Blaðamaður

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rapyd tvöfaldaði hlutdeildina á tæpum tveimur árum

Færsluhirðirinn Rapyd hefur tvöfaldað markaðshlutdeild sína hér landi frá því að fyrirtækið kom inn á markaðinn með kaupum á KORTA fyrir tæpum tveimur árum síðan. Á sama tíma hefur markaðshlutdeild Saltpay, sem áður hét Borgun, dregist verulega saman.

Sýn býst við minnst 80 prósenta hagnaði af frekari sölu innviða

Sýn stefnir að því að selja innviði fyrir 6 milljarða króna til viðbótar við innviðasöluna sem hefur nú þegar gengið í gegn og býst við að söluhagnaðurinn verði um eða yfir 80 prósent. Þetta var á meðal þess sem kom fram á fjárfestadegi Sýnar í gær.

Útboð hins opinbera dragast saman um 15 milljarða króna milli ára

Áætluð heildarupphæð í útboðum þeirra opinberu aðila sem fram komu á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins 2022 nemur á þessu ári samtals 109 milljörðum króna. Það er um 15 milljörðum minna en sömu aðilar áætluðu að yrði boðið út árið 2021. Þetta kemur fram í greiningu samtakanna.

Bankasýslan óskar eftir heimild til að selja restina af Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins lagði í gær fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að stofnunin fái heimild til ársloka 2023 til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti

Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum.

Fjarskiptafrumvarp gæti fælt erlenda fjárfesta

Frumvarp sem veitir ráðherra heimild til að binda erlenda fjárfestingu skilyrðum með vísan til þjóðaröryggis gæti fælt fjárfestingu frá landinu. Þetta er mat Samtaka iðnaðarins, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands en auk þess telja fjarskiptafyrirtækin að ákvæði laganna kunni að brjóta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar.

Sjá meira