Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent. 9.2.2022 08:31
Mismunandi formennska búi til flækjustig innan Seðlabankans Óhætt sé að fullyrða að vel hafi tekist til við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins en ljóst er að gera þarf breytingar á fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, ýmist skerpa á verksviði nefndarinnar eða skipa seðlabankastjóra sem formann nefndarinnar. Þetta kom fram í máli Óla Björns Kárasonar þingmanns í umræðu á Alþingi um starf Seðlabanka Íslands eftir að hann var sameinaður Fjármálaeftirlitinu. 8.2.2022 18:00
Síminn furðar sig á tilhæfulausri pillu frá ráðherra Orri Hauksson, forstjóri Símans, vísar ummælum Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, á bug en ráðherra beindi því til Símans að skila fjölmiðlastyrkjum í ríkissjóð ef fyrirtækið teldi sig „of fínt“ fyrir styrkina. Síminn hefur ekki fengið neina styrki af þessu tagi. Hann fagnar þó breyttum áherslum ráðherra sem hyggst taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 8.2.2022 15:00
Kippur í útflutningi skilar hagstæðum vöruskiptum í fyrsta sinn í sjö ár Verðmæti vöruútflutnings í janúar voru rúmum milljarði meiri en verðmæti vöruinnflutnings samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, bendir á að þetta sé í fyrsta sinn frá því í mars 2015, ef litið er fram hjá flugvélasölu WOW air í byrjun árs 2019, sem vöruskipti við útlönd eru hagstæð. 8.2.2022 11:45
Samkaup vara birgja við því að stökkva á vagn verðhækkana Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir að matvörukeðjur fyrirtækisins hafi á síðustu vikum fengið vel á annað hundrað boð um verðhækkanir sem nema að jafnaði um fimm prósentum. Þessar hækkanir eru ekki enn komnar fram í smásöluverði og fyrirtækið hefur hvatt birgja til að stökkva ekki á „verðhækkanavagninn“ nema af góðri ástæðu. 8.2.2022 07:01
Markaðurinn býr sig undir 75 punkta vaxtahækkun Afgerandi meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Verðbólgan er komin vel yfir spár, langt er í næstu ákvörðun og trúverðugleiki Seðlabankans er sagður í húfi. 7.2.2022 07:01
Forstjóri Marel: Við fórum viljandi af stað á undan vextinum Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, boðar stórar yfirtökur í því skyni að ná metnaðarfullum markmiðum um tekjuvöxt sem þarf að vera töluvert meiri á næstu fimm árum en hann hefur að meðaltali verið á síðustu fimm. Hann segir að fjárfesting í sölu- og þjónustuneti í miðjum heimsfaraldri hafi skilað sér í því að tæknifyrirtækið sé í góðri stöðu miðað við keppinauta og býst við að „dulinn kostnaður“ vegna tafa og verðhækkana í aðfangakeðju, sem nemur um tveimur prósentum af tekjum Marel, muni ganga til baka á seinni hluta ársins. 4.2.2022 08:20
Stefnir í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á launagjöld Það gæti stefnt í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á hækkun launagjalda og fjölgun stöðugilda. Einnig þarf að huga betur að samsetningu starfsfólks sem sinnir grunnþjónustu svo að þjónustustig sé í samræmi við fjölda starfsmanna og þjónustuþörf. Þetta segir Haraldur L. Haraldsson, hjá HLH Ráðgjöf, sem hefur áratuga reynslu af ráðgjöf á stjórnskipulagi, fjármálum og rekstri sveitarfélaga. 3.2.2022 08:54
Eigandi Nespresso á Íslandi keypti vænan hlut í Controlant Fjárfestingafélagið Adira ehf, sem er aðaleigandi Nespresso á Íslandi og stærsti hluthafi hugbúnaðarfyrirtækisins Wise, er einn af 60 nýjum hluthöfum tæknifyrirtækisins Controlant. Þetta kemur fram á hluthafalista Controlant sem Innherji hefur undir höndum. 2.2.2022 17:12
Tugir með meira en 500 milljónir undir í Controlant Vísissjóðurinn Frumtak 2, stærsti hluthafi Controlant, seldi fjórðung af eignarhlut sínum í íslenska tæknifyrirtækinu í fyrra. Hluthöfum fjölgaði töluvert á árinu 2021 og nú eiga fleiri en 90 hluthafar eignarhlut sem er metinn á meira en 100 milljónir króna. Þetta má lesa úr hluthafalista Controlant við árslok 2021 sem Innherji hefur undir höndum. 2.2.2022 07:52