PLAY boðar lægsta verðið til New York, spara milljónir dala á lítt þekktum velli Flugfélagið PLAY getur boðið lægstu fargjöldin á flugi frá New York til Evrópu eftir að hafa náð hagstæðum samningum við lítinn flugvöll í nágrenni borgarinnar. Flugfélagið tryggði sér þannig mun betri kjör en keppinautar þess fá á stærri og þekktari flugvöllum í New York. 1.2.2022 08:00
Daði kveður Fossa til að stýra nýjum sjóði sem fjárfestir í rafmyntum Daði Kristjánsson hefur látið af störfum hjá Fossum mörkuðum. Hann tekur við sem framkvæmdastjóri hjá nýstofnuðu félagi, Viska Digital Assets ehf., sem vinnur að því að koma á fót sérhæfðum fagfjárfestasjóði með áherslu á rafmyntir og bálkakeðjutækni. 31.1.2022 11:34
Uppstokkun á næsta aðalfundi Eikar Fyrirséð er að stjórn Eikar fasteignafélags taki breytingum á næsta aðalfundi sem verður haldinn í lok mars en tveir stjórnarmenn félagsins hyggjast ekki sækjast eftir endurkjöri. 31.1.2022 10:25
Nefco eignast hlut í banka Margeirs í Úkraínu Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (Nefco) hefur eignast tæplega 14 prósenta hlut í úkraínska bankanum Bank Lviv, sem er að stórum hluta í eigu Margeirs Péturssonar, stórmeistara í skák og stofnanda MP banka. 28.1.2022 16:50
Ekki útilokað að Seðlabankinn hækki vexti um 1 prósentu í einu vetfangi Ekki er útilokað að Seðlabanki Íslands ákveði að hækka stýrivexti um 1 prósentu á næsta vaxtaákvörðunarfundi í febrúar. Verðbólgumælingin fyrir janúar var mikið frávik í sögulegu samhengi og undirliggjandi verðbólguþrýstingur er umtalsverður. Þetta segir Birgir Haraldsson, sjóðstjóri hjá Akta. 28.1.2022 12:53
Ríkissjóður nálægt því að taka yfir megnið af Vaðlaheiðargöngum Fjárhagsleg endurskipulagning Vaðlaheiðarganga er langt á veg komin samkvæmt heimildum Innherja en með því að skuldbreyta lánum sem hafa sligað rekstur ganganna frá því að opnað var fyrir umferð eignast ríkissjóður yfirgnæfandi eignarhlut. 27.1.2022 08:03
Fjármálaráðherra hefur tilmæli Samkeppniseftirlitsins til skoðunar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ráðuneytið muni, eftir því sem tilefni er til, bregðast við þeim alvarlegu athugasemdum sem Samkeppniseftirlitið hefur gert við starfsemi Isavia. Hann tekur þó fram að það sé ekki hlutverk ráðuneytisins að hlutast til um einstaka rekstrarákvarðanir. Þetta segir ráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Innherja. 26.1.2022 12:01
Væntingar um bankasölu magna upp sveiflur í Kauphöllinni Fjárfestar halda að sér höndum vegna væntinga um sölu ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka en lítil velta í Kauphöllinni hefur þannig magnað upp sveiflur sem rekja má til verðlækkana á erlendum hlutabréfamörkuðum. Viðmælendur Innherja á fjármálamarkaði benda þó á að skráðu íslensku félögin standi á styrkum fótum og samsetning Kauphallarfélaga sé hagfelld í þessum aðstæðum. 25.1.2022 19:53
Krafa ríkisbréfa hefur ekki verið hærri síðan vorið 2019 Ávöxtunarkrafa tíu ára ríkisskuldabréfa hefur hækkað töluvert á síðustu mánuðum í takt við þróun á erlendum skuldabréfamörkuðum og versnandi verðbólguhorfur um allan heim. 25.1.2022 08:30
Mikilvægt að tryggja eðlilega samkeppni á flugvellinum, segir innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, fagnar áliti Samkeppniseftirlitsins um Isavia og mun taka tilmæli eftirlitsstofnunarinnar, sem miða að því að hafa hemil á háttsemi ríkisfyrirtækisins, til ítarlegrar skoðunar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigurðs Inga við fyrirspurn Innherja. 24.1.2022 16:30