Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. nóvember 2018 18:30 Wow Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í Wow Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. Kaupin áttu sér skamman aðdraganda. Viðræður hófust á laugardag og var tilkynnt um undirritun kaupsamnings í dag. Icelandair Group eignast allt hlutafé í WOW Air og er kaupverðið greitt með hlutabréfum sem samsvara 5,4 prósenta hlut í Icelandair Group. Verðmæti hlutabréfanna er 2,1 milljarður króna sé miðað við markaðsverðmæti Icelandair í byrjun dags en hlutabréf í félaginu hækkuðu um 39 prósent í viðskiptum dagsins eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air. Gengi bréfanna var 8 við opnun markaða í morgun en stóð í 11 við lokun. Kröfuhafar WOW Air sem breyttu víkjandi láni í hlutafé eignast 1,8 prósent í Icelandair. Skúli Mogensen fær 3,5 prósenta hlut í Icelandair en hlutur Skúla gæti hækkað í 4,8 prósent eða lækkað niður í ekki neitt eftir því hvað kemur út úr áreiðanleikakönnun. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. Þetta kemur fram í bréfi sem Skúli Mogensen sendi starfsfólki WOW Air í dag. Hátt olíuverð og mikil verðsamkeppni í flugi yfir Atlantshafið hefur skapað vandamál í rekstri flugfélaga. Ljóst var að WOW Air gat ekki tekið á sig högg vegna hækkandi olíuverðs út í hið óendanlega en félagið er ekki varið fyrir hækkunum á olíuverði. Tunnan af Brent-hráolíu kostaði 30 dollara í ársbyrjun 2016 en hefur hækkað síðan og stendur nú í 74 dollurum. Verðið hefur því rúmlega tvöfaldast á tveimur og hálfu ári.Elvar Ingi Möller sérfræðingur í greiningardeild Arion banka.„Ytri aðstæður hafa þróast til verri vegar og hafa haldið áfram að versna frá því að WOW Air lauk skuldabréfaútboðinu fyrir tveimur mánuðum. Á sama tíma hafa meðalfargjöld haldið áfram að lækka eða í besta falli staðið í stað,“ segir Elvar Ingi Möller sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Kaup Icelandair á WOW Air eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafa Icelandair. Gangi kaupin eftir munu þau eyða óvissu í íslenskri ferðaþjónustu. „Þessi niðurstaða gæti verið farsælasta niðurstaðan fyrir íslenskt efnahagslíf og þá sérstaklega fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Við erum mögulega að komast fyrir vind en hefðum annars getað séð einhvers konar framboðsskell eða samdrátt í flugframboði til og frá landinu ef rekstrarvandi annars eða beggja flugfélaganna hefði eitthvað ílengst,“ segir Elvar Ingi. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Vinnur hjá WOW Air og með einn sjötugan í nýju myndbandi Áttunnar Samfélagsmiðlahópurinn Áttan gaf í gær út nýtt myndband við lagið L8 þar sem þau Sólborg Guðbrandsdóttir, Hildur Sif Guðmundsdóttir og Þórir Geir Guðmundsson fara mikinn. 5. nóvember 2018 15:30 Viðskipti með bréf Icelandair stöðvuð tímabundið Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í Kauphöllinni, skömmu áður en kaup félagsins á Wow Air voru gerð opinber. 5. nóvember 2018 12:45 Samrunatilkynning ekki borist Samkeppniseftirlitinu Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð út um um hve langan tíma mun taka að komast að niðurstöðu varðandi kaup Icelandair Group á WOW air. 5. nóvember 2018 15:57 Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í Wow Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. Kaupin áttu sér skamman aðdraganda. Viðræður hófust á laugardag og var tilkynnt um undirritun kaupsamnings í dag. Icelandair Group eignast allt hlutafé í WOW Air og er kaupverðið greitt með hlutabréfum sem samsvara 5,4 prósenta hlut í Icelandair Group. Verðmæti hlutabréfanna er 2,1 milljarður króna sé miðað við markaðsverðmæti Icelandair í byrjun dags en hlutabréf í félaginu hækkuðu um 39 prósent í viðskiptum dagsins eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air. Gengi bréfanna var 8 við opnun markaða í morgun en stóð í 11 við lokun. Kröfuhafar WOW Air sem breyttu víkjandi láni í hlutafé eignast 1,8 prósent í Icelandair. Skúli Mogensen fær 3,5 prósenta hlut í Icelandair en hlutur Skúla gæti hækkað í 4,8 prósent eða lækkað niður í ekki neitt eftir því hvað kemur út úr áreiðanleikakönnun. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. Þetta kemur fram í bréfi sem Skúli Mogensen sendi starfsfólki WOW Air í dag. Hátt olíuverð og mikil verðsamkeppni í flugi yfir Atlantshafið hefur skapað vandamál í rekstri flugfélaga. Ljóst var að WOW Air gat ekki tekið á sig högg vegna hækkandi olíuverðs út í hið óendanlega en félagið er ekki varið fyrir hækkunum á olíuverði. Tunnan af Brent-hráolíu kostaði 30 dollara í ársbyrjun 2016 en hefur hækkað síðan og stendur nú í 74 dollurum. Verðið hefur því rúmlega tvöfaldast á tveimur og hálfu ári.Elvar Ingi Möller sérfræðingur í greiningardeild Arion banka.„Ytri aðstæður hafa þróast til verri vegar og hafa haldið áfram að versna frá því að WOW Air lauk skuldabréfaútboðinu fyrir tveimur mánuðum. Á sama tíma hafa meðalfargjöld haldið áfram að lækka eða í besta falli staðið í stað,“ segir Elvar Ingi Möller sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Kaup Icelandair á WOW Air eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafa Icelandair. Gangi kaupin eftir munu þau eyða óvissu í íslenskri ferðaþjónustu. „Þessi niðurstaða gæti verið farsælasta niðurstaðan fyrir íslenskt efnahagslíf og þá sérstaklega fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Við erum mögulega að komast fyrir vind en hefðum annars getað séð einhvers konar framboðsskell eða samdrátt í flugframboði til og frá landinu ef rekstrarvandi annars eða beggja flugfélaganna hefði eitthvað ílengst,“ segir Elvar Ingi.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Vinnur hjá WOW Air og með einn sjötugan í nýju myndbandi Áttunnar Samfélagsmiðlahópurinn Áttan gaf í gær út nýtt myndband við lagið L8 þar sem þau Sólborg Guðbrandsdóttir, Hildur Sif Guðmundsdóttir og Þórir Geir Guðmundsson fara mikinn. 5. nóvember 2018 15:30 Viðskipti með bréf Icelandair stöðvuð tímabundið Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í Kauphöllinni, skömmu áður en kaup félagsins á Wow Air voru gerð opinber. 5. nóvember 2018 12:45 Samrunatilkynning ekki borist Samkeppniseftirlitinu Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð út um um hve langan tíma mun taka að komast að niðurstöðu varðandi kaup Icelandair Group á WOW air. 5. nóvember 2018 15:57 Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Vinnur hjá WOW Air og með einn sjötugan í nýju myndbandi Áttunnar Samfélagsmiðlahópurinn Áttan gaf í gær út nýtt myndband við lagið L8 þar sem þau Sólborg Guðbrandsdóttir, Hildur Sif Guðmundsdóttir og Þórir Geir Guðmundsson fara mikinn. 5. nóvember 2018 15:30
Viðskipti með bréf Icelandair stöðvuð tímabundið Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í Kauphöllinni, skömmu áður en kaup félagsins á Wow Air voru gerð opinber. 5. nóvember 2018 12:45
Samrunatilkynning ekki borist Samkeppniseftirlitinu Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð út um um hve langan tíma mun taka að komast að niðurstöðu varðandi kaup Icelandair Group á WOW air. 5. nóvember 2018 15:57
Þetta hefur þjóðin að segja um yfirtöku Icelandair á WOW Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. 5. nóvember 2018 13:30