Eftirlitsstjórar segja evrópska reglufarganið byrgja þeim sýn á áhættu í bankakerfinu Evrópska fjármálaregluverkið er orðið svo flókið og þungt í framfylgd að það getur hamlað eftirlitsstofnunum frá því að sjá raunverulega áhættu byggjast upp í bankakerfinu. Þetta segja forstjórar fjármálaeftirlitsstofnana Noregs og Danmerkur í samtali við Financial Times. 23.12.2021 16:21
Sóttvarnir sem drepa niður samfélag Þegar árið 2021 rennur sitt skeið á enda verða liðin næstum því tvö ár frá því að fyrsta kóvid-smitið greindist á Íslandi. Á þessum tíma hefur samfélagið fært ómældar fórnir, bæði efnislegar og óefnislegar, í þágu sóttvarna. Hversu mikið hefur áunnist? 22.12.2021 13:08
TM seldi tvö þúsund tryggingar í vefsölu á Stafrænum mánudegi Tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku, seldi tvö þúsund tryggingar og aflaði 600 nýrra viðskiptavina á útsöludeginum Stafrænn mánudagur í lok nóvember. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að stafrænar lausnir séu snar þáttur í metnaðarfullum áformum um að stórauka hlutdeild félagsins á einstaklingsmarkaði. 22.12.2021 07:00
Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21.12.2021 09:51
Skiptasamningar gefa sjóðunum svigrúm á meðan þakið á erlendar eignir stendur óhaggað Gjaldeyrisskiptasamningar mynda svigrúm fyrir lífeyrissjóði, einkum þá sem eru komnir nálægt hámarkinu á hlutfalli erlendra eigna, til að halda áfram að fjárfesta utan landsteina á meðan þeir bíða eftir að lögum um erlendar fjárfestingar verði breytt. 20.12.2021 07:00
Eik fær ekki að áfrýja dómi Landsréttar í málinu gegn Andra Má Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Eikar fasteignafélags um að fá leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli félagsins gegn Andra Má Ingólfsson, fjárfesti og fyrrverandi aðaleiganda Primera Air. Málið varðaði kaup félagsins á Hótel 1919 af fjárfestinum árið 2016. 17.12.2021 15:51
Arion er hástökkvari ársins eftir hartnær tvöföldun á genginu Arion banki og Eimskip eru kauphallarfélögin sem hafa á þessu ári hækkað langsamlega mest í verði en frá byrjun árs hafa hlutabréfaverð beggja félaga hækkað um meira en 90 prósent. 17.12.2021 10:15
Fortuna Invest vikunnar: Hlaðvörpin sem veita innblástur og dýpka skilning á viðskiptalífinu Hlaðvörp eru sniðug og auðveld leið til að afla sér nýrrar þekkingar, fá innblástur, nýjar hugmyndir eða aukið skemmtanagildi. 16.12.2021 18:01
Arion banki hækkar arðsemismarkmið sitt upp í 13 prósent Arion banki hefur hækkað arðsemismarkmið sitt úr 10 prósentum upp í 13 prósent en bankinn greindi frá uppfærðum fjárhagslegum markmiðum í tilkynningu til Kauphallarinnar. 16.12.2021 15:47
Forstjóri PLAY: „Við höfum séð að það er bara verðið sem skiptir máli“ Bandaríkjaflug PLAY, sem hefst í vor, gjörbreytir viðskiptalíkani íslenska flugfélagsins og leiðir til þess að umsvifin aukast gríðarlega. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segir félagið í góðu færi til að sækja markaðshlutdeild á tengimarkaðinum yfir Norður-Atlantshafið með lágum verðum. Verðið sé það sem skipti mestu máli þegar upp er staðið. 16.12.2021 11:27