Einstakt samband Magnúsar Hlyns og skemmtilegra frétta Einstakt samband krumma og hundar, kind sem heldur að hún sé hundur og gamalt fólk sem stendur á höndum. Fréttirnar þurfa ekki alltaf að vera stórar til þess að vera merkilegar og það veit fréttamaður okkar á Suðurlandi. 10.12.2021 07:21
Þolendur kynferðisbrota geta fylgst með stöðu rannsóknar á nýju vefsvæði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í dag vefsvæði þar sem þolendur kynferðisbrota geta nálgast upplýsingar um stöðu mála og úrræði sem standa til boða. Hátt í fjögur hundruð kynferðisbrotamál eru nú á borði lögreglu og segir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákall hafa verið um bætta þjónustu. 9.12.2021 15:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Knattspyrnusamband Íslands vissi af fjórum frásögnum um kynbundið eða kynferðislegt ofbeldi innan sambandsins, samkvæmt niðurstöðum úttektarnefndar. 7.12.2021 18:01
Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Fullbólusett íslensk kona greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði og er nú í einangrun með omíkron afbrigðið. Hún segir nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. 6.12.2021 19:03
Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 6.12.2021 12:11
Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3.12.2021 07:01
Sérstök ástæða til að fara varlega vegna omíkron Sóttvarnalæknir segir tilefni til þess að fara áfram varlega þrátt fyrir að bylgjan sé á hægri niðurleið en núgildandi takmarkanir renna út í næstu viku. Sérstök ástæða sé til þess vegna óvissu um nýja omíkron afbrigðið. Hundrað og fimmtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 30.11.2021 12:04
Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 26.11.2021 11:52
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25.11.2021 18:00
Hægt að komast í myndavél, hljóðnema og dagatal í tengslum við ferðagjöf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið YAY brutu flest mikilvægustu ákvæði persónuverndarlaga á alvarlegan hátt í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda að sögn forstjóra Persónuverndar. 25.11.2021 12:20