Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

„Maður getur bara verið alveg eins og maður er”

Litadýrð, gleði og regnbogar eru sem fyrr einkennandi fyrir Hinsegin daga sem voru formlega settir í miðborg Reykjavíkur í dag, þrátt fyrir að engin gleðiganga verði - annað árið í röð.

Opna skimunarstöð fyrir skyndipróf á BSÍ

Skimunarstöð fyrir hraðpróf hefur verið opnuð í húsnæði BSÍ í Reykjavík en hún er sérstaklega ætluð þeim sem ætla úr landi. Um er að að ræða skyndipróf sem framkvæmd eru af einkaaðila en tekin gild á landamærum.

Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn

Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa.

Tveir litlir pönduhúnar komu í heiminn í nótt

Risapandan Huan Huan fæddi tvíbura í Beauval dýragarðinum í París laust eftir klukkan eitt í nótt. Húnarnir vógu 129 og 149 grömm og heilsast báðum vel. Móðirin tók bleiku ungana sína strax í fangið og þreif þá áður en hún leyfði starfsfólki að hlúa að þeim.

Rannsaka andlát mannsins sem lést eftir handtöku

Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á andláti karlmanns eftir handtöku í austurbæ Reykjavíkur í gær. Skýrslutökur fóru fram í dag auk þess sem læknisfræðileg rannsókn fer fram í vikunni.

Tvöfalt fleiri reyndust smitaðir í Herjólfi

Þrjátíu ferðamenn eru komnir í farsóttahús eftir að hafa greinst með kórónuveiruna um borð í Herjólfi. Hópurinn hafði áður gert tilraun til að ferðast til Vestmannaeyja en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna.

Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði

Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag.

Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna

Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður.

Hert á reglum um sóttkví

Hert verður á reglum um sóttkví sem verða þá eins og þær voru áður en bólusetningar hófust hér á landi. Ekki verður lengur tekið tillit til þess hvort útsettur einstaklingur sé bólusettur eða ekki, segir sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis.

Sjá meira