Lagabreyting mun auka fjárfestingu erlendra sjóða Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. desember 2018 18:30 Agnar Tómas Möller framkvæmdastjóri sjóða hjá Gamma og annar stofnenda fyrirtækisins. Upphaflegt nafn fyrirtækisins, GAM Management, dregur nafn sitt af stofnendunum, Gísla Haukssyni og Agnari. Frumvarp til breytinga á lögum um gjaldeyrismál vegna sérstakrar bindingarskyldu Seðlabankans, sem er oft nefnd innflæðishöft, mun auka fjárfestingu erlendra sjóða hér á landi sem hefur hingað til verið óheimilt að fjárfesta í eignum sem eru ekki umbreytanlegar. Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði. Sérstök bindingarskylda Seðlabankans, oft nend innflæðishöft, nær til erlendra fjárfesta og er ætlað að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum sem voru mikið vandamál fyrir hrunið. Erlendir fjárfestar hafa þurft að uppfylla skylduna með því að binda 20 prósent af fjárfestingu sinni inn á bundinn reikning hjá innlendu fjármálafyritæki. Þetta hefur gert erlendum fjárfestum erfitt fyrir þar sem fjármunir eru skilyrðislaust bundnir út bindingartímann og kann slíkt að ganga gegn fjárfestingarstefnum erlendra sjóða og reglum sem þeir þurfa að fylgja. Samkvæmt nýju frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra verður mögulegt að uppfylla skylduna með svokölluðum endurhverfum viðskiptum með innistæðubréf Seðlabankans. Í þessum viðskiptum verður fjárfestir af ávöxtun á bindingartíma eins og hann hefði geymt peninga á bindingarreikningi. En hið nýja fyrirkomulag felur í sér að fjárfestir getur rofið bindinguna hvenær sem er með því að selja innistæðubréfið frá Seðlabankanum að því gefnu að hann finni kaupanda að bréfinu. Til þessa hafa margir sjóðir ekki fjárfest hér á landi þar sem þeim er óheimilt að fjárfesta í eignum sem ekki er hægt að losa strax. „Ef að rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að erlendir fjárfestar hafa nettó ekki keypt nein skuldabréf á Íslandi frá setningu innflæðishaftanna (sérstöku bindingarskyldunnar innsk.blm) árið 2016. Það liggur einnig fyrir að líklega um átta af hverjum tíu fjárfestum sem hefðu áhuga á að fjárfesta á Íslandi hafa ekki getað gert það vegna umræddra reglna og hvernig þær hafa verið útfærðar. Þannig að ég held að þetta muni hjálpa við að fá mun meira af langtímafjárfestum. Erlendum sjóðum sem eru að fjárfesta til langs tíma,“ segir Agnar Tómas Möller framkvæmdastjóri sjóða hjá Gamma. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaÞessir erlendu sjóðir munu því geta fjárfest í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja svo dæmi sé tekið. Því er um jákvætt skref að ræða fyrir þau fyrirtæki í atvinnulífinu sem hafa átt erfitt með að fjármagna sig hjá bönkunum. „Það mun auðvitað liggjast beinast við að fasteignafélögin í kauphöllinni gætu leitað að erlendri fjármögnun í gegnum þessa kanala,“ segir Agnar. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion banka tekur í sama streng. „Þetta er jákvætt skref. Ef að frumvarpið nær fram að ganga þá reikna ég með að þetta sé mjög mikilvægur áfangi og muni virka til þess að stuðla að aukinni erlendri fjárfstingu hér á landi,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira
Frumvarp til breytinga á lögum um gjaldeyrismál vegna sérstakrar bindingarskyldu Seðlabankans, sem er oft nefnd innflæðishöft, mun auka fjárfestingu erlendra sjóða hér á landi sem hefur hingað til verið óheimilt að fjárfesta í eignum sem eru ekki umbreytanlegar. Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði. Sérstök bindingarskylda Seðlabankans, oft nend innflæðishöft, nær til erlendra fjárfesta og er ætlað að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum sem voru mikið vandamál fyrir hrunið. Erlendir fjárfestar hafa þurft að uppfylla skylduna með því að binda 20 prósent af fjárfestingu sinni inn á bundinn reikning hjá innlendu fjármálafyritæki. Þetta hefur gert erlendum fjárfestum erfitt fyrir þar sem fjármunir eru skilyrðislaust bundnir út bindingartímann og kann slíkt að ganga gegn fjárfestingarstefnum erlendra sjóða og reglum sem þeir þurfa að fylgja. Samkvæmt nýju frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra verður mögulegt að uppfylla skylduna með svokölluðum endurhverfum viðskiptum með innistæðubréf Seðlabankans. Í þessum viðskiptum verður fjárfestir af ávöxtun á bindingartíma eins og hann hefði geymt peninga á bindingarreikningi. En hið nýja fyrirkomulag felur í sér að fjárfestir getur rofið bindinguna hvenær sem er með því að selja innistæðubréfið frá Seðlabankanum að því gefnu að hann finni kaupanda að bréfinu. Til þessa hafa margir sjóðir ekki fjárfest hér á landi þar sem þeim er óheimilt að fjárfesta í eignum sem ekki er hægt að losa strax. „Ef að rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að erlendir fjárfestar hafa nettó ekki keypt nein skuldabréf á Íslandi frá setningu innflæðishaftanna (sérstöku bindingarskyldunnar innsk.blm) árið 2016. Það liggur einnig fyrir að líklega um átta af hverjum tíu fjárfestum sem hefðu áhuga á að fjárfesta á Íslandi hafa ekki getað gert það vegna umræddra reglna og hvernig þær hafa verið útfærðar. Þannig að ég held að þetta muni hjálpa við að fá mun meira af langtímafjárfestum. Erlendum sjóðum sem eru að fjárfesta til langs tíma,“ segir Agnar Tómas Möller framkvæmdastjóri sjóða hjá Gamma. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaÞessir erlendu sjóðir munu því geta fjárfest í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja svo dæmi sé tekið. Því er um jákvætt skref að ræða fyrir þau fyrirtæki í atvinnulífinu sem hafa átt erfitt með að fjármagna sig hjá bönkunum. „Það mun auðvitað liggjast beinast við að fasteignafélögin í kauphöllinni gætu leitað að erlendri fjármögnun í gegnum þessa kanala,“ segir Agnar. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion banka tekur í sama streng. „Þetta er jákvætt skref. Ef að frumvarpið nær fram að ganga þá reikna ég með að þetta sé mjög mikilvægur áfangi og muni virka til þess að stuðla að aukinni erlendri fjárfstingu hér á landi,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira