Tveir létust vegna Covid-19 um helgina Tveir létust af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina. Á fjórða tug einstaklinga liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19, en innlögnum sjúklinga með sjúkdóminn hefur farið fjölgandi síðustu vikur. 20.6.2022 12:56
Varasamt að kyssa og knúsa viðkvæma Sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum þá sem eru í áhættuhópum og segir skynsamlegt fyrir viðkvæma að taka upp grímunotkun á ný. 20.6.2022 12:20
Mælt gegn ferðum með tengivagna á Suðurlandi Veðurfræðingur mælir gegn ferðalögum með tengivagna í hvassviðrinu á Suðurlandi næsta rúma sólarhringinn þar sem gul viðvörun er í gildi. Mótstjóri TM-mótsins sem stendur yfir í Eyjum hefur litlar áhyggjur af rokinu og segir Eyjamenn hafa séð það verra. 9.6.2022 11:51
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25.5.2022 18:00
Einar boðar flokksmenn til fundar Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. 23.5.2022 12:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundarhöld og viðræður hafa staðið yfir í allan dag í Reykjavíkurborg og sveitarfélögum um allt land. Flestir halda spilunum þétt að sér. 17.5.2022 18:01
Óviðeigandi af Tyrkjum að setja ótengd mál á dagskrá Utanríkisráðherra segir óviðeigandi af Tyrkjum að setja ótengd mál á dagskrá vegna umsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún gerir ráð fyrir að málið verði leyst. 17.5.2022 11:54
Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. 16.5.2022 11:54
Sjálfstæðisflokkurinn tapar þremur fulltrúum Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýrri könnun Maskínu og fylgi Sjálfstæðisflokksins lækkar um fimm prósentustig milli mánaða. 2.5.2022 19:11
Hildur, Dagur og Dóra mætast í Pallborðinu Tæpar tvær vikur eru til kosninga og búast má við heitum umræðum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 í dag þegar oddvitar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Pírata mætast. 2.5.2022 11:45