Bjarni um sölu Íslandsbanka: „Það munar um þessar fjárhæðir þegar ríkið þarf að fjármagna hallarekstur“ „Ég lagði mikla áherslu á að fá þetta í gegn og þegar við loksins tókum ákvörðun um að láta til skara skríða var tímaramminn þröngur. Það er langt því frá sjálfsagt mál að svona vel takist til,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. 16.12.2021 07:01
Útgjöld vaxa lítið í sögulegu samhengi en ekki má mikið út af bera Árlegur útgjaldavöxtur ríkissjóðs frá árslokum 2022 til ársloka 2026 verður 0,65 prósent að raunvirði. Í sögulegu samhengi er þetta lítill útgjaldavöxtur, að því er kemur fram í álitsgerð fjármálaráðs á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir tímabilið. Ráðið bendir þó á að stjórnvöld hafi ýtt vandanum við að stöðva vöxt skuldahlutfalls ríkissjóðs yfir á næsta kjörtímabil. 15.12.2021 12:05
Bjarni segir auðvelt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstrana sem Seðlabankinn varar við Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir auðvelt að koma í veg fyrir hagsmunaárekstrana sem Seðlabanki Íslands telur að geti orðið þegar æðstu stjórnendur ráðuneytisins sitja í stjórnum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda. Hann bendir á að áratugalöng hefð sé fyrir þessu fyrirkomulagi. 14.12.2021 15:40
Ríkisábyrgðin hefur verið mikilvægur öryggisventill að mati Icelandair Ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair hefur verið mikilvægur öryggisventill fyrir íslenska flugfélagið þrátt fyrir að félagið hafi ekki þurft að draga á línuna. Þetta kemur fram í svari flugfélagsins við fyrirspurn Innherja um hvort það hafi þurft eða muni hugsanlega þurfa að draga á lánalínuna áður en ríkisábyrgðin rennur út næsta haust. 14.12.2021 12:01
Rekstur sveitarfélaga ekki sjálfbær til lengri tíma litið Á röskum 40 árum, frá árinu 1980 til 2020, sýna gögn hagstofu að heildarafkoma sveitarfélaga hefur verið neikvæð í 33 ár og jákvæð í aðeins 8 ár, síðast árið 2007. Þetta kemur fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárlagafrumvarpið. 13.12.2021 20:45
Lagt til að Ásgeir taki við formennsku fjármálaeftirlitsnefndar af Unni Seðlabankastjóri ætti að gegna formennsku í fjármálaeftirlitsnefnd í stað varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits að mati höfunda nýrrar skýrslu sem fjallar um reynsluna af starfi peningastefnunefndar, fjármálastöðugleikanefndar og fjármálaeftirlitsnefndar. 13.12.2021 13:18
Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. 13.12.2021 09:38
Vilja fella niður ríkisábyrgð á lánalínum Icelandair Félag atvinnurekenda leggur til að heimildin til að veita Icelandair Group sjálfskuldaraábyrgð ríkissjóðs á lánum verði felld út úr fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn félagsins. 10.12.2021 13:30
Slíta Horni II eftir að hafa náð 25 prósenta árlegri ávöxtun Framtakssjóðurinn Horn II er kominn í slitaferli eftir að hafa skilað fjárfestum hátt í þreföldun á fjármagninu sem var innkallað á fjárfestingatíma Horns II en sjóðnum var komið á fót árið 2013. 9.12.2021 19:49
Verðmetur Sjóvá 15 prósentum yfir markaðsgengi Verðmatsgengi Sjóvár, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital, er 43,4 krónur á hlut en það er tæplega 15 prósentum yfir markaðsgengi tryggingafélagsins. Þetta kemur fram í nýju verðmati Jakobsson Capital. 9.12.2021 14:33