föstudegi umvafin ástvinum. „Og það var algjör andstæða við það sem hefði getað orðið á laugardagskvöldinu.“ Földu hnífinn í skottinu Gerandinn var handtekinn stuttu eftir árásina á heimili sínu. „Lögreglan mætir snemma þangað. Það er vitað hver hann var og það kemur víst í ljós að forráðamenn hans heima bregðast þannig við að þau fóru að reyna að bjarga honum. Út frá kannski sinni umhyggju fyrir honum. Reyna að milda afleiðingarnar fyrir hann. Það tafði rannsóknina eitthvað,“ segir Birgir. Forráðamenn drengsins voru handteknir og grunaðir um hylmingu. Þeir sendu hann í sturtu þegar hann kom heim, settu föt hans í þvottavél og komu undan hnífnum sem notaður var í árásinni. Einnig lugu þeir til um atburðarásina í skýrslutökum. Samkvæmt heimildum fann lögregla hnífinn í bakpoka í skottinu á bíl forráðamanna hans. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn. Slíkt er refsilaust þegar um er að ræða nána vandamenn. Forráðamenn gerandans voru handteknir eftir að hafa komið sönnunargögnum undan.vísir Hvernig líður manni með það. Að það sé reynt að hylma yfir og fela í stað þess að aðstoða? „Ég skil það en skil það samt ekki. Ég hefði ekki brugðist svona við.“ Atburðarásin eftir árásina liggur fyrir á upptöku á öryggisvél á heimili árásarmannsins og hann hefur samkvæmt heimildum játað að hafa stungið ungmennin þrjú. Hann var ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps en dómur hefur ekki verið kveðinn upp. Málið er til meðferðar hjá dómstólum. Atburðarásin eftir árásina liggur fyrir á upptöku á öryggisvél á heimili árásarmannsins. Þar heyrist hann samkvæmt heimildum meðal annars viðurkenna að hafa stungið þrjá og hefur hann játað það hjá lögreglu síðar. Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar.vísir Er hægt að koma því einhvern veginn í orð hvernig er að ganga í gegnum þetta? „Nei, ég held ekki,“ segir Iðunn. Þetta er eitthvað sem maður hafði aldrei áhyggjur af. Þú hefur áhyggjur af mörgu með börn, en þetta er svo ótrúlega mikið áfall. Það er atburðurinn, það er sjúkrahúslegan og allt sem þar geristog svo af því þetta er eins og það er, heldur áfram mál. Þannig það er erfitt að lýsa þessu og þetta er ótrúlega langt ferli. Sorgin er alltaf en nei, ég held að það sé ekki hægt að lýsa þessu. Þetta er bara það hræðilegasta sem ég held að maður geti lent í sem foreldri,“ segir Iðunn. Mæðgurnar deildu afmælisdegi og hinn 2. febrúar þegar Bryndís hefði orðið átján ára gömul fékk Iðunn sér Bangsímon húðflúr til minningar um hana. „Bryndís byrjaði örugglega fimmtán ára að tala um að hana langaði að fá sér Bangímon tattú og við sögðum bara nei, þú verður að vera orðin átján Þú verður örugglega ekki ánægð með að vera með bangsímon á hendinni þegar þú verður sjötug. En það kom ekki annað til greina en að fá sér bangsímon tattú núna. Hann er bara alveg eins og hennar bangsímon var,“ segir Iðunn og sýnir húðflúrið. Móðir Bryndísar fékk sér húðflúr af Bangsímon á afmælisdegi þeirra beggja. vísir/bjarni „Lúinn og tættur en hún var með hann allt sem hún fór og hún er með hann núna. Svo ætla allir í fjölskyldunni að fylgja og fá fá sér.“ Þú segir að hún sé með hann núna? „Já hún fór með hann í kistuna sína. Við vildum að hún væri bara með honum.“ Börnin vilji betri framtíð Foreldrar Bryndísar hafa stofnað minningarsjóð Bryndísar Klöru til að varðveita minningu hennar. Þau vilja stuðla að vitundarvakningu til þess að koma í veg fyrir að harmleikur sem þessi endurtaki sig. Birgir segist vilja ná til ungmenna í áhættuhópum. „Maður vildi helst ná til þessa einstaklinga sem eru í svartholinu, sem er kannski ekki raunhæft, en bara með því að auka umræðuna og vitundina, halda minningu Bryndísar á lofti; hvað hafi gerst, hvernig þetta hafi gerst og að það hafi verið barn sem gerði þeim þetta, er búið að kveikja ótrúlega elda og hita um land allt og í öllum skólum. Það eru börnin sem eru að berjast í þessu og vilja fá betri framtíð,“ segir Birgir. Bleikur var litur Bryndísar Klöru og bleikir bekkir hafa verið reistir til minningar um hana.vísir/Einar Iðunn tekur undir. „Með þessum sjóði langar okkur að stuðla að verkefnum sem geta hjálpað bæði krökkum og komið í veg fyrir að krakkar séu í þessum aðstæðum. Þarna getum búið til fræðsluefni, það er bara svo margt hægt að gera gott til þess að láta hana lifa áfram með okkur og hjálpa,“ segir Iðunn. „Þetta hafði áhrif á svo rosalega marga sem þekktu okkur ekki neitt af vegna þess að þetta hefði geta verið hver sem er og maður trúir því aldrei að maður lendi í svona sjálfur. En með sjóðnum getum við haldið hennar minningu á lofti og komið einhverju góðu til leiðar.“ Sýna kærleik frekar en egóið Birgir segir jákvæð skref hafa verið stigin. Sektir fyrir vopnaburð á almannafæri hafa verið hækkaðar og fyrirheitin séu fögur. Því þurfi að fylgja eftir. „Við erum svo lítið land að það er auðveldara fyrir okkur að uppræta svona. Þú átt ekki að geta farið niður í Kolaport og keypt þér hundrað árásarhnífa eins og er núna. En síðan er það hitt, að styðja skólana í að styðja krakkana til að gera það sem krakkarnir finna svo sterkt að þarf að gera. Og það er að halda betur utan um þau. Og það er ekki bara í áttunda, níunda og tíunda bekk. Þetta er alveg frá því að þau koma í fyrsta bekk,“ segir Birgir. Fjölskylda Bryndísar Klöru ákvað að leyfa þjóðinni að syrgja með sér. Þúsundir fylgdust með jarðarför hennar og landsmenn hafa minnst hennar með ýmsum hætti.vísir/arnar „Hlúa að börnum og búa til vettvang til þess að börn geti dreift sínum kærleik óhrædd. Að það sé ekki stigma að sýna ást og kærleik til náungans. Að þurfa ekki að vera með eitthvað egó. Að sýna frekar kærleik en að sýna egóið. Að þetta sé ekki einhver keppni. Það er búið að vera vaxandi; að eiga, gera og vera sterkari er á bak við þessa vopnamenningu. Ég er hættulegri en þú, ég er með þennan hníf, get ég ímyndað mér.“ Vona að sagan muni bjarga mannslífum Byndís Klara hefur snert við þjóðinni. Foreldrar Bryndísar ákváðu að leyfa þjóðinni að syrgja með sér og þúsundir fylgdust með jarðarför hennar. Börn hafa látið til sín taka, efnt til fjáröflunar í hennar nafni, minnst hennar og Birgir segir fjölskyduna þakkláta fyrir það. Vongóða um að það leiði til breytinga. „Það fór bylgja af stað strax á menningarnótt og bylgjan er að sækja í sig veðrið frekar en hitt og hún verður til góðs. Við munum alltaf þurfa að lifa með því að hafa misst hana á eins ósanngjarnan hátt og hægt er og við munum aldrei skilja það. Og það er í rauninni ekkert hægt að skilja það,“ segir Birgir. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu, nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum.“ Kompás Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Reykjavík Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Innlent
Sífellt fleiri ganga vopnaðir um götur landsins og ofbeldismálum meðal ungmenna hefur fjölgað. Í Kompás kynnumst við Bryndísi Klöru sem lést eftir að hafa reynt að koma öðrum til hjálpar í hnífaárás á menningarnótt. Margt var reynt til þess að hylma yfir glæpinn og koma sönnunargögnum undan. Foreldrar Bryndísar segja hana hafa verið einstaka og vona að hennar saga verði til þess að bjarga mannslífum. „Hún var einstök. Það er bara réttasta orðið. Alveg frá því að hún fæddist og hvernig hún kom í heiminn, sem byrjaði með erfiðleikum. Hún var bara engill alla sína tíð,“ segir Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar. Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar, tekur undir. „Hún var yndisleg. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Hún hafði eitthvað ljós yfir sér, sem margir töluðu um. Hún var bara ofboðslega góð við alla og hjálpsöm. Var dugleg og skemmtileg og ofsalega góð stóra systir,“ segir Iðunn. „Það var oft sem ég skammaði hana bara fyrir að vera allt of góð,“ segir Birgir kíminn. „Samt líka unglingur með sínar skapsveiflur og allt það. Bara fullkomin blanda af stelpu. Hún gaf okkur rosalega mikið þessi sautján ár sem við vorum með henni og við erum óendanlega þakklát fyrir þessi sautján ár þótt þetta sé alveg ógeðslega erfitt,“ segir Birgir. Bryndís Klara nýfædd. vísir Bryndís er lýst sem eldklárri stelpu sem hafi yfirleitt hafa náð sínu fram, án mikillar fyrirhafnar. Bryndís var í Salaskóla og átti þar sterkan vinahóp. Prófaði ýmsar íþróttir, fann sig í fótbolta og æfði með Breiðablik. Fyrir tæpum tveimur árum útskrifaðist hún úr grunnskóla. Leiðin lá síðan í Versló, þar sem foreldrar hennar kynntust. Bryndís Klara og Birgir pabbi hennar við útskrift úr Salaskólavísir Hvað langaði hana að verða þegar hún yrði stór? Var hún með einhver plön eftir menntaskóla? „Hún var með eitthvað í kollinum. Var ekki búin að segja okkur foreldrunum nákvæmlega frá því en var eitthvað búin að segja ömmu sinni. Grunar að það hafi verið að fara í dýralækninn. Hún var alveg rosalega hrifin af dýrum og dýr voru hrifin af henni. Þau alveg soguðust að henni og hvar sem við vorum komu dýr töltandi til hennar. Ég held að hún hefði orðið fullkominn dýralæknir. Það hefði farið henni vel,“ segir Birgir. „Hún var búin að segja okkur að hún vildi verða læknir en vildi alls ekki segja okkur hvernig læknir strax,“ segir Iðunn. „Þannig að mér finnst leitt að fá aldrei að vita hvernig læknir það var.“ Systurnar Bryndís Klara og Vigdís Edda. Bryndís var mikil dýrakona að sögn foreldranna.vísir Bryndís átti eina systur, Vigdísi Eddu sem er níu ára gömul. „Og þær voru systur í átta og hálft ár. Ég hef hvergi kynnst eins samrýmdum systrum og Bryndís var betri systir en hægt er að biðja um og hægt er að ímynda sér. Vigdís mátti alltaf vera með og vildi alltaf vera með henni,“ segir Birgir. „Vigdís var uppáhalds manneskjan hennar. Hún sagði það mjög oft.“ Fór með æskuvinkonu í bæinn Á menningarnótt í fyrra breyttist hins vegar allt. Dagurinn byrjaði þó eins og hver annar. Iðunn segir Bryndísi hafa verið harðákveðna í því að fara í bæinn. „Svo var verið að biðja hana um að vinna, hún var að vinna á Dominos, og átti svo erfitt með að segja nei en ég var að hjálpa henni að segja nei, því miður. Við áttum góðan dag heima og svo um sjö leytið keyrum við niður í bæ rétt hjá Hallgrímskirkju og við bara knúsumst, segjumst elska hvor aðra og ég segi henni að fara varlega. Svo gengur hún í burtu og ég horfi á eftir henni vinkandi og brosandi út að eyrum, fallega og góða eins og alltaf. Svo sá ég hana ekki aftur fyrr en á sjúkrahúsinu, meðvitundarlausa í hjartavélinni.“ Bryndís fór með æskuvinkonu sinni í bæinn. Þær voru saman á tónleikunum á Arnarhóli en eftir þá hittu þær krakkana sem voru með þeim í bílnum þegar árásin varð; eina stúlku og tvo drengi. „Þeim býðst far með þeim og þær eru fram yfir flugeldasýningu. Þau eru svo komin í bílinn og að reyna að bakka út en af því að það var svona mikil traffík eru þau föst á þessum stað þegar árásin byrjar,“ segir Birgir. Krakkarnir gátu ekki farið af stað vegna umferðar þegar árásin átti sér stað.vísir Gerandinn, sem var þá sextán ára gamall, var fyrrverandi kærasti stúlkunnar. Hann hafði elt hana í gegnum staðsetningarappið Live360 að bílnum. Bankaði á rúðuna hjá framsætinu, sagðist vilja ræða við hana og braut rúðuna þegar þegar því var neitað. „Það er aðdragandi þarna á milli aðila sem var gjörsamlega fyrir utan Bryndísi. Hún vissi ekkert um aðdragandann og hafði aldrei hitt gerandann. Vissi ekkert hver hann var og ég sé það líka þegar gerandinn er spurður, hann veit það ekki,“ segir Birgir. „En þessi árás byrjar í framsætinu og Bryndís og vinkona hennar fara út úr bílnum, koma sér í skjól og gerandinn kemur þá aftur fyrir og inn um dyrnar þar og er að byrja að ráðast á stelpu. Bryndís fer til baka og er að toga hann út úr bílnum þegar hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað.“ Gerandinn var handtekinn skömmu eftir árásina. Strax lá fyrir hver hafði verið að verki.vísir/bjarni Hún er að reyna að koma vinkonu sinni til bjargar. Hvernig var að heyra það? „Þetta er bara hún. Á laugardagskvöldinu þegar mamma hennar hringdi og sagði að löggan hefði hringt og ég fer niður á slysó var bara mantra hjá mér alla leiðina; þú ert alltof góð, þú ert alltof góð Bryndís. Ég bara vissi að þetta hefði verið eitthvað af því hún var allt of góð. Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa. Bara ekta hún.“ Atburðarásin var hröð og á einungis örfáum mínútum um klukkan hálf tólf á menningarnótt voru þrjú börn stungin. Drengurinn sem sat í framsætinu, Bryndís og stúlkan. Foreldrar Bryndísar fá símtal frá lögreglu korteri eftir árásina þar sem þeim er sagt að fara beint upp á bráðamóttöku. „Það var ofboðslega mikið fát á bráðadeildinni. Við vissum ekkert hvað hafði gerst og vissum bara að við áttum að mæta. Mér var bent á að fara ákveðna leið en ég fór vitlausa leið og fór þar sem sjúkrabílarnir eru, opna þar hurð og sé bara allt gólfið í blóði. Þrír lögreglumenn koma hlaupandi á móti mér og segja: út.“ Þrjú ungmenni voru flutt á bráðadeild með stungusár og faðir Bryndísar segir álagið hafa verið áþreifanlegt.vísir Hjúkrunarkona hafi síðan fylgt þeim í aðstandendaherbergi þar sem þau biðu í þrjá tíma án nokkurra upplýsinga. „Við spurðum ég veit ekki hversu oft: „Er hún á lífi?.“ Eina svarið sem við fengum var að það væri verið að vinna í henni.. Svo rétt fyrir klukkan fjögur fengum við að vita að hún væri á leið í aðgerð og vissum þá að hún væri á lífi.“ Bryndís var stungin undir handlegg þegar hún reyndi að toga árásarmanninn frá stúlkunni, hlaut alvarlegan áverka á hjarta og fór í hjartastopp á Skúlagötu þar sem hnoðað var í hana lífi. „Hún fer í aðgerðina og það er gert við götin, þetta voru þrjú göt í gegnum hjartað. Hún fer í hjartastopp í aðgerðinni líka og þau koma henni alltaf í gang. Svo er hún komin á gjörgæslu eftir aðgerðina og tveimur tímum eftir það, þegar við erum hjá henni, fer hún aftur í hjartastopp og þá er ákveðið að setja hana í Ecmo vél, þá er hjartað í rauninni tekið út, lungað tekið út, og það er bara vél sem sér um að halda henni á lífi til þess að hvíla hjartað.“ Stór hópur lækna og hjúkrunarfræðinga sinnti Bryndísi og Birgir segir þau hafa unnið kraftaverk. Vonin hafi þó verið lítil. „Þetta var eins og stríðsvöllur“ „Við vorum ekki alveg að átta okkur á því hversu svakalegt þetta var. Hvað læknarnir, hjúkkurnar og allt fólkið á bráðadeildinni var að ganga í gegnum í þessa fjóra tíma sem þau voru að vinna í henni. Af því við komum fram þegar hún var á leið í aðgerðina og þá voru hjúkrunarfræðingar liggjandi á gólfinu. Þetta var eins og stríðsvöllur. Það komu þrjú börn inn með hættulegar stungur,“ segir Birgir. „Þau gerðu kraftaverk og björguðu henni fram, komu henni í Ecmo vélina. Hjartað byrjaði að jafna sig, það er fylgst með öllu. Hún fer í segulómun og sneiðmynd á heila og var farin að sýna það góð merki að þau ákváðu að taka hana hægt og bítandi úr vélinni. Þau voru ekki mjög bjartsýn en það tókst og hjartað byrjaði að slá,“ segir Birgir og lýsir vonarglætunni. Birgir Karl, faðir Bryndísar, segir starfsfólk Landspítalans hafa unnið kraftaverk. „Það gekk það vel að á miðvikudeginum ætluðu þau að byrja að vekja hana og tilkynntu okkur að það gæti tekið sjö daga að vekja eftir að einstaklingur hefur verið í ecmo vél. Þegar þau eru að lækka svæfinguna og leyfa henni að vakna kanna þau lífsmörk eins og þau voru búin að gera oft áður með því að lýsa í augun og sjáöldrin höfðu alltaf brugðist við. Og það eitt var mjög gott merki af því að lýsa í augun er víst að virkja svo margar heilastöðvar. En svo á miðvikudeginum eftir hádegi bregst annað sjáaldrið ekki við og þá er hlaupið með hana í sneiðmynd og þá kemur í ljós mjög alvarlegur heilaskaði, heilabólga,“ segir Birgir. „Og það var svartasti dagurinn.“ „Á mánudeginum og þriðjudeginum var maður farinn að sjá smá bros hjá læknunum, það var alveg smá von. Á þriðjudeginum var fallegur dagur, sólríkur dagur og ég, Iðunn og Vigdís fórum í göngutúr í kringum Landspítalann og það var létt yfir okkur. Við hugsuðum, hún er að fara koma með okkur heim. Svo á miðvikudeginum það bara afgerandi að það væri byrjuð heilabólga sem myndi taka yfir og að það væri ekkert sem hægt að gera til þess að koma í veg fyrir það. Og það er vegna súrefnisskorts á í rauninni laugardagskvöldinu. Örlögin voru ráðin á Skúlagötu.“ Bryndís Klara á fallegum degi í Vatnaskógi.vísir Dagarnir á spítalanum hafi verið óbærilegir þar sem tilfinningarnar sveifluðust á milli vonar og ótta. „Þegar hún kom í heiminn fyrir sautján árum var það mjög erfið fæðing og hún andaði ekki þegar hún fæddist. Það þurfti að pumpa hana í gang og hún var væntanlega ekki með lífsmörk. Það hafði blætt inn á heilakerfið hjá henni þá og hún fékk krampaköst á fyrsta degi og var á vökudeild í nokkra daga undir stífu eftirliti taugalækna sem vissu ekkert hvernig hún yrði. Svo kom í ljós að þetta var bara mesti snillingur sem ég hef kynnst. Ég hélt svo fast í að hún væri bara að endurtaka leikinn. Sautján árum seinna.“ Birgir segist þó þakklátur fyrir að hafa fengið þessa daga á spítalanum þar sem fjölskylda og vinkonur hennar fengu að eiga með henni stund. Bryndís kvaddi seint á föstudegi umvafin ástvinum. „Og það var algjör andstæða við það sem hefði getað orðið á laugardagskvöldinu.“ Földu hnífinn í skottinu Gerandinn var handtekinn stuttu eftir árásina á heimili sínu. „Lögreglan mætir snemma þangað. Það er vitað hver hann var og það kemur víst í ljós að forráðamenn hans heima bregðast þannig við að þau fóru að reyna að bjarga honum. Út frá kannski sinni umhyggju fyrir honum. Reyna að milda afleiðingarnar fyrir hann. Það tafði rannsóknina eitthvað,“ segir Birgir. Forráðamenn drengsins voru handteknir og grunaðir um hylmingu. Þeir sendu hann í sturtu þegar hann kom heim, settu föt hans í þvottavél og komu undan hnífnum sem notaður var í árásinni. Einnig lugu þeir til um atburðarásina í skýrslutökum. Samkvæmt heimildum fann lögregla hnífinn í bakpoka í skottinu á bíl forráðamanna hans. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn. Slíkt er refsilaust þegar um er að ræða nána vandamenn. Forráðamenn gerandans voru handteknir eftir að hafa komið sönnunargögnum undan.vísir Hvernig líður manni með það. Að það sé reynt að hylma yfir og fela í stað þess að aðstoða? „Ég skil það en skil það samt ekki. Ég hefði ekki brugðist svona við.“ Atburðarásin eftir árásina liggur fyrir á upptöku á öryggisvél á heimili árásarmannsins og hann hefur samkvæmt heimildum játað að hafa stungið ungmennin þrjú. Hann var ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps en dómur hefur ekki verið kveðinn upp. Málið er til meðferðar hjá dómstólum. Atburðarásin eftir árásina liggur fyrir á upptöku á öryggisvél á heimili árásarmannsins. Þar heyrist hann samkvæmt heimildum meðal annars viðurkenna að hafa stungið þrjá og hefur hann játað það hjá lögreglu síðar. Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar.vísir Er hægt að koma því einhvern veginn í orð hvernig er að ganga í gegnum þetta? „Nei, ég held ekki,“ segir Iðunn. Þetta er eitthvað sem maður hafði aldrei áhyggjur af. Þú hefur áhyggjur af mörgu með börn, en þetta er svo ótrúlega mikið áfall. Það er atburðurinn, það er sjúkrahúslegan og allt sem þar geristog svo af því þetta er eins og það er, heldur áfram mál. Þannig það er erfitt að lýsa þessu og þetta er ótrúlega langt ferli. Sorgin er alltaf en nei, ég held að það sé ekki hægt að lýsa þessu. Þetta er bara það hræðilegasta sem ég held að maður geti lent í sem foreldri,“ segir Iðunn. Mæðgurnar deildu afmælisdegi og hinn 2. febrúar þegar Bryndís hefði orðið átján ára gömul fékk Iðunn sér Bangsímon húðflúr til minningar um hana. „Bryndís byrjaði örugglega fimmtán ára að tala um að hana langaði að fá sér Bangímon tattú og við sögðum bara nei, þú verður að vera orðin átján Þú verður örugglega ekki ánægð með að vera með bangsímon á hendinni þegar þú verður sjötug. En það kom ekki annað til greina en að fá sér bangsímon tattú núna. Hann er bara alveg eins og hennar bangsímon var,“ segir Iðunn og sýnir húðflúrið. Móðir Bryndísar fékk sér húðflúr af Bangsímon á afmælisdegi þeirra beggja. vísir/bjarni „Lúinn og tættur en hún var með hann allt sem hún fór og hún er með hann núna. Svo ætla allir í fjölskyldunni að fylgja og fá fá sér.“ Þú segir að hún sé með hann núna? „Já hún fór með hann í kistuna sína. Við vildum að hún væri bara með honum.“ Börnin vilji betri framtíð Foreldrar Bryndísar hafa stofnað minningarsjóð Bryndísar Klöru til að varðveita minningu hennar. Þau vilja stuðla að vitundarvakningu til þess að koma í veg fyrir að harmleikur sem þessi endurtaki sig. Birgir segist vilja ná til ungmenna í áhættuhópum. „Maður vildi helst ná til þessa einstaklinga sem eru í svartholinu, sem er kannski ekki raunhæft, en bara með því að auka umræðuna og vitundina, halda minningu Bryndísar á lofti; hvað hafi gerst, hvernig þetta hafi gerst og að það hafi verið barn sem gerði þeim þetta, er búið að kveikja ótrúlega elda og hita um land allt og í öllum skólum. Það eru börnin sem eru að berjast í þessu og vilja fá betri framtíð,“ segir Birgir. Bleikur var litur Bryndísar Klöru og bleikir bekkir hafa verið reistir til minningar um hana.vísir/Einar Iðunn tekur undir. „Með þessum sjóði langar okkur að stuðla að verkefnum sem geta hjálpað bæði krökkum og komið í veg fyrir að krakkar séu í þessum aðstæðum. Þarna getum búið til fræðsluefni, það er bara svo margt hægt að gera gott til þess að láta hana lifa áfram með okkur og hjálpa,“ segir Iðunn. „Þetta hafði áhrif á svo rosalega marga sem þekktu okkur ekki neitt af vegna þess að þetta hefði geta verið hver sem er og maður trúir því aldrei að maður lendi í svona sjálfur. En með sjóðnum getum við haldið hennar minningu á lofti og komið einhverju góðu til leiðar.“ Sýna kærleik frekar en egóið Birgir segir jákvæð skref hafa verið stigin. Sektir fyrir vopnaburð á almannafæri hafa verið hækkaðar og fyrirheitin séu fögur. Því þurfi að fylgja eftir. „Við erum svo lítið land að það er auðveldara fyrir okkur að uppræta svona. Þú átt ekki að geta farið niður í Kolaport og keypt þér hundrað árásarhnífa eins og er núna. En síðan er það hitt, að styðja skólana í að styðja krakkana til að gera það sem krakkarnir finna svo sterkt að þarf að gera. Og það er að halda betur utan um þau. Og það er ekki bara í áttunda, níunda og tíunda bekk. Þetta er alveg frá því að þau koma í fyrsta bekk,“ segir Birgir. Fjölskylda Bryndísar Klöru ákvað að leyfa þjóðinni að syrgja með sér. Þúsundir fylgdust með jarðarför hennar og landsmenn hafa minnst hennar með ýmsum hætti.vísir/arnar „Hlúa að börnum og búa til vettvang til þess að börn geti dreift sínum kærleik óhrædd. Að það sé ekki stigma að sýna ást og kærleik til náungans. Að þurfa ekki að vera með eitthvað egó. Að sýna frekar kærleik en að sýna egóið. Að þetta sé ekki einhver keppni. Það er búið að vera vaxandi; að eiga, gera og vera sterkari er á bak við þessa vopnamenningu. Ég er hættulegri en þú, ég er með þennan hníf, get ég ímyndað mér.“ Vona að sagan muni bjarga mannslífum Byndís Klara hefur snert við þjóðinni. Foreldrar Bryndísar ákváðu að leyfa þjóðinni að syrgja með sér og þúsundir fylgdust með jarðarför hennar. Börn hafa látið til sín taka, efnt til fjáröflunar í hennar nafni, minnst hennar og Birgir segir fjölskyduna þakkláta fyrir það. Vongóða um að það leiði til breytinga. „Það fór bylgja af stað strax á menningarnótt og bylgjan er að sækja í sig veðrið frekar en hitt og hún verður til góðs. Við munum alltaf þurfa að lifa með því að hafa misst hana á eins ósanngjarnan hátt og hægt er og við munum aldrei skilja það. Og það er í rauninni ekkert hægt að skilja það,“ segir Birgir. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu, nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum.“