Fréttamaður

Snorri Másson

Nýjustu greinar eftir höfund

Eldur í bíl í Grjóthálsi

Eldur kviknaði í vélarrúmi fólksbíls á þvottaplani í Grjóthálsi í Reykjavík á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn var kyrrstæður og að sögn slökkvilðsins mun þetta hafa orsakast af tæknilegri bilun.

Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði

Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli.

Flóni og Villi Vill hamast í Siglfirsku Ölpunum

Rapparinn Flóni, Friðrik Róbertsson, og stjörnulögfræðingurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hafa notið lífsins í Siglfirsku Ölpunum um helgina, þar sem þeim er skutlað upp á fjall með þyrlu til þess eins að skíða aftur niður. 

Utan sóttkvíar en samt í hálfgerðri sóttkví

Sautján smit greindust innanlands í gær og eitt þeirra var sagt hafa verið utan sóttkvíar. Jóhann Björn Skúlason, sem stýrir smitrakningarteymi almannnavarna, segir þó að smitið sem skráð var utan sóttkvíar hafi í raun verið í „hálfgerðri sóttkví.“

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sautján greindust með kórónuveiruna í gær og var einn utan sóttkvíar. Flestir eru tengdir fyrri hópsýkingum, þar á meðal leikskólanum Jörfa þar sem 65-75 hafa greinst með covid. Það eru starfsmenn, börn og fjölskyldumeðlimir.

„Langvarandi stríðsrekstur gegn samfélaginu“

Íslandsdeild Transparency International tekur í nýrri ályktun undir áhyggjur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra af framferði útgerðarinnar Samherja í tengslum við rannsókn bankans á útgerðinni.

Bar Ananas endurheimtir húsnæðið og opnar á ný

Bar Ananas opnaði á ný í kvöld í sama húsnæði og endranær, eftir að hafa legið í dvala í þrjú ár. Barinn, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, verður með nýju sniði og í takt við tímann; náttúruvín og kokteilar á krana, segir rekstrarstjóri.

Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða

Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir.

Töluvert stærri hópur skikkaður á sóttkvíarhótel

Miðað verður við að farþegum verði án undantekninga skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli, sé nýgengi smita í upprunalandi þeirra yfir 700 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð, sem tekur gildi á þriðjudaginn.

Sjá meira