Innlent

Ein stærsta klukka landsins farin að tifa

Snorri Másson skrifar
Iceland Parliament Hotel skartar einni stærstu klukku landsins, sem er nýlega gengin af stað.
Iceland Parliament Hotel skartar einni stærstu klukku landsins, sem er nýlega gengin af stað. Vísir

Tröllvaxin klukka er farin að ganga á framhlið Alþingishótelsins við Austurvöll, sem senn hefur starfsemi.

Klukkan er hluti af verðlaunahugmynd um hönnun nýbyggingarinnar og henni var komið upp fyrir nokkru. Þess var síðan beðið að hún færi að slá svo að hún gæti sameinast við klukkuna í Dómkirkjunni um að veita þessa mikilvægu þjónustu á svæðinu.

Framkvæmdum á að ljúka við hótelið í sumar, sem er í eigu Icelandair-hótelanna og heitir á ensku Icelandic Parliament Hotel, sem helgast auðvitað af staðsetningu þess.

Það var ekki átakalaust sem framkvæmdir gátu hafist á hinum umdeilda Landssímareit hér um árið, en hluti hans hafði verið kirkjugarður frá fornu fari og fram á 19. öld. Deilur spruttu upp þegar verkefnið var á teikniborðinu en langt er síðan síðast kom fram gagnrýni á skipulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×