Lagabreyting mun auka fjárfestingu erlendra sjóða Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. desember 2018 18:30 Agnar Tómas Möller framkvæmdastjóri sjóða hjá Gamma og annar stofnenda fyrirtækisins. Upphaflegt nafn fyrirtækisins, GAM Management, dregur nafn sitt af stofnendunum, Gísla Haukssyni og Agnari. Frumvarp til breytinga á lögum um gjaldeyrismál vegna sérstakrar bindingarskyldu Seðlabankans, sem er oft nefnd innflæðishöft, mun auka fjárfestingu erlendra sjóða hér á landi sem hefur hingað til verið óheimilt að fjárfesta í eignum sem eru ekki umbreytanlegar. Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði. Sérstök bindingarskylda Seðlabankans, oft nend innflæðishöft, nær til erlendra fjárfesta og er ætlað að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum sem voru mikið vandamál fyrir hrunið. Erlendir fjárfestar hafa þurft að uppfylla skylduna með því að binda 20 prósent af fjárfestingu sinni inn á bundinn reikning hjá innlendu fjármálafyritæki. Þetta hefur gert erlendum fjárfestum erfitt fyrir þar sem fjármunir eru skilyrðislaust bundnir út bindingartímann og kann slíkt að ganga gegn fjárfestingarstefnum erlendra sjóða og reglum sem þeir þurfa að fylgja. Samkvæmt nýju frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra verður mögulegt að uppfylla skylduna með svokölluðum endurhverfum viðskiptum með innistæðubréf Seðlabankans. Í þessum viðskiptum verður fjárfestir af ávöxtun á bindingartíma eins og hann hefði geymt peninga á bindingarreikningi. En hið nýja fyrirkomulag felur í sér að fjárfestir getur rofið bindinguna hvenær sem er með því að selja innistæðubréfið frá Seðlabankanum að því gefnu að hann finni kaupanda að bréfinu. Til þessa hafa margir sjóðir ekki fjárfest hér á landi þar sem þeim er óheimilt að fjárfesta í eignum sem ekki er hægt að losa strax. „Ef að rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að erlendir fjárfestar hafa nettó ekki keypt nein skuldabréf á Íslandi frá setningu innflæðishaftanna (sérstöku bindingarskyldunnar innsk.blm) árið 2016. Það liggur einnig fyrir að líklega um átta af hverjum tíu fjárfestum sem hefðu áhuga á að fjárfesta á Íslandi hafa ekki getað gert það vegna umræddra reglna og hvernig þær hafa verið útfærðar. Þannig að ég held að þetta muni hjálpa við að fá mun meira af langtímafjárfestum. Erlendum sjóðum sem eru að fjárfesta til langs tíma,“ segir Agnar Tómas Möller framkvæmdastjóri sjóða hjá Gamma. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaÞessir erlendu sjóðir munu því geta fjárfest í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja svo dæmi sé tekið. Því er um jákvætt skref að ræða fyrir þau fyrirtæki í atvinnulífinu sem hafa átt erfitt með að fjármagna sig hjá bönkunum. „Það mun auðvitað liggjast beinast við að fasteignafélögin í kauphöllinni gætu leitað að erlendri fjármögnun í gegnum þessa kanala,“ segir Agnar. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion banka tekur í sama streng. „Þetta er jákvætt skref. Ef að frumvarpið nær fram að ganga þá reikna ég með að þetta sé mjög mikilvægur áfangi og muni virka til þess að stuðla að aukinni erlendri fjárfstingu hér á landi,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Frumvarp til breytinga á lögum um gjaldeyrismál vegna sérstakrar bindingarskyldu Seðlabankans, sem er oft nefnd innflæðishöft, mun auka fjárfestingu erlendra sjóða hér á landi sem hefur hingað til verið óheimilt að fjárfesta í eignum sem eru ekki umbreytanlegar. Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði. Sérstök bindingarskylda Seðlabankans, oft nend innflæðishöft, nær til erlendra fjárfesta og er ætlað að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum sem voru mikið vandamál fyrir hrunið. Erlendir fjárfestar hafa þurft að uppfylla skylduna með því að binda 20 prósent af fjárfestingu sinni inn á bundinn reikning hjá innlendu fjármálafyritæki. Þetta hefur gert erlendum fjárfestum erfitt fyrir þar sem fjármunir eru skilyrðislaust bundnir út bindingartímann og kann slíkt að ganga gegn fjárfestingarstefnum erlendra sjóða og reglum sem þeir þurfa að fylgja. Samkvæmt nýju frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra verður mögulegt að uppfylla skylduna með svokölluðum endurhverfum viðskiptum með innistæðubréf Seðlabankans. Í þessum viðskiptum verður fjárfestir af ávöxtun á bindingartíma eins og hann hefði geymt peninga á bindingarreikningi. En hið nýja fyrirkomulag felur í sér að fjárfestir getur rofið bindinguna hvenær sem er með því að selja innistæðubréfið frá Seðlabankanum að því gefnu að hann finni kaupanda að bréfinu. Til þessa hafa margir sjóðir ekki fjárfest hér á landi þar sem þeim er óheimilt að fjárfesta í eignum sem ekki er hægt að losa strax. „Ef að rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að erlendir fjárfestar hafa nettó ekki keypt nein skuldabréf á Íslandi frá setningu innflæðishaftanna (sérstöku bindingarskyldunnar innsk.blm) árið 2016. Það liggur einnig fyrir að líklega um átta af hverjum tíu fjárfestum sem hefðu áhuga á að fjárfesta á Íslandi hafa ekki getað gert það vegna umræddra reglna og hvernig þær hafa verið útfærðar. Þannig að ég held að þetta muni hjálpa við að fá mun meira af langtímafjárfestum. Erlendum sjóðum sem eru að fjárfesta til langs tíma,“ segir Agnar Tómas Möller framkvæmdastjóri sjóða hjá Gamma. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaÞessir erlendu sjóðir munu því geta fjárfest í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja svo dæmi sé tekið. Því er um jákvætt skref að ræða fyrir þau fyrirtæki í atvinnulífinu sem hafa átt erfitt með að fjármagna sig hjá bönkunum. „Það mun auðvitað liggjast beinast við að fasteignafélögin í kauphöllinni gætu leitað að erlendri fjármögnun í gegnum þessa kanala,“ segir Agnar. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion banka tekur í sama streng. „Þetta er jákvætt skref. Ef að frumvarpið nær fram að ganga þá reikna ég með að þetta sé mjög mikilvægur áfangi og muni virka til þess að stuðla að aukinni erlendri fjárfstingu hér á landi,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira