Raunhæft að loðnan skili 60 milljörðum að sögn forstjóra Síldarvinnslunnar Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, mælir með því að væntingum um verðmætin sem hægt er að ná úr loðnuvertíðinni verði stillt í hóf. Fyrirséð er að verðin sem sáust á síðustu vertíð verði ekki í boði ef mikið verður framleitt. 25.11.2021 20:00
Verðbólga undir væntingum en myndin á eftir að skýrast Verðbólgumæling Hagstofu Íslands var undir væntingum greinenda í fyrsta sinn síðan í nóvember í fyrra. „Í stuttu máli má þannig segja að verðbólgan sé að reynast þrálát en þó ekki eins kraftmikil og væntingar voru um,“ segir Birgir Haraldsson, sjóðstjóri hjá Akta. 25.11.2021 14:00
Risastór gullæð gæti leynst á leitarsvæði Íslendinga á Grænlandi Niðurstöður rannsókna AEX Gold, sem sérhæfir sig í gullgreftri á Suður-Grænlandi og er að töluverðu leyti í eigu Íslendinga, benda til þess að á einu svæði sem fyrirtækið hefur leyfi til að starfa á megi finna nokkrar milljónir únsa af gulli. Það er mun meira magn en almennt má búast við þegar leitað er eftir gulli. 24.11.2021 20:02
Samkeppniseftirlitið skoðaði tengsl erlendu innviðafjárfestanna Athugun Samkeppniseftirlitsins á samstarfi Digital Bridge, kaupanda á tilteknum fjarskiptainnviðum Sýnar og Nova, við franska sjóðastýringarfélagið Ardian, sem hefur náð samkomulagi um kaup á Mílu, leiddi í ljós að hagsmunatengsl erlendu innviðafjárfestanna væru hverfandi lítil. 24.11.2021 14:09
Lífeyrissjóðir ætla ekki að gefa neinn afslátt til að fylla græna kvótann Stjórnendur hjá lífeyrissjóðunum Gildi og Stapa segja að ekki verði slakað á neinum kröfum sem sjóðirnir gera til fjárfestingakosta til þess að fylla upp í kvóta fyrir grænar fjárfestingar. Útlit er fyrir að meirihluti grænna fjárfestinga lífeyrissjóða verði í gegnum erlenda sjóði enda felst áhætta í því að mikið fjármagn elti takmarkaðan fjölda grænna fjárfestinga á Íslandi. 24.11.2021 09:14
Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót. 23.11.2021 15:21
Björgólfur Thor á von á 50 milljörðum fyrir hlut sinn í ítölsku fjarskiptafélagi Alþjóðlega fjárfestingafélagið KKR hefur gert yfirtökutilboð í Telecom Italia, stærsta fjarskiptafélag Ítalíu. Ef yfirtakan verður samþykkt af hluthöfum og ítölskum stjórnvöldum verður hún ein stærsta framtaksfjárfesting evrópskrar viðskiptasögu en Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, er í hópi stærstu hluthafa fjarskiptarisans með tæplega 3 prósenta hlut. 23.11.2021 09:07
Hægt hefur á vexti peningamagns Hægt hefur á vexti peningamagns það sem af er ári eftir kraftmikinn vöxt á seinni hluta síðasta árs. Þetta kom fram í nóvemberhefti Peningamála, sem er gefið út af Seðlabankanum. 22.11.2021 20:00
Ásókn í breytilega vexti hefur ekki verið minni síðan í byrjun árs 2019 Í október voru 85 prósent nýrra íbúðalána til heimila með föstum vöxtum en einungis 15 prósent með breytilegum vöxtum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um útlán í bankakerfinu. Veiting íbúðalána með breytilegum vöxtum hefur ekki verið minni frá því í janúar 2019. 22.11.2021 16:07
Stjórnvöld halda því opnu hvort kröfur neytenda á ÍL-sjóð fyrnist „Ég get ekki séð annað en að íslenska ríkið hafi dregið til baka skýra yfirlýsingu um að það muni ekki bera fyrir sig fyrningu gagnvart neytendum verði uppgreiðslugjald dæmt ólögmætt. Nú virðist ríkið ætla að halda því opnu hvort það beri fyrir sig fyrningu,“ segir Jónas Friðrik Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál sambúðarfólks gegn ÍL-sjóði, áður Íbúðarlánasjóði, sem varðar lögmæti uppgreiðslugjalds. 22.11.2021 12:30