Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Lagabreyting mun auka fjárfestingu erlendra sjóða

Frumvarp til breytinga á lögum um gjaldeyrismál vegna sérstakrar bindingarskyldu Seðlabankans, sem er oft nefnd innflæðishöft, mun auka fjárfestingu erlendra sjóða hér á landi sem hefur hingað til verið óheimilt að fjárfesta í eignum sem eru ekki umbreytanlegar. Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði.

Fylgifiskar krónunnar hafa kælt áhuga erlendra banka

Oft hefur verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Þetta segir dósent í hagfræði. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka.

Leggja til miðlægan skuldagrunn og þak á fjárfestingarbankastarfsemi

Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu þar sem safnað er saman á einn stað öllum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Þá þarf að setja varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Eigendur aflandskróna fá að skipta þeim í gjaldeyri og flytja hann út

Eigendur svokallaðra aflandskróna sem hafa verið fastir inni í fjármagnshöftum munu geta losað krónueignir sínar og selt þær fyrir gjaldeyri samkvæmt nýju frumvarpi sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Krónueignir sem lagabreytingin nær til nema allt að 84 milljörðum króna.

Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina

Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum.

Sjá meira