Blaðamaður

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Þorsteinn er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Útgjöld vaxa lítið í sögulegu samhengi en ekki má mikið út af bera

Árlegur útgjaldavöxtur ríkissjóðs frá árslokum 2022 til ársloka 2026 verður 0,65 prósent að raunvirði. Í sögulegu samhengi er þetta lítill útgjaldavöxtur, að því er kemur fram í álitsgerð fjármálaráðs á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir tímabilið. Ráðið bendir þó á að stjórnvöld hafi ýtt vandanum við að stöðva vöxt skuldahlutfalls ríkissjóðs yfir á næsta kjörtímabil. 

Bjarni segir auðvelt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstrana sem Seðlabankinn varar við

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir auðvelt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstrana sem Seðlabanki Íslands telur að geti orðið þegar æðstu stjórnendur ráðuneytisins sitja í stjórnum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda. Hann bendir á að áratugalöng hefð sé fyrir þessu fyrirkomulagi.

Ríkisábyrgðin hefur verið mikilvægur öryggisventill að mati Icelandair

Ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair hefur verið mikilvægur öryggisventill fyrir íslenska flugfélagið þrátt fyrir að félagið hafi ekki þurft að draga á línuna. Þetta kemur fram í svari flugfélagsins við fyrirspurn Innherja um hvort það hafi þurft eða muni hugsanlega þurfa að draga á lánalínuna áður en ríkisábyrgðin rennur út næsta haust.

Rekstur sveitarfélaga ekki sjálfbær til lengri tíma litið

Á röskum 40 árum, frá árinu 1980 til 2020, sýna gögn hagstofu að heildarafkoma sveitarfélaga hefur verið neikvæð í 33 ár og jákvæð í aðeins 8 ár, síðast árið 2007. Þetta kemur fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárlagafrumvarpið.

Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu

Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár.

Verðmetur Sjóvá 15 prósentum yfir markaðsgengi

Verðmatsgengi Sjóvár, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital, er 43,4 krónur á hlut en það er tæplega 15 prósentum yfir markaðsgengi tryggingafélagsins. Þetta kemur fram í nýju verðmati Jakobsson Capital. 

Sjá meira