Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Lovísa Arnardóttir skrifar 6. mars 2025 06:45 Anna Kristín segir allt annað að eiga við börn sem hafa brotið á öðrum börnum en fullorðna sem brjóta á börnum. Kompás Meirihluti þeirra barna sem vísað er í meðferð vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar hjá Barna- og fjölskyldustofu brýtur ekki á öðrum börnum eftir meðferð. Flest börnin upplifi mikla skömm þegar málin koma upp. Hátt hlutfall barnanna er með greiningar og í meðferðinni samhliða annarri meðferð. Alls var 32 börnum vísað í þjónustu SÓK-teymisins hjá Barna- og fjölskyldustofu í fyrra. SÓK er sálfræðiþjónusta fyrir börn vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar. Um 80 prósent barnanna sem er vísað til teymisins er með greiningu. Um er að ræða börn af öllum kynjum og af landinu öllu. Samkvæmt nýjum tölum Umboðsmanns barna beið 21 barn eftir því að fá aðgang að þjónustunni þann 1. febrúar á þessu ári. Meðalbiðtími í málum barna sem hófu meðferð í fyrra, frá samþykkt umsóknar til fyrsta viðtals, var að meðaltali 44 dagar samkvæmt tilkynningu umboðsmanns barna. Biðin spannaði frá 18 upp í 119 daga. Þá hafði eitt barn beðið lengur en í þrjá mánuði. Í tilkynningu umboðsmanns segir að hér sé um nokkra aukningu að ræða. Aðeins hafi fjögur börn verið á bið árið 2021 og meðalbiðtími þá verið 33,4 dagar. Anna Kristín Newton sálfræðingur stýrir meðferðinni en hún hefur mikla reynslu af því að vinna með bæði fullorðnum gerendum og börnum með óviðeigandi eða skaðlega kynhegðun. Fyrst í úrræðinu Taktu skrefið sem er fyrir fullorðna gerendur og svo nú í SÓK meðferðinni hjá Barna- og fjölskyldustofu, BOFS. „Taktu skrefið er fyrir fullorðna og SÓK er fyrir börn og við erum að tala um algjörlega sitthvorn hlutinn. Það er allt annað að tala um óviðeigandi eða skaðlega hegðun hjá börnum en hjá fullorðnum,“ segir Anna Kristín. Undantekning að börnin komi aftur Hún segir það algera undantekningu ef barni hefur verið vísað til teymisins oftar en einu sinni en samkvæmt þeirra skráningum eigi það við um fimm til sjö prósent þeirra barna sem vísað hefur verið til þeirra. „Um 80 prósent þeirra barna sem koma til okkar eru með einhverja greiningu.“ Algengar greiningar séu einhverfa og ADHD en það komi líka börn til þeirra sem hafi verið greind með kvíða eða þunglyndi. Markaleysi sé það sem einkenni hópinn í grunninn. „Svo eru fjölskylduaðstæður oft flóknar.“ Meðferðin hjá teyminu er mestmegnis samtalsmeðferð. Börnunum er vísað til teymisins í gegnum barnavernd og geta því verið hvaðan sem er á landinu. Allir meðferðaraðilarnir sem taka við málinu eru þó starfandi á höfuðborgarsvæðinu en Anna Kristín segir í boði að tala við fólk í gegnum fjarfundarbúnað. „Við bjóðum líka upp á stuðning og handleiðslu til foreldra eða skóla ef þess þarf og reynum að mæta þörfum barnsins eins og við getum miðað við þann samning sem við erum með.“ Fjölþættur vandi Hún útskýrir að þó svo að börnunum sé vísað til þeirra í gegnum barnavernd sé það yfirleitt þannig að börnin eigi við fjölþættan vanda að stríða. „Oft eiga þessi börn við annan vanda að etja samhliða því að fara yfir mörk annarra. Svo þau þurfa eitthvað meira. Við erum sérhæfð á þessu sviði og stuðlum að því sem við köllum kynheilbrigði. Við þurfum líka að vera raunsæ með það að flest börnin sem koma til okkar eru 11 til 16 ára. Þetta er ungt fólk sem er á sínu kynþroskaskeiði.“ Þannig séu börnin að ganga í gegnum miklar líkamlegar og andlegar breytingar auk þess sem þau séu að færast upp um skólastig eða jafnvel í framhaldsskóla. Því fylgi miklar breytingar. „Það er mjög mikilvægt þegar eitthvað fer úrskeiðis að við hlúum vel að og reynum að hjálpa þeim og styðja þau við að efla heilbrigði, hvort sem það er kynferðislegt eða eitthvað annað. Það er okkar markmið því við auðvitað slökkvum ekki á því.“ „Við erum kynverur og börn þurfa að átta sig á hverju þau mega búast við og hvernig á að takast á við það. Þú finnur fyrir kynferðislegri löngun, kynferðislegum þörfum, þú verður hrifinn af einhverjum.“ Það sé áríðandi að börn viti hvað þau eigi að gera við þessar tilfinningar og langanir, hvað sé í lagi og hvernig sé í lagi að bregðast við. Skilja sjónarmið annarra takmarkað „Það er okkar hlutverk að efla kynheilbrigði og það er í samtalsmeðferð en aðallega verkefnatengt. Við nýtum öll þau tæki og tól sem við höfum,“ segir Anna Kristín og nefnir sem dæmi myndrænt efni sem hafi nýst vel. Hún segir að oft þurfi að hjálpa börnunum í gegnum aðra erfiðleika. „Við erum oft og tíðum með krakka á einhverfurófi sem skilja og skynja sjónarmið annarra takmarkað út frá sinni stöðu og við erum að reyna að hjálpa þeim með það.“ Eru þau móttækileg og tilbúin í þessa vinnu þegar þau koma til ykkar? „Þetta er oft mjög erfitt. Þau skammast sín yfirleitt fyrir það sem þau hafa gert. Þeim líður illa og vita að þau hafa gert eitthvað á hlut einhvers annars og eru komin í vanda.“ Byrja þurfi á því að byggja upp traust en eftir það gangi meðferðin yfirleitt vel. Meðferðin fer fram í samtalsmeðferð en einnig með verkefnum. Vísir/Getty Sjá einnig: „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ „Eftir að það er búið að taka þennan kvíðahnút af þeim. Þá vita þau að við erum öll að vinna að sama markmiði, sem er að þeim gangi sem best.“ Anna Kristín segir misjafnt hversu mikla aðstoð börnin þurfa. Þau sem eru með einhver frávik þurfi stundum lengri tíma til að meðtaka meðferðina og fræðsluna og tækifæri til að æfa heilbrigðari hegðun. „Að láta reyna á heilbrigð mörk.“ Lengdin frekar en magnið Í flóknari málum, sem séu um helmingur málanna, reyni þau að fylgja þeim eftir út skólaárið. „Það er lengdin frekar en magnið þarna,“ segir Anna Kristín og að algengt sé að börn séu að fá um fimmtán tíma hjá meðferðaraðila. Til að byrja með séu tímarnir þétt saman en þegar líður á meðferð sé lengra á milli þeirra og börnunum gefið tækifæri á að prófa sig áfram og nýta þekkinguna. „Það er algengt að þau séu hjá okkur í átta mánuði. Við höfum séð að það er tíminn sem kemur að gagni fyrir þennan hóp.“ Í meðferðinni er talað um óviðeigandi eða skaðlega hegðun sem Anna Kristín segir í flestum tilfellum þurfa að leiðrétta með fræðslu og verkefnum. Hún segir það undantekningartilfelli að börnin séu með svo alvarlegan vanda að meðferðaraðilar óttist að þau muni halda áfram að brjóta á öðrum. „Það eru teljandi á annarri hendi þau börn þar sem við höfum haft verulegar áhyggjur af því að þau muni halda áfram.“ Teymið hefur verið starfandi frá árinu 2009 og hefur að jafnaði 30 mál til meðferðar ár hvert. Samkvæmt ársskýrslu Barna- og fjölskyldustofu var 20 börnum vísað til teymisins árið 2020, 18 börnum árið 2021, 24 börnum árið 2022, 26 börnum árið 2023 og 32 í fyrra. „Fjöldinn hefur haldist nokkuð stöðugur og það er kannski ekkert skrítið. Við fórum af stað með þetta verkefni 2009 og þá var mjög lítið vitað eða talað um óviðeigandi eða skaðlega hegðun,“ segir Anna Kristín. Foreldrar orðnir betri að fræða Hún segir samfélagið hafa breyst mikið frá þeim tíma. Foreldrar, þjálfarar, kennarar og allir sem komi að málefnum barna geri sér í dag betur grein fyrir því að fullorðnir þurfi að leggja línurnar svo börn og ungt fólk þekki sín eigin mörk og mörk annarra. „Mál sem komu inn á borð til okkar þegar við vorum að byrja með eru mál sem í dag eru yfirleitt tekin föstum tökum í nærumhverfi barnsins. Það þarf ekki endilega sérfræðiþekkingu því foreldrar eru orðnir miklu betri í að fræða og tala við börnin sín um kynlíf og kynferðisleg málefni, og skólar líka.“ Anna Kristín segir það góða þróun sem ánægjulegt hafi verið að fylgjast með. „En á sama tíma eru alltaf börn sem fá ekki það sem þau þurfa og fara þar af leiðandi yfir mörk annarra.“ Hún segir skaðlegt efni á Internetinu stóra áskorun meðal þeirra barna sem er vísað til þeirra. Börnin hafi oft á netinu séð eitthvað sem kveiki á forvitni þeirra en þau hafi ekki burði til að greina á milli, skilja eða taka upplýsta ákvörðun um hvað eigi að gera við upplýsingarnar sem þau þar fá. „Málin sem koma til okkar eru alls konar en fela oft í sér að það er verið að senda óviðeigandi eða meiðandi kynferðisleg skilaboð eða myndir. Þau eru að fara yfir mörk og brjóta á öðrum. Við getum ekkert dregið úr þeirri skaðsemi. En þetta er ekki bara stafrænt. Við erum með börn sem hafa brotið alvarlega kynferðislega á öðrum börnum. Þau mál sem við fáum til okkar í dag eru yfirleitt þannig að það hefur verið brotið á einhverju tilteknu barni, ekki bara verið að senda myndir út í kosmósið,“ segir Anna Kristín. Samskiptin í pásu Hún segir þessi mál yfirleitt eiga sér stað í nærumhverfi barna. Gerandi og þolandi þekkist með einhverjum hætti eða séu jafnvel tengdir fjölskylduböndum. Þegar málin komi upp séu allir meðvitaðir um að það þurfi að vanda samskipti milli þessara aðila, hvort þau fari fram eða hvernig. „Yfirleitt fara samskiptin í pásu á meðan það er verið að vinna úr og styðja við bæði börnin sem eiga í hlut. Það skiptir mjög miklu máli að það barn sem brotið er á fái viðeigandi aðstoð. Það fær hana yfirleitt í gegnum Barnahús. Það skiptir mjög miklu máli að við hlúum að því barni.“ Hún segir gríðarlegan mun á því að takast á við svona mál hjá fullorðnum og hjá börnum. „Hjá fullorðnum einstaklingi er þeirra hugarheimur og umhverfi orðið stífara og fastmótaðra. Þegar við erum með krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref út í lífið sem sjálfstæðir einstaklingar höfum við mörg tækifæri til að gera mistök. Þau gera það í meiri mæli því þau vita kannski ekki hvar mörkin liggja. Það er því allt annað þegar barn brýtur á öðru barni en þegar fullorðinn einstaklingur brýtur á öðrum, sama hvort það er fullorðinn einstaklingur eða barn. Það er þroskamunur sem við getum ekki lagt að jöfnu.“ Meinarðu þá að brotaviljinn er ekki sá sami? „Oft og tíðum er hreinlega ekki brotavilji hjá þessum krökkum. Það getur alveg verið, ég ætla ekki að draga dilk af því. Við erum alveg með krakka sem vísvitandi hafa brotið á öðrum en það er minnihlutinn, algjörlega. Það sem við getum ætlað þeim að skilja og skynja sem börn er allt annað en það sem við getum ætlast til af fullorðnum.“ Anna Kristín segir aðgengi barna að skaðlegu efni á netinu hafa stóraukist síðustu ár og stafrænt ofbeldi hafa aukist samhliða. Vísir/Getty Hún segir mikilvægt að grípa börn sem brjóta á öðrum og vinna með þau. „Reynslan sýnir að það er yfirleitt nokkuð auðvelt að hjálpa þeim og það eykur líkurnar á því að það gerist ekki aftur. Þetta eru krakkar sem hafa gert eitthvað en mér finnst erfitt að kalla þau gerendur. Þeir hafa sýnt af sér óviðeigandi kynhegðun en þeir eru ekki í eðli sínu eða eru alltaf einhverjir gerendur, þó að þeir hafi gert eitthvað. Maður gerir hluti þó að maður viti að maður eigi ekki að gera. En það er ekki endilega því maður ætlar sér að meiða einhvern.“ Þurfa sérhæfðari nálgun Anna Kristín segir það augljóst að ef enginn talar við barn um hvað sé í lagi og hvað ekki sæki það upplýsingarnar eitthvað annað. Ekki sé hægt að ábyrgjast að þær upplýsingar séu góðar eða skilaboðin góð. Enn sé til dæmis of algengt að börn sem tilheyri viðkvæmum hópum fái ekki þá fræðslu sem þau þurfa, eða tíma til að melta hana. „Ég held það sé enn algengt hjá viðkvæmum hópum, hjá jaðarhópum eins og börnum með einhverfu og ADHD sem rekast illa í hefðbundnu skólaumhverfi. Þau ná ekki að tileinka sér það sem er verið að leggja inn fyrir heildina. Þau þurfa kannski sérhæfðari nálgun eða aukastuðning til að tileinka sér þetta,“ segir Anna Kristín. Hún segir þetta mögulega að breytast en hún, og aðrir sem starfi á þessu sviði, telji að kennslu í samskiptum hafi ekki verið gefinn nægilegur gaumur. Kynheilbrigði sé einn angi þess. „Fólki finnst erfitt að tala um þetta og veit ekki almennilega hvernig það á að bera sig að. En ef við gerum það ekki þá fara börnin eitthvað annað.“ Sjá einnig: Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu Hún hvetur foreldra og aðra forsjáraðila til að vera óhræddari við að taka samtalið. „Foreldrar og forsjáraðilar eru kannski orðnir mjög færir í að tala um einkastaði, líkamann og hver á sinn eigin líkama og allt það. En það er flóknara og erfiðara að tala um samskipti og hvaða breytingar eiga sér stað í líkamanum. Hvað það sé að fá standpínu, að blotna og þessir hlutir sem við verðum öll að vita, af því þetta kemur fyrir okkur öll.“ Anna Kristín segir að þegar svona mál koma upp geti þau haft víðtæk áhrif á þeirra nærumhverfi og börn í sama árgangi eða vinahóp útskúfað þeim. Það sé því mikilvægt fyrir fólk að kynna sér hvert það getur leitað ef eitthvað kemur upp. „Við höfum mörg dæmi þess þar sem börn sem hafa farið yfir mörk annarra hafa farið mjög illa út úr því. Það er sama hvað þau hafa reynt að gera. Þau eru útskúfuð.“ „Við höfum dæmi um barn sem fór yfir mörk annarra og tók mjög vel á sínum málum. Gerandinn og þolandinn í því máli unnu úr sínum atvikum í samráði við alla aðila. En það voru önnur börn, sem voru ekki inni í þessu, sem tóku völdin og fóru að viðhalda neikvæðum áhrifum. Þolandinn sjálfur var búinn að afgreiða málið og sáttur við þá vinnslu sem fór fram og þá afsökun sem þau fengu frá sínum geranda.“ Anna Kristín segir samfélagsmiðla spila stórt hlutverk þarna. „Einstaklingar hafa flutt á milli skóla eða jafnvel landshluta og þetta eltir þau samt. Það er rosalega vont. Ef við ætlum ekki að gefa fólki tækifæri á að bæta sig og taka á því sem þarf. Og halda áfram að stimpla þau út frá einhverju sem þau gerðu, þrátt fyrir breytingar, það verður mjög flókinn heimur fyrir okkur öll að vera í.“ Þú hefur trú á því að fólk geti breyst? „Ég hef bara séð það. Við erum að tala um krakka og unglinga. Erum við sama manneskjan og við vorum fjórtán ára? Gerum við, tölum við, hugsum við með sambærilegum hætti? Fæst okkar gera það. Við höfum öll tekið einhverjum breytingum og sérstaklega ef við fáum góða og skýra leiðsögn og stuðning í gegnum það.“ Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Tvítugar stelpur höfðu allar verið kyrktar í kynlífi af ókunnugum gaur Sérfræðingar í forvörnum gegn kynferðisofbeldi segja fleira þurfa að koma til en viðbragðsáætlanir þegar upp koma kynferðisbrot í framhaldsskólum. Málið sé flóknara en viðameira en það. 17. febrúar 2023 09:05 Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs vísaði í fyrra níu málum sem komu á þeirra borð til lögreglunnar. Þá tilkynntu þau 27 börn í fimmtán málum til barnaverndar. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi, segir málin sem rata á þeirra borð enn of mörg. Árlega sé til þeirra tilkynnt um allt að 100 mál, eða um tvö á viku. Málin eru ekki bundin við ákveðnar íþróttir. 20. febrúar 2025 08:24 Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þó nokkur mál er varða tálbeituhópa ungmenna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir listana sem þessir hópar hafa safnað saman af mögulegum ofbeldismönnum líka til rannsóknar. Lögregla vinni nú að því að sannreyna upplýsingarnar. Dæmi séu um að ungmenni hafi haft fjármuni af meintum níðingum en einnig komið sér í mikla hættu. 19. febrúar 2025 13:59 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Sjá meira
Alls var 32 börnum vísað í þjónustu SÓK-teymisins hjá Barna- og fjölskyldustofu í fyrra. SÓK er sálfræðiþjónusta fyrir börn vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar. Um 80 prósent barnanna sem er vísað til teymisins er með greiningu. Um er að ræða börn af öllum kynjum og af landinu öllu. Samkvæmt nýjum tölum Umboðsmanns barna beið 21 barn eftir því að fá aðgang að þjónustunni þann 1. febrúar á þessu ári. Meðalbiðtími í málum barna sem hófu meðferð í fyrra, frá samþykkt umsóknar til fyrsta viðtals, var að meðaltali 44 dagar samkvæmt tilkynningu umboðsmanns barna. Biðin spannaði frá 18 upp í 119 daga. Þá hafði eitt barn beðið lengur en í þrjá mánuði. Í tilkynningu umboðsmanns segir að hér sé um nokkra aukningu að ræða. Aðeins hafi fjögur börn verið á bið árið 2021 og meðalbiðtími þá verið 33,4 dagar. Anna Kristín Newton sálfræðingur stýrir meðferðinni en hún hefur mikla reynslu af því að vinna með bæði fullorðnum gerendum og börnum með óviðeigandi eða skaðlega kynhegðun. Fyrst í úrræðinu Taktu skrefið sem er fyrir fullorðna gerendur og svo nú í SÓK meðferðinni hjá Barna- og fjölskyldustofu, BOFS. „Taktu skrefið er fyrir fullorðna og SÓK er fyrir börn og við erum að tala um algjörlega sitthvorn hlutinn. Það er allt annað að tala um óviðeigandi eða skaðlega hegðun hjá börnum en hjá fullorðnum,“ segir Anna Kristín. Undantekning að börnin komi aftur Hún segir það algera undantekningu ef barni hefur verið vísað til teymisins oftar en einu sinni en samkvæmt þeirra skráningum eigi það við um fimm til sjö prósent þeirra barna sem vísað hefur verið til þeirra. „Um 80 prósent þeirra barna sem koma til okkar eru með einhverja greiningu.“ Algengar greiningar séu einhverfa og ADHD en það komi líka börn til þeirra sem hafi verið greind með kvíða eða þunglyndi. Markaleysi sé það sem einkenni hópinn í grunninn. „Svo eru fjölskylduaðstæður oft flóknar.“ Meðferðin hjá teyminu er mestmegnis samtalsmeðferð. Börnunum er vísað til teymisins í gegnum barnavernd og geta því verið hvaðan sem er á landinu. Allir meðferðaraðilarnir sem taka við málinu eru þó starfandi á höfuðborgarsvæðinu en Anna Kristín segir í boði að tala við fólk í gegnum fjarfundarbúnað. „Við bjóðum líka upp á stuðning og handleiðslu til foreldra eða skóla ef þess þarf og reynum að mæta þörfum barnsins eins og við getum miðað við þann samning sem við erum með.“ Fjölþættur vandi Hún útskýrir að þó svo að börnunum sé vísað til þeirra í gegnum barnavernd sé það yfirleitt þannig að börnin eigi við fjölþættan vanda að stríða. „Oft eiga þessi börn við annan vanda að etja samhliða því að fara yfir mörk annarra. Svo þau þurfa eitthvað meira. Við erum sérhæfð á þessu sviði og stuðlum að því sem við köllum kynheilbrigði. Við þurfum líka að vera raunsæ með það að flest börnin sem koma til okkar eru 11 til 16 ára. Þetta er ungt fólk sem er á sínu kynþroskaskeiði.“ Þannig séu börnin að ganga í gegnum miklar líkamlegar og andlegar breytingar auk þess sem þau séu að færast upp um skólastig eða jafnvel í framhaldsskóla. Því fylgi miklar breytingar. „Það er mjög mikilvægt þegar eitthvað fer úrskeiðis að við hlúum vel að og reynum að hjálpa þeim og styðja þau við að efla heilbrigði, hvort sem það er kynferðislegt eða eitthvað annað. Það er okkar markmið því við auðvitað slökkvum ekki á því.“ „Við erum kynverur og börn þurfa að átta sig á hverju þau mega búast við og hvernig á að takast á við það. Þú finnur fyrir kynferðislegri löngun, kynferðislegum þörfum, þú verður hrifinn af einhverjum.“ Það sé áríðandi að börn viti hvað þau eigi að gera við þessar tilfinningar og langanir, hvað sé í lagi og hvernig sé í lagi að bregðast við. Skilja sjónarmið annarra takmarkað „Það er okkar hlutverk að efla kynheilbrigði og það er í samtalsmeðferð en aðallega verkefnatengt. Við nýtum öll þau tæki og tól sem við höfum,“ segir Anna Kristín og nefnir sem dæmi myndrænt efni sem hafi nýst vel. Hún segir að oft þurfi að hjálpa börnunum í gegnum aðra erfiðleika. „Við erum oft og tíðum með krakka á einhverfurófi sem skilja og skynja sjónarmið annarra takmarkað út frá sinni stöðu og við erum að reyna að hjálpa þeim með það.“ Eru þau móttækileg og tilbúin í þessa vinnu þegar þau koma til ykkar? „Þetta er oft mjög erfitt. Þau skammast sín yfirleitt fyrir það sem þau hafa gert. Þeim líður illa og vita að þau hafa gert eitthvað á hlut einhvers annars og eru komin í vanda.“ Byrja þurfi á því að byggja upp traust en eftir það gangi meðferðin yfirleitt vel. Meðferðin fer fram í samtalsmeðferð en einnig með verkefnum. Vísir/Getty Sjá einnig: „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ „Eftir að það er búið að taka þennan kvíðahnút af þeim. Þá vita þau að við erum öll að vinna að sama markmiði, sem er að þeim gangi sem best.“ Anna Kristín segir misjafnt hversu mikla aðstoð börnin þurfa. Þau sem eru með einhver frávik þurfi stundum lengri tíma til að meðtaka meðferðina og fræðsluna og tækifæri til að æfa heilbrigðari hegðun. „Að láta reyna á heilbrigð mörk.“ Lengdin frekar en magnið Í flóknari málum, sem séu um helmingur málanna, reyni þau að fylgja þeim eftir út skólaárið. „Það er lengdin frekar en magnið þarna,“ segir Anna Kristín og að algengt sé að börn séu að fá um fimmtán tíma hjá meðferðaraðila. Til að byrja með séu tímarnir þétt saman en þegar líður á meðferð sé lengra á milli þeirra og börnunum gefið tækifæri á að prófa sig áfram og nýta þekkinguna. „Það er algengt að þau séu hjá okkur í átta mánuði. Við höfum séð að það er tíminn sem kemur að gagni fyrir þennan hóp.“ Í meðferðinni er talað um óviðeigandi eða skaðlega hegðun sem Anna Kristín segir í flestum tilfellum þurfa að leiðrétta með fræðslu og verkefnum. Hún segir það undantekningartilfelli að börnin séu með svo alvarlegan vanda að meðferðaraðilar óttist að þau muni halda áfram að brjóta á öðrum. „Það eru teljandi á annarri hendi þau börn þar sem við höfum haft verulegar áhyggjur af því að þau muni halda áfram.“ Teymið hefur verið starfandi frá árinu 2009 og hefur að jafnaði 30 mál til meðferðar ár hvert. Samkvæmt ársskýrslu Barna- og fjölskyldustofu var 20 börnum vísað til teymisins árið 2020, 18 börnum árið 2021, 24 börnum árið 2022, 26 börnum árið 2023 og 32 í fyrra. „Fjöldinn hefur haldist nokkuð stöðugur og það er kannski ekkert skrítið. Við fórum af stað með þetta verkefni 2009 og þá var mjög lítið vitað eða talað um óviðeigandi eða skaðlega hegðun,“ segir Anna Kristín. Foreldrar orðnir betri að fræða Hún segir samfélagið hafa breyst mikið frá þeim tíma. Foreldrar, þjálfarar, kennarar og allir sem komi að málefnum barna geri sér í dag betur grein fyrir því að fullorðnir þurfi að leggja línurnar svo börn og ungt fólk þekki sín eigin mörk og mörk annarra. „Mál sem komu inn á borð til okkar þegar við vorum að byrja með eru mál sem í dag eru yfirleitt tekin föstum tökum í nærumhverfi barnsins. Það þarf ekki endilega sérfræðiþekkingu því foreldrar eru orðnir miklu betri í að fræða og tala við börnin sín um kynlíf og kynferðisleg málefni, og skólar líka.“ Anna Kristín segir það góða þróun sem ánægjulegt hafi verið að fylgjast með. „En á sama tíma eru alltaf börn sem fá ekki það sem þau þurfa og fara þar af leiðandi yfir mörk annarra.“ Hún segir skaðlegt efni á Internetinu stóra áskorun meðal þeirra barna sem er vísað til þeirra. Börnin hafi oft á netinu séð eitthvað sem kveiki á forvitni þeirra en þau hafi ekki burði til að greina á milli, skilja eða taka upplýsta ákvörðun um hvað eigi að gera við upplýsingarnar sem þau þar fá. „Málin sem koma til okkar eru alls konar en fela oft í sér að það er verið að senda óviðeigandi eða meiðandi kynferðisleg skilaboð eða myndir. Þau eru að fara yfir mörk og brjóta á öðrum. Við getum ekkert dregið úr þeirri skaðsemi. En þetta er ekki bara stafrænt. Við erum með börn sem hafa brotið alvarlega kynferðislega á öðrum börnum. Þau mál sem við fáum til okkar í dag eru yfirleitt þannig að það hefur verið brotið á einhverju tilteknu barni, ekki bara verið að senda myndir út í kosmósið,“ segir Anna Kristín. Samskiptin í pásu Hún segir þessi mál yfirleitt eiga sér stað í nærumhverfi barna. Gerandi og þolandi þekkist með einhverjum hætti eða séu jafnvel tengdir fjölskylduböndum. Þegar málin komi upp séu allir meðvitaðir um að það þurfi að vanda samskipti milli þessara aðila, hvort þau fari fram eða hvernig. „Yfirleitt fara samskiptin í pásu á meðan það er verið að vinna úr og styðja við bæði börnin sem eiga í hlut. Það skiptir mjög miklu máli að það barn sem brotið er á fái viðeigandi aðstoð. Það fær hana yfirleitt í gegnum Barnahús. Það skiptir mjög miklu máli að við hlúum að því barni.“ Hún segir gríðarlegan mun á því að takast á við svona mál hjá fullorðnum og hjá börnum. „Hjá fullorðnum einstaklingi er þeirra hugarheimur og umhverfi orðið stífara og fastmótaðra. Þegar við erum með krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref út í lífið sem sjálfstæðir einstaklingar höfum við mörg tækifæri til að gera mistök. Þau gera það í meiri mæli því þau vita kannski ekki hvar mörkin liggja. Það er því allt annað þegar barn brýtur á öðru barni en þegar fullorðinn einstaklingur brýtur á öðrum, sama hvort það er fullorðinn einstaklingur eða barn. Það er þroskamunur sem við getum ekki lagt að jöfnu.“ Meinarðu þá að brotaviljinn er ekki sá sami? „Oft og tíðum er hreinlega ekki brotavilji hjá þessum krökkum. Það getur alveg verið, ég ætla ekki að draga dilk af því. Við erum alveg með krakka sem vísvitandi hafa brotið á öðrum en það er minnihlutinn, algjörlega. Það sem við getum ætlað þeim að skilja og skynja sem börn er allt annað en það sem við getum ætlast til af fullorðnum.“ Anna Kristín segir aðgengi barna að skaðlegu efni á netinu hafa stóraukist síðustu ár og stafrænt ofbeldi hafa aukist samhliða. Vísir/Getty Hún segir mikilvægt að grípa börn sem brjóta á öðrum og vinna með þau. „Reynslan sýnir að það er yfirleitt nokkuð auðvelt að hjálpa þeim og það eykur líkurnar á því að það gerist ekki aftur. Þetta eru krakkar sem hafa gert eitthvað en mér finnst erfitt að kalla þau gerendur. Þeir hafa sýnt af sér óviðeigandi kynhegðun en þeir eru ekki í eðli sínu eða eru alltaf einhverjir gerendur, þó að þeir hafi gert eitthvað. Maður gerir hluti þó að maður viti að maður eigi ekki að gera. En það er ekki endilega því maður ætlar sér að meiða einhvern.“ Þurfa sérhæfðari nálgun Anna Kristín segir það augljóst að ef enginn talar við barn um hvað sé í lagi og hvað ekki sæki það upplýsingarnar eitthvað annað. Ekki sé hægt að ábyrgjast að þær upplýsingar séu góðar eða skilaboðin góð. Enn sé til dæmis of algengt að börn sem tilheyri viðkvæmum hópum fái ekki þá fræðslu sem þau þurfa, eða tíma til að melta hana. „Ég held það sé enn algengt hjá viðkvæmum hópum, hjá jaðarhópum eins og börnum með einhverfu og ADHD sem rekast illa í hefðbundnu skólaumhverfi. Þau ná ekki að tileinka sér það sem er verið að leggja inn fyrir heildina. Þau þurfa kannski sérhæfðari nálgun eða aukastuðning til að tileinka sér þetta,“ segir Anna Kristín. Hún segir þetta mögulega að breytast en hún, og aðrir sem starfi á þessu sviði, telji að kennslu í samskiptum hafi ekki verið gefinn nægilegur gaumur. Kynheilbrigði sé einn angi þess. „Fólki finnst erfitt að tala um þetta og veit ekki almennilega hvernig það á að bera sig að. En ef við gerum það ekki þá fara börnin eitthvað annað.“ Sjá einnig: Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu Hún hvetur foreldra og aðra forsjáraðila til að vera óhræddari við að taka samtalið. „Foreldrar og forsjáraðilar eru kannski orðnir mjög færir í að tala um einkastaði, líkamann og hver á sinn eigin líkama og allt það. En það er flóknara og erfiðara að tala um samskipti og hvaða breytingar eiga sér stað í líkamanum. Hvað það sé að fá standpínu, að blotna og þessir hlutir sem við verðum öll að vita, af því þetta kemur fyrir okkur öll.“ Anna Kristín segir að þegar svona mál koma upp geti þau haft víðtæk áhrif á þeirra nærumhverfi og börn í sama árgangi eða vinahóp útskúfað þeim. Það sé því mikilvægt fyrir fólk að kynna sér hvert það getur leitað ef eitthvað kemur upp. „Við höfum mörg dæmi þess þar sem börn sem hafa farið yfir mörk annarra hafa farið mjög illa út úr því. Það er sama hvað þau hafa reynt að gera. Þau eru útskúfuð.“ „Við höfum dæmi um barn sem fór yfir mörk annarra og tók mjög vel á sínum málum. Gerandinn og þolandinn í því máli unnu úr sínum atvikum í samráði við alla aðila. En það voru önnur börn, sem voru ekki inni í þessu, sem tóku völdin og fóru að viðhalda neikvæðum áhrifum. Þolandinn sjálfur var búinn að afgreiða málið og sáttur við þá vinnslu sem fór fram og þá afsökun sem þau fengu frá sínum geranda.“ Anna Kristín segir samfélagsmiðla spila stórt hlutverk þarna. „Einstaklingar hafa flutt á milli skóla eða jafnvel landshluta og þetta eltir þau samt. Það er rosalega vont. Ef við ætlum ekki að gefa fólki tækifæri á að bæta sig og taka á því sem þarf. Og halda áfram að stimpla þau út frá einhverju sem þau gerðu, þrátt fyrir breytingar, það verður mjög flókinn heimur fyrir okkur öll að vera í.“ Þú hefur trú á því að fólk geti breyst? „Ég hef bara séð það. Við erum að tala um krakka og unglinga. Erum við sama manneskjan og við vorum fjórtán ára? Gerum við, tölum við, hugsum við með sambærilegum hætti? Fæst okkar gera það. Við höfum öll tekið einhverjum breytingum og sérstaklega ef við fáum góða og skýra leiðsögn og stuðning í gegnum það.“
Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Tvítugar stelpur höfðu allar verið kyrktar í kynlífi af ókunnugum gaur Sérfræðingar í forvörnum gegn kynferðisofbeldi segja fleira þurfa að koma til en viðbragðsáætlanir þegar upp koma kynferðisbrot í framhaldsskólum. Málið sé flóknara en viðameira en það. 17. febrúar 2023 09:05 Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs vísaði í fyrra níu málum sem komu á þeirra borð til lögreglunnar. Þá tilkynntu þau 27 börn í fimmtán málum til barnaverndar. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi, segir málin sem rata á þeirra borð enn of mörg. Árlega sé til þeirra tilkynnt um allt að 100 mál, eða um tvö á viku. Málin eru ekki bundin við ákveðnar íþróttir. 20. febrúar 2025 08:24 Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þó nokkur mál er varða tálbeituhópa ungmenna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir listana sem þessir hópar hafa safnað saman af mögulegum ofbeldismönnum líka til rannsóknar. Lögregla vinni nú að því að sannreyna upplýsingarnar. Dæmi séu um að ungmenni hafi haft fjármuni af meintum níðingum en einnig komið sér í mikla hættu. 19. febrúar 2025 13:59 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Sjá meira
Tvítugar stelpur höfðu allar verið kyrktar í kynlífi af ókunnugum gaur Sérfræðingar í forvörnum gegn kynferðisofbeldi segja fleira þurfa að koma til en viðbragðsáætlanir þegar upp koma kynferðisbrot í framhaldsskólum. Málið sé flóknara en viðameira en það. 17. febrúar 2023 09:05
Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs vísaði í fyrra níu málum sem komu á þeirra borð til lögreglunnar. Þá tilkynntu þau 27 börn í fimmtán málum til barnaverndar. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi, segir málin sem rata á þeirra borð enn of mörg. Árlega sé til þeirra tilkynnt um allt að 100 mál, eða um tvö á viku. Málin eru ekki bundin við ákveðnar íþróttir. 20. febrúar 2025 08:24
Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þó nokkur mál er varða tálbeituhópa ungmenna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir listana sem þessir hópar hafa safnað saman af mögulegum ofbeldismönnum líka til rannsóknar. Lögregla vinni nú að því að sannreyna upplýsingarnar. Dæmi séu um að ungmenni hafi haft fjármuni af meintum níðingum en einnig komið sér í mikla hættu. 19. febrúar 2025 13:59
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“