Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta væri einum of gott til að taka ekki þátt“

Alsatisha Sif Amon er 25 ára móðir sem hefur mikinn áhuga á tísku, söng- og leiklist. Að sögn Söshu, eins og hún er kölluð, hefur hana ætíð dreymt um að verða leikkona en sökum feimni skorti hana kjark til að taka skrefið. Sasha er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Ís­lenskar stjörnur flykkjast í sólina

Svo virðist sem Íslendingar hafi gefist upp á íslenskra sumrinu og flykkjast nú hver af öðrum út fyrir landssteinana í leit að sól og hækkandi hitastigi. Stjörnur landsins eru þar engin undantekning. Myndir af sólríkum ströndum, pálmatrjám og berum kroppum einkenna samfélagsmiðla þessa dagana. 

Pönnu­kökur með karamelliseruðum bönunum

Heilsukokkurinn og jógakennarinn Jana deildi girnilegri uppskrift að prótein pönnukökum með karamelliseruðum bönunum á Instagram-síðu sinni á dögunum. Þegar veðrið leikur okkur grátt er fátt huggulegra en að eiga notalega stund og töfra fram ljúffengar pönnukökur.

Förðunarfræðingur sem hræðist drauga

Emilíana Björk er nítján ára augnhára-förðunarfræðingur. Hún segist stefna á nám í snyrtifræði í framtíðinni og dreymir um að reka sína eigin snyrtistofu. Mamma Emilíönu er fyrirmynd hennar í lífinu en Emilíana er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Sól og sæla á Götubitahátíðinni

Mikil stemning myndaðist í Hljómskálagarðinum í Reykjavík liðna helgi þegar um 80 þúsund manns gerðu sér glaðan dag á hinni árlegu Götubitahátíð. Fastur liður hátíðarinnar er keppnin um besta Götubita Íslands. 

Datt niður stiga tvisvar sinnum sama daginn

„Ég myndi segja að sjálfstraustið hafi aukist verulega og á mjög líklega eftir að vaxa enn frekar,“ segir hin 22 ára Skagamær, Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir, um þann ávinning sem undirbúningsferlið fyrir Ungfrú Ísland hefur fært henni. Hún segir orðið fegurðarsamkeppni ekki taka utan um alla þá vinnu sem fer fram á bakvið tjöldin. 

Sjá meira