Advania mun velta 150 milljörðum eftir yfirtöku á bresku skýjaþjónustufélagi Advania hefur náð samkomulagi um kaup á breska upplýsingatæknifélaginu Content+Cloud af framtakssjóðnum ECI Partnes og öðrum hluthöfum en um er að ræða fyrstu yfirtöku Advania á félagi utan Norðurlanda. 9.12.2021 10:00
Fyrstur sjóða á Íslandi til að hljóta hæstu ESG-einkunnina frá MSCI Sjóðurinn Stefnir – Scandinavian Fund ESG hefur hlotið AAA-einkunn MSCI, þá hæstu sem veitt er og er hann fyrstur íslenskra sjóða til að hljóta þessa einkunn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni. 8.12.2021 17:00
Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8.12.2021 13:40
Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8.12.2021 10:37
Fjármálastöðugleikanefnd segir kerfisáhættu halda áfram að vaxa Kerfisáhætta heldur áfram að vaxa vegna hækkandi íbúðaverðs og aukningu í skuldum heimila. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem segir jafnframt að staða fjármálastöðugleika sé góð þegar á heildina er litið en óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur. 8.12.2021 09:20
Alvotech reiknar með 100 milljarða króna tekjum árið 2025 Áætlanir Alvotech gera ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins nemi 800 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 105 milljarða króna, á árinu 2025. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu sem íslenska líftæknifyrirtækið birti í dag samhliða tilkynningu um samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquisition og skráningu í bandarísku kauphöllina. 7.12.2021 19:00
Apótekum sagt að ráða fleiri lyfjafræðinga á sama tíma og ríkið sogar til sín starfskrafta Breytt stjórnsýsluframkvæmd hjá Lyfjastofnun þyngir róður smærri apóteka í samkeppni þeirra við stóru lyfsölukeðjurnar. Á sama tíma og ríkið keppir við apótek um starfskrafta er smærri apótekum gert að ráða fleiri lyfjafræðinga en áður var gerð krafa um. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda 7.12.2021 16:00
Alvotech klárar 60 milljarða fjármögnun og fer á markað í Bandaríkjunum Alvotech hyggur á skráningu félagsins í bandarísku kauphöllina en skráningin mun fara fram með sameiningu Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagsins (e. SPAC) Oaktree Acquisition Corp. II, sem stýrir eignum að verðmæti 156 milljörðum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska líftæknifyrirtækinu. 7.12.2021 11:02
Skyldurækni gagnvart heimamarkaðinum Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2012 steig Barack Obama, sem sóttist þá eftir endurkjöri, upp á svið í Virginíuríki og flutti ræðu sem átti eftir að lita kosningabaráttuna. 7.12.2021 10:06
Borgin fjölgaði starfsfólki um nær 20 prósent á fjórum árum Starfsfólki hjá Reykjavíkurborg hefur fjölgað um nær 20 prósent á síðustu fjórum árum. Borgarstarfsmönnum hefur því fjölgað mun meira en borgarbúum. Þetta má lesa úr gögnum sem skrifstofa Reykjavíkurborgar tók saman að beiðni Innherja. 6.12.2021 16:36