Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis

Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt.

Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig

Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum.

Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli

Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði.

Náðu að knýja fram upphitaðan körfuboltavöll

Upphitaður körfuboltavöllur, frisbígolf og slökunarherbergi er á meðal þess sem krakkar í lýðræðisþingi í Stykkishólmi hafa beitt sér fyrir, kosið um og komið í gegn á undanförnum misserum. Krakkarnir segja mikilvægt að þeirra rödd fái líka að heyrast í samfélaginu en eru ekkert endilega vissir um að þá langi á þing.

Rýmingum ekki aflétt fyrr en búið er að verja svæðið

Ekki er útilokað að rýmingar á Seyðisfirði muni standa þar til búið er að tryggja byggðina með fullnægjandi hætti. Þá verði íbúum á svæðum sem ekki er hægt að tryggja ekki heimilað að snúa aftur heim.

Öflugasti skjálfti við Öskju frá aldamótum

Skjálftinn sem reið yfir í Öskju í morgun er sá öflugasti sem mælst hefur á svæðinu frá aldamótum. Talið er að skjálftinn tengist kvikuinnskoti því land heldur þar áfram að rísa.

Skotvopnið var eftirlíking af MP5 vélbyssu

Skotvopnið sem lögregla lagði hald á við Síðumúla í dag reyndist vera eftirlíking af vélbyssu. Maðurinn sem var handtekinn vegna málsins er hins vegar ekki grunaður um refsivert athæfi og er laus úr haldi.

Mælingar truflast áfram vegna rigningar

Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina.

Sjá meira