Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir að höfuðtilgangur Ratcliffe sé verndun villta laxastofnsins

Framkvæmdastjóri veiðiklúbbsins Strengs í Vopnafirði segir að höfuðtilgangur Jim Ratcliffe, með kaupum á jörðum og veiðiréttindum í Vopnafirði, sé verndun villta laxastofnsins. Með kaupum á Streng nær Ratcliffe yfirráðum yfir tveimur eftirsóttustu laxveiðiám landsins, Selá og Hofsá, í Vopnafirði.

Áætla má að skertur svefn kosti íslenskt samfélag 55 milljarða á ári

Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um fimmtíu og fimm milljarðar króna árlega. Þetta segir forstjóri svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical sem í dag var valið framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun af Creditinfo.

Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki

Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.

Raunvextir enn lágir á Íslandi í sögulegu samhengi

Seðlabankastjóri segir raunvexti enn lága á Íslandi í sögulegu samhengi þrátt fyrir vaxtahækkunina í gær en þeir eru núna rúmlega eitt prósent miðað við forsendur sem Seðlabankinn styðst við. Könnun Seðlabankans meðal starfsmanna á fjármálamarkaði leiddi í ljós flestir þeirra bjuggust við vaxtahækkun.

Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air

Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn.

Nýr gjaldmiðill ekki á dagskrá verkalýðshreyfingarinnar

Varaformaður Viðreisnar segir það furðu sæta hvað verkalýðshreyfingin tali lítið um kostnaðinn sem fylgi krónunni. Forseti ASÍ segir að umboð sitt sé afmarkað af ályktunum landsþings ASÍ en þar er ekki minnst einu orði á evru eða stöðugan gjaldmiðil.

Sjá meira