Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það mjög furðulegt ef matvöruverslanir myndu ekki stytta opnunartíma sína ef það gæti gert þeim kleift að lækka verð á matvörum. Hún telur það áhugavert álitamál og bendir á að matvöruverslanir eru með rúman opnunartíma hér á landi. 24.9.2024 20:04
Tveir í bílnum sem hafnaði utan vegar Tveir voru í ökutæki sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum á vettvangi og hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa verið kölluð til. 24.9.2024 17:55
Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12.9.2024 21:02
Vonast til að fá vinnu að námi loknu Nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hófst í vikunni en ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu en nemendur sem fréttastofa ræddi við vonuðust til að verða leikskólakennarar eða starfa í félagsmiðstöð 12.9.2024 20:02
Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi 12.9.2024 14:13
LHÍ stefnir á Skólavörðuholtið í stað Tollhússins Stefnt er á að öll starfsemi og allar deildir Listaháskóla Íslands (LHÍ) muni sameinast undir einu þaki í núverandi húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti árið 2029. Áður hafði verið lagt upp með að Listaháskólinn ætti framtíðarhúsnæði í Tollhúsinu. Óskin kemur frá LHÍ og ráðherra segir hugmyndina afar skynsamlega. 11.9.2024 11:43
„Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra. 10.9.2024 19:33
Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Kærunefnd jafnréttismála féllst ekki á að Hótel Grímsborgir hafi brotið gegn lögum með uppsögn kokks en hann sakaði hótelið um að hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka hans og vegna þjóðernisuppruna hans. 9.9.2024 22:00
Frestar öllum tónleikum vegna hrakandi heilsu Tónlistarmaðurinn Donald Glover, einnig þekktur sem Childish Gambino, tilkynnti fyrr í kvöld að hann neyðist til að fresta öllum fyrirhuguðum tónleikum sínum í Norður-Ameríku vegna hrakandi líkamlegrar heilsu. 9.9.2024 21:37
Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9.9.2024 21:09