Fréttamaður

Snorri Másson

Nýjustu greinar eftir höfund

Vaktin: Heimurinn horfði á stúlknakór við Húsavíkurhöfn

Íslendingar hringdu inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sanden söng lag sitt Husavik - My Home Town með bakröddum úr heimabyggð, nefnilega stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Tólf berjast um átta sæti

Samtals verða tólf í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem verður dagana 16. til 19. maí. Sex bjóða sig fram í annað sætið.

Notaður bolli seldist á 1,7 milljónir

Kona búsett í Stafangri rataði í fjölmiðla í Noregi á dögunum fyrir sögulega hátt verð sem hún fékk fyrir Múmínbolla sem hún var að selja frá sér. Engin furða, enda var verðið lyginni líkast: Hún fékk 110.000 norskar krónur fyrir þennan eina staka bolla, andvirði 1.650.000 króna.

Vill skipta yfir í ódýrari hraðpróf við landamærin

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, talaði fyrir einfaldari skimun fyrir Covid-19 við landamærin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún vill hætta að skima fólk að lokinni sóttkví við komuna til landsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa kallar eftir því að fólk fái áfallahjálp í kjölfar hópsýkingarinnar í skólanum. Rætt verður við formanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2, í gegnum fjarfundarbúnað, þar sem hún er stödd á farsóttarhúsi ásamt barni sínu sem greindist með covid-19.

Lilja Rafney tapar oddvitasætinu

Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, er nýr oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann felldi þar með fyrrverandi oddvita og eina þingmann VG í kjördæminu, Lilju Rafneyju Magnúsdóttur. 

Sjá meira