Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

Dúxaði í drauma­­náminu í Slóvakíu

Nýútskrifaði læknaneminn Auður Kristín Pétursdóttir gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist með hæstu einkunn frá alþjóðlega læknanáminu í Slóvakíska háskólanum Jessenius Faculty of Medicine. Síðan hún var lítil segist hún hafa heillast af starfi lækna á spítölum og vitað að ekkert annað nám kæmi til greina. 

Æfir yfir Önnu Frank-ham­borgara og Adolfs-frönskum

Skyndibitastaðurinn Honky Donky Diner í Rafaela-borg Argentínu sætir nú mikillar reiði vegna rétta sem finna mátti á matseðli staðarins. Um er að ræða hamborgara sem kenndur er við Önnu Frank, stúlku sem fórst í helförinni, og franskar kartöflur nefndar Adolf og vísa til nasistaleiðtogans Adolfs Hitler.

Mála Dal­víkur­byggð bleika í anda Bar­bie-æðisins

Barbie-æðið sem nýlega hefur gert hefur vart við sig um heim allan er svo sannarlega komið til Dalvíkurbyggðar. Íbúar og gestir hafa orðið varir við bleikt skraut og bleika gangstétt víða um Dalvík, Árskógssand og Hauganes.

Musk gert að fjar­lægja risa­stórt X-skilti

Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins X, áður Twitter, hefur verið gert að fjarlægja ristastórt skilti af vörumerki X af höfuðstöðvum fyrirtækisins X Corp. Yfirvöld í San Fransisco segja hann ekki hafa haft leyfi fyrir skiltinu.

Sjá meira