Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Gegn nefndinni

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra ákvað að leggja sjálfstætt mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt og fara ekki alfarið eftir tillögum nefndar sem mat hæfni umsækjenda.

Svikalogn

Það er eitt af fjórum yfirlýstum hagstjórnarmarkmiðum ríkisstjórnarinnar að sporna gegn frekari styrkingu krónunnar.

Samanburður er þjáning

Búddisminn boðar að uppruna þjáningar mannsins sé að finna í löngun í eitthvað sem maðurinn hefur ekki. Rót óþæginda sé þráin eftir einhverju. Maðurinn þjáist ekki ef hann hefur ekki óskir, langanir eða þrár.

Munu mæta tilraunum til einkavæðingar Keflavíkurflugvallar af fullum þunga

Bæði samgönguráðherra og ráðherra ferðamála, nýsköpunar- og iðnaðar hafa lýst áhuga á einkavæðingu Keflavíkurflugvallar eða að stækkun flugvallarins verði sett í einkaframkvæmd. Formaður Framsóknarflokksins segir að öllum tilraunum til einkavæðingar flugvallarins verði mætt af miklum þunga á Alþingi.

Þorsteinn vill afnema aldurshámark í starfsmannalögum

Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að segja ríkisstarfsmönnum upp frá og með næstu mánaðarmótum eftir að þeir ná 70 ára aldri. Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, vill breyta þessum ákvæðum í starfsmannalögum.

Lilja orðuð við formannsframboð

Flokksþingi Framsóknarflokksins verður flýtt og mun það í síðasta lagi fara fram í janúar á næsta ári. Þetta var niðurstaða vorfundar miðstjórnar flokksins sem fram fór í dag í skugga átaka í Framsóknarflokknum. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður flokksins er orðuð við formannsframboð.

Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu til að mæta grunnþörf

Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu fram til 2022 til viðbótar við þau sem þegar er áætlað að byggja. Engar áætlanir hafa verið gerðar um þessi rými en byggingarkostnaður er um níu milljarðar króna. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verði þörfinni ekki mætt muni það auka enn frekar á útskriftarvanda spítalans.

Neitar að segja upp þegar hann verður sjötugur

Sextíu og átta ára gamall kennari við MH hefur tilkynnt rektor skólans að hann þurfi að reka hann því hann vilji ekki láta af störfum fyrir aldurs sakir þegar hann verður sjötugur. Hann segir einkennilegt að fólk með þrótt og kraft sé skikkað á eftirlaun gegn vilja sínum.

Trump sakaður um að hindra framgang réttvísinnar

Skömmu áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak James Comey sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar fór hann þess á leit við Comey að alríkislögreglan léti af rannsókn á tengslum þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn við Rússland. Trump er sakaður um að hindra framgang réttvísinnar.

Bláa pillan

Okkur er talin trú um að stjórnvöld vilji standa vörð um hið ríkisrekna kerfi og það standi ekki til að byggja upp einkarekið kerfi á kostnað þess.

Sjá meira