Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Ís­lensk fé­lög með innlán upp á hundruð milljóna í SVB þegar bankinn féll

Nokkur íslensk fyrirtæki áttu innistæður, sem námu að lágmarki nokkur hundruðum milljóna króna, í Silicon Valley Bank (SVB) þegar bankinn varð gjaldþrota fyrr í þessum mánuði. Miklar hræringar á alþjóðlegum bankamarkaði hafa orðið til þess að íslensk fyrirtæki hafa flutt gjaldeyrisinnistæður frá erlendum bönkum yfir til íslensku bankanna á undanförnum dögum og vikum. 

Minni hækkun en 100 punktar hefði verið „veikleikamerki“

Seðlabanki Íslands hefði sýnt „veikleikamerki“ ef peningastefnunefnd bankans hefði hækkað stýrivextir um 75 punkta eða minna að sögn skuldabréfamiðlara hjá Arion banka. Lækkun verðbólguálags á skuldabréfamarkaði eftir vaxtaákvörðunina sé merki um að brött vaxtahækkun hafi verið rétt ákvörðun.

Mikill hallarekstur samhliða háu atvinnustigi „eitraður kokteill“

Mikill hallarekstur á sama tíma og atvinnustig er komið í eðlilegt horf vekur áleitnar spurningar um hagstjórn hins opinbera. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Arion greiningu, segir að í hallarekstrinum felist ónýtt tækifæri til að vinna bug á verðbólgunni og ástæða sé til að hafa áhyggjur af svigrúmi hins opinbera til að takast á við áföll í framtíðinni. 

Kísilverið á Bakka fór „verulega undir núllið“ í lok síðasta árs

Kísilverið á Bakka var rekið með verulegu tapi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs vegna lítillar eftirspurnar eftir kísilmálmi og aukinnar alþjóðlegrar samkeppni. Þýska móðurfélagið bindur vonir við að minnkandi útflutningur frá Kína muni styðja við verð kísilmálms á komandi mánuðum.

Stjórnvöld láti aðra líða fyrir eigin mistök í orkumálum

Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands gagnrýna frumvarpsdrög sem heimila stjórnvöldum að mismuna notendum þegar kemur að skömmtun raforku. Benda hagsmunasamtökin á að stjórnvöld beri sjálf ábyrgð á því að þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er í orkumálum, frumvarpsdrögin hafi verið unnin í flýti og engu skeytt um umsagnir.

Flestir telja að Seðlabankinn hækki vexti um meira en 50 punkta

Mikill meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 eða 100 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Eftir sem áður helgast spár um brattar vaxtahækkanir af þrálátri verðbólgu, hækkandi verðbólguvæntingum og kröftugri einkaneyslu.

Stefna að skráningu Bláa lónsins í haust

Stjórn Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, hefur ákveðið að hefja undirbúning að því að skrá félagið í Kauphöllina í haust. Þetta staðfestir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Bláa lónsins, í samtali við Innherja, en hann kynnti ákvörðunina á hluthafafundi félagsins í morgun.

Seðla­bankinn vill meiri á­herslu á at­vinnu­hús­næði

Lítið framboð og hátt verð einkenna markaðinn með atvinnuhúsnæði samkvæmt greiningu Fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Að mati nefndarinnar yrði jákvætt ef lækkandi íbúðaverð skapaði aukinn hvata til uppbyggingar atvinnuhúsnæðis.

Sjá meira