Hert á reglum um sóttkví Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. júlí 2021 12:10 Kamilla Sigríður segir fjölgun smita mikið áhyggjuefni. Hert verður á reglum um sóttkví sem verða þá eins og þær voru áður en bólusetningar hófust hér á landi. Ekki verður lengur tekið tillit til þess hvort útsettur einstaklingur sé bólusettur eða ekki, segir sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Dregið var úr skilyrðum um sóttkví í byrjun mánaðar og gert að matsatriði hverju sinni hvort bólusettur einstaklingur þurfi að fara í sóttkví eða ekki. Embætti landlæknis hyggst hins vegar uppfæra þær leiðbeiningar í dag í ljósi mikillar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. 71 greindist með kórónuveiruna í gær, þar af voru 54 utan sóttkvíar. Tveir eru á sjúkrahúsi. „Við höfum verið með þrengri skilgreiningar á því hverjir þurfa að fara í sóttkví vegna þess hversu vel bólusett við erum. En við ætlum að skoða það að fara bara aftur til fyrri viðmiða með það og taka þá ekki lengur bólusetningarnar með eins og við gerðum lengi framan af þegar bólusetningarnar byrjuðu,” segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði embættis læknis. Þannig þurfti bólusettur almenningur og ferðamenn á heimili með aðila í sóttkví ekki að vera í sóttkví. Við minniháttar útsetningu, s.s. ef samstarfsmaður er smitaður eða samferðamaður á ferðalagi, má í stað sóttkvíar beita smitgát í 14 daga. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga. „Einstaklingar sem eru í sama heimili og einhver sem er smitaður, eða kunningjar, einstaklingar sem hafa verið saman að skemmta sér eða á sömu skemmtistöðunum eða á ferðalagi erlendis í sama hópi og svo framvegis,“ segir Kamilla. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á lengd sóttkvíar sem stendur. „Við höfum í rauninni bara góða reynslu af því að nota sjö daga sýnatöku í lokin. Við höfum ekki fengið vísbendingar um að það þurfi að endurskoða en við verðum áfram með vakandi auga fyrir því hvort það fari að koma upp smit eftir að sóttkví hjá einstaklingi er lokið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Dregið var úr skilyrðum um sóttkví í byrjun mánaðar og gert að matsatriði hverju sinni hvort bólusettur einstaklingur þurfi að fara í sóttkví eða ekki. Embætti landlæknis hyggst hins vegar uppfæra þær leiðbeiningar í dag í ljósi mikillar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. 71 greindist með kórónuveiruna í gær, þar af voru 54 utan sóttkvíar. Tveir eru á sjúkrahúsi. „Við höfum verið með þrengri skilgreiningar á því hverjir þurfa að fara í sóttkví vegna þess hversu vel bólusett við erum. En við ætlum að skoða það að fara bara aftur til fyrri viðmiða með það og taka þá ekki lengur bólusetningarnar með eins og við gerðum lengi framan af þegar bólusetningarnar byrjuðu,” segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði embættis læknis. Þannig þurfti bólusettur almenningur og ferðamenn á heimili með aðila í sóttkví ekki að vera í sóttkví. Við minniháttar útsetningu, s.s. ef samstarfsmaður er smitaður eða samferðamaður á ferðalagi, má í stað sóttkvíar beita smitgát í 14 daga. Smitgát þýðir að hafa eftirlit með einkennum og ekki umgangast viðkvæma einstaklinga. „Einstaklingar sem eru í sama heimili og einhver sem er smitaður, eða kunningjar, einstaklingar sem hafa verið saman að skemmta sér eða á sömu skemmtistöðunum eða á ferðalagi erlendis í sama hópi og svo framvegis,“ segir Kamilla. Hins vegar verða ekki gerðar breytingar á lengd sóttkvíar sem stendur. „Við höfum í rauninni bara góða reynslu af því að nota sjö daga sýnatöku í lokin. Við höfum ekki fengið vísbendingar um að það þurfi að endurskoða en við verðum áfram með vakandi auga fyrir því hvort það fari að koma upp smit eftir að sóttkví hjá einstaklingi er lokið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira