Í hendur Willums að fjármagna frjóvgun í stað ófrjósemisaðgerða Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. október 2024 07:06 Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm „Miðað við orð ráðherra sem voru afgerandi er ég vongóð. Ég myndi ekki sleppa takinu af þessu frumvarpi, sem ég er mjög stolt af og finnst skipta máli, nema því ég hef trú á að hann muni stíga rétt skref í þessu en ég mun vera ötul við að tikka í öxlina á honum ef hann gleymir því“ Þetta segir Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi en hún tilkynnti það í skoðanagrein á Vísi að hún hefur fallið frá frumvarpi sínu um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun. Í staðinn leggur hún það í hendur Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að hefja greiðsluþátttöku hins opinbera á tæknifrjóvgun hér á landi samhliða því að ófrjósemisaðgerðir verði ekki lengur gjaldfrjálsar eins og lagt var upp með í frumvarpinu. Í skoðanagrein sinni segist hún hafa fengið vilyrði frá Willum í svari hans við fyrirspurn á þinginu við fjárlagaumræðu á dögunum um að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana. „Kjarni máls er að það skiptir fólk í þessari stöðu akkúrat engu máli hvort það sé ég eða Willum Þór sem að stígum formlega þau skref sem þarf að stíga svo aðstaða þeirra batni í þessari erfiðu stöðu sem að tæknifrjóvgunarmeðferð er. Fyrst að Willum tók svona vel í upplegg mitt að leysa málið þá er farsælla að við séum ekki að dreifa kröftunum og ég fel honum að klára þetta.“ Eldri arfleið sem sé út úr kú „Að baki frumvarpinu bjó sú hugsun að óeðlilegt sé að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir, í daglegu tali nefndar herraklippingar, á meðan fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn þarf að bera af því mikinn og oft sligandi kostnað. Í ljósi hækkandi lífaldurs þjóðarinnar samhliða lækkandi fæðingartíðni er eðlilegt að við sem samfélag forgangsröðum fjármunum hins opinbera í að styðja við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu,“ segir í grein Hildar. Hún segir það skjóta skökku við að ófrjósemisaðgerðir karlmanna séu niðurgreiddar að öllu leyti á meðan að tæknifrjóvganir séu rándýrar. „Í öllu falli er þetta einhver eldri arfleið sem er í besta falli algjörlega út úr kú miðað við alla aðra greiðsluþátttöku af hendi hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Þar sem að þessi niðurgreiðsla er 100 prósent, það er valfrjáls ófrjósemisaðgerð eldri karlmanna. Mér finnst ekki erfitt, með fullri virðingu fyrir þeim aðgerðum, að forgangsröðun hins opinbera setji spurningarmerki við og reyni að hafa þetta sanngjarnara eins og ég hef lagt til í frumvarpinu .“ Vonast til að mynda nýja tískubylgju á þingi Hildur segir þetta vera góða lausn á málinu enda um verðbólgutíma að ræða og því eðlilegt að hennar mati að gerð sé sú krafa að vandinn sé ekki leystur með auknum ríkisútgjöldum eða aukinni skattheimtu, heldur frekar hagkvæmri nýtingu á fjármunum sem nú þegar séu til staðar. Hún vonast til þess að með þessari lausn búi hún til „tískubylgju“ fyrir þingheimi þar sem er hagræðingartillaga í frumvörpum sem kveða á um aukin útgjöld þar í stað þess að auka útgjöld ríkisins sífellt. „Því miður er það sjaldséð á þinginu að frumvörpum fylgi fjármögnunartillögur. Ef slíkar tillögur fylgja snúa þær iðulega að skattahækkunum frekar en hagræðingu eða betri forgangsröðun opinbers fjármagns. Ég vona að fleiri þingmenn sýni slíka ábyrgð í verki þegar þeir koma fram með mál með útgjaldatillögum fyrir ríkissjóð en samkvæmt mínum heimildum er þetta í fyrsta skipti í sögu Alþingis að frumvarp með útgjaldatillögu sé fjármögnuð með hagræðingartillögu í sama frumvarpi.“ Vongóð um að Willum muni standa við þetta Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi tekið vel í þessa tillögu. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk sem stendur í tæknifrjóvgun og í reynd samfélagið allt, sem á enda mikið undir því að ungt fólk haldi áfram að eignast börn. Það er gaman þegar stjórnmálin virka sem skyldi og þörf og mikilvæg mál fá framgöngu hjá ráðherrum því það er staðreynd þingheimsins að mál eru vænlegri til árangurs ef þau eru í fangi ráðherra frekar en þingmanna,“ segir Hildur. Hildur segist vongóð um að Willum muni standa við stóru orðin og segir boltann vera hjá honum. Hún muni fylgjast ströng en spennt með næstu skrefum hans á þessari vegferð. „Ég held að þetta sé bara eitthvað sem ætti að leysast og ég hef einlæga trú á því að Willum muni klára þetta, hann talaði þannig. Nú fær hann þetta verkefni og ég hvet hann til dáða.“ Heilbrigðismál Alþingi Frjósemi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta segir Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi en hún tilkynnti það í skoðanagrein á Vísi að hún hefur fallið frá frumvarpi sínu um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun. Í staðinn leggur hún það í hendur Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að hefja greiðsluþátttöku hins opinbera á tæknifrjóvgun hér á landi samhliða því að ófrjósemisaðgerðir verði ekki lengur gjaldfrjálsar eins og lagt var upp með í frumvarpinu. Í skoðanagrein sinni segist hún hafa fengið vilyrði frá Willum í svari hans við fyrirspurn á þinginu við fjárlagaumræðu á dögunum um að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana. „Kjarni máls er að það skiptir fólk í þessari stöðu akkúrat engu máli hvort það sé ég eða Willum Þór sem að stígum formlega þau skref sem þarf að stíga svo aðstaða þeirra batni í þessari erfiðu stöðu sem að tæknifrjóvgunarmeðferð er. Fyrst að Willum tók svona vel í upplegg mitt að leysa málið þá er farsælla að við séum ekki að dreifa kröftunum og ég fel honum að klára þetta.“ Eldri arfleið sem sé út úr kú „Að baki frumvarpinu bjó sú hugsun að óeðlilegt sé að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir, í daglegu tali nefndar herraklippingar, á meðan fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn þarf að bera af því mikinn og oft sligandi kostnað. Í ljósi hækkandi lífaldurs þjóðarinnar samhliða lækkandi fæðingartíðni er eðlilegt að við sem samfélag forgangsröðum fjármunum hins opinbera í að styðja við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu,“ segir í grein Hildar. Hún segir það skjóta skökku við að ófrjósemisaðgerðir karlmanna séu niðurgreiddar að öllu leyti á meðan að tæknifrjóvganir séu rándýrar. „Í öllu falli er þetta einhver eldri arfleið sem er í besta falli algjörlega út úr kú miðað við alla aðra greiðsluþátttöku af hendi hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Þar sem að þessi niðurgreiðsla er 100 prósent, það er valfrjáls ófrjósemisaðgerð eldri karlmanna. Mér finnst ekki erfitt, með fullri virðingu fyrir þeim aðgerðum, að forgangsröðun hins opinbera setji spurningarmerki við og reyni að hafa þetta sanngjarnara eins og ég hef lagt til í frumvarpinu .“ Vonast til að mynda nýja tískubylgju á þingi Hildur segir þetta vera góða lausn á málinu enda um verðbólgutíma að ræða og því eðlilegt að hennar mati að gerð sé sú krafa að vandinn sé ekki leystur með auknum ríkisútgjöldum eða aukinni skattheimtu, heldur frekar hagkvæmri nýtingu á fjármunum sem nú þegar séu til staðar. Hún vonast til þess að með þessari lausn búi hún til „tískubylgju“ fyrir þingheimi þar sem er hagræðingartillaga í frumvörpum sem kveða á um aukin útgjöld þar í stað þess að auka útgjöld ríkisins sífellt. „Því miður er það sjaldséð á þinginu að frumvörpum fylgi fjármögnunartillögur. Ef slíkar tillögur fylgja snúa þær iðulega að skattahækkunum frekar en hagræðingu eða betri forgangsröðun opinbers fjármagns. Ég vona að fleiri þingmenn sýni slíka ábyrgð í verki þegar þeir koma fram með mál með útgjaldatillögum fyrir ríkissjóð en samkvæmt mínum heimildum er þetta í fyrsta skipti í sögu Alþingis að frumvarp með útgjaldatillögu sé fjármögnuð með hagræðingartillögu í sama frumvarpi.“ Vongóð um að Willum muni standa við þetta Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi tekið vel í þessa tillögu. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk sem stendur í tæknifrjóvgun og í reynd samfélagið allt, sem á enda mikið undir því að ungt fólk haldi áfram að eignast börn. Það er gaman þegar stjórnmálin virka sem skyldi og þörf og mikilvæg mál fá framgöngu hjá ráðherrum því það er staðreynd þingheimsins að mál eru vænlegri til árangurs ef þau eru í fangi ráðherra frekar en þingmanna,“ segir Hildur. Hildur segist vongóð um að Willum muni standa við stóru orðin og segir boltann vera hjá honum. Hún muni fylgjast ströng en spennt með næstu skrefum hans á þessari vegferð. „Ég held að þetta sé bara eitthvað sem ætti að leysast og ég hef einlæga trú á því að Willum muni klára þetta, hann talaði þannig. Nú fær hann þetta verkefni og ég hvet hann til dáða.“
Heilbrigðismál Alþingi Frjósemi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira