Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kemur alls staðar að lokuðum dyrum og bíður enn svara

„Maður er bara upp og niður og maður þarf að fara reglulega til læknis að láta fylgjast með sér. Maður er kominn með vítamínskort og kvíðaraskanir, sefur ekki á nóttinni. Það er bara allur pakkinn. Líkaminn er bara í klessu. Þetta tekur á. Stjórnvöldum virðist bara vera sama hvernig aðstandendum líður.“

Fé­lags­heimilið lagt í rúst um há­bjartan dag

Döpur sjón blasti við Reynismönnum á sunnudagskvöldið þegar þeir komu að félagsheimilinu sínu við fótboltavöllinn en það hafði verið lagt í rúst. Einhver hafði þá brotist þar inn á milli klukkan 14 og 17 á sunnudaginn og gengið berserksgang.

Göngu­túr í góða veðrinu varð að mar­tröð

Andrea Björk Hannesdóttir dýralæknir var á göngu með hundinum sínum Smára í gær í blíðviðrinu við Kleifarvatn þegar að óheppilegt atvik varpaði dökkum skugga á annars fallegan dag. 

Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla

Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa.

Bið­listi Rafbókasafnsins geti verið allt að ár

Íslenskir útgefendur og höfundar virðast ekki vilja selja bækur sínar til Rafbókasafnsins sem leigir út rafbækur og hljóðbækur. Verkefnisstýra safnsins furðar sig á því. Biðlisti á safninu getur verið allt að ár.

Ekki boð­legt að börn séu í „gettó-umhverfi“

Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku.

„Lands­liðið“ búið að skila til­lögu og von á vímuefnastefnu

„Skaðaminnkandi nálgun er það sem að mun umvefja alla stefnumótun. Við erum með í ráðuneytinu núna landsliðið, má segja, í þessari hugmyndafræði og á þessum vettvangi. Það eru mjög margir sem koma að þessu verkefni með okkur í ráðuneytinu að formgera skaðaminnkunarstefnu sem mun fara inn í stærri vímuefnastefnu sem er í endurskoðun.“

Sjá meira