varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Allar líkur á að meira verði um aftakaveður

Nauðsynlegt er að búa fólk undir breyttan heim þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Tengiliður Íslands við nefndina segir allar líkur á því að aftakaveður verði algengara hér á landi og að nauðsynlegt sé að grípa til aðlögunaraðgerða.

Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann

Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Það gæti slokknað í faraldri kórónuveirunnar á næstu tveimur vikum að sögn sóttvarnalæknis. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar.

Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum

Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast.

Öllu aflétt eftir tíu daga og jafnvel fyrr

Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að aflétta öllum sóttvarnaraðgerðum eftir tíu daga og jafnvel fyrr ef aðstæður leyfa. Einangrun verði þá einnig aflétt en ráðherra hvetur þá sem veikjast til þess að halda sig heima - líkt og í öðrum veikindum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skotvopnið sem var notað í árás í miðbæ Reykjavíkur um helgina var þrívíddarprentuð byssa. Með réttum efnum getur maður sett saman lífshættuleg vopn af þeirri gerð í ódýrum prenturum heima við. Dæmi eru um tilraunir til slíks á Íslandi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Reynt að forða algjöru hruni í grunnþjónustu

Afganistan er í heljargreipum og um helmingur barna býr við bráða vannæringu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir áherslu lagða á að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu en samtökin hafa meðal annars nýtt söfnunarfé í að greiða laun hjúkrunarfólks til þess að halda heilsugæslustöðvum gangandi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Vestfjörðum en hættustig á Patreksfirði og Ísafirði. Grípa hefur þurfti til rýmingar á nokkrum svæðum. Fjallað er um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Óttast skipsbrot rétt undan landi

Lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu sjá fram á skipsbrot rétt undan landi komi stjórnvöld ekki til móts við þau. Talskona fimm hundruð fyrirtækja samstöðuhóps furðar sig á því að styrkir vegna tekjufalls veitingastaða í samkomutakmörkunum nái ekki einnig til þeirra þar sem afbókanir hafi streymt inn.

Sjá meira