Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir.

Leggja til aukið frelsi við ráðstöfun séreignarsparnaðar

Höfundar hvítbókar ríkisstjórnarinnar leggja til að frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar verði aukið og öðrum en lífeyrissjóðum falin ávöxtun fjárins, til dæmis fjárfestingarsjóðum. Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins segir tillöguna góða en að misskilnings virðist gæta hjá höfundum hvítbókarinnar um takmarkanir á ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar.

Hafa engar áhyggjur af framtíð Apple og telja félagið undirverðlagt

Þrátt fyrir að Apple hafi selt færri iPhone á síðasta ári en spár gerðu ráð fyrir, einkum vegna minni sölu í Kína, þá jókst sala á öllu öðru eins og fartölvum, spjaldtölvum, heyrnartólum og þjónustu um nítján prósent. Þá jukust þjónustutekjur vegna iCloud um 28 prósent og námu rúmlega 10 milljörðum dollara bara á síðasta fjórðungi ársins 2018.

Ólafur Jóhann reiknar ekki með fleiri stórum fjölmiðlasamrunum

Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner segist ekki reikna með frekari samrunum á milli stórra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á næstunni eftir stórar sameiningar sem hafa gengið í gegn á síðustu mánuðum. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner fyrr á þessu ári en er enn búsettur vestanhafs.

Uppsagnir og sala á rútum hjá Gray Line vegna samdráttar í ferðaþjónustu

Gray Line, eitt stærsta rútufyrirtæki landsins, hefur ráðist í endurskipulagningu á rekstri á síðustu mánuðum með því að fækka starfsmönnum um þrjátíu og tvo og selja átta rútur. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að það sé klárlega samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu því kaupmáttur erlendra ferðamanna á Íslandi hafi minnkað vegna styrkingar íslensku krónunnar.

Verðhrun á olíu lengi að skila sér til neytenda

Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum.

Þingmenn vestanhafs vilja koma böndum á Facebook

Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis.

Lyfjaframleiðsla Coripharma í Hafnarfirði hófst í dag

Lyfjastofnun staðfesti í gær framleiðsluleyfi fyrir lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði og hófst lyfjaframleiðsla í verksmiðjunni í dag. Verksmiðjan er í sama húsnæði og Actavis var í áður. Starfsmenn eru 37 en langflestir þeirra eru fyrrverandi starfsmenn Actavis.

Sjá meira