Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja á­lyktun um stjórnar­slit á dag­skrá hjá VG

„Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 4. til 6. október 2024 ályktar að tímabært sé að horfa til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.“

Skyldur vinnu­veit­enda gífur­legar í erfiðum málum

„Varðandi MeToo-umræðuna. Að mörgu leyti hefur regluverkið ekki mikið breyst í gegnum tíðina. Kannski hefur verið skerpt aðeins á því hvað telst einelti og hvað er ofbeldi og slíkt en fyrirtækin eru að taka þetta miklu miklu fastari tökum og miklu meira formfast og rannsaka þetta með skipulögðum hætti. Málin eru bara svo flókin, það er engin ein leið rétt.“

Bana­slys við Fossá

Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Hafa rúmir opnunar­tímar á­hrif á verð­lag?

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það mjög furðulegt ef matvöruverslanir myndu ekki stytta opnunartíma sína ef það gæti gert þeim kleift að lækka verð á matvörum. Hún telur það áhugavert álitamál og bendir á að matvöruverslanir eru með rúman opnunartíma hér á landi.

Tveir í bílnum sem hafnaði utan vegar

Tveir voru í ökutæki sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum á vettvangi og hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa verið kölluð til. 

Dular­fullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni í­búa

Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða.

Vonast til að fá vinnu að námi loknu

Nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hófst í vikunni en ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu en nemendur sem fréttastofa ræddi við vonuðust til að verða leikskólakennarar eða starfa í félagsmiðstöð

Vef­síðan hrundi innan tuttugu mínútna

Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi

LHÍ stefnir á Skóla­vörðu­holtið í stað Tollhússins

Stefnt er á að öll starfsemi og allar deildir Listaháskóla Íslands (LHÍ) muni sameinast undir einu þaki í núverandi húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti árið 2029. Áður hafði verið lagt upp með að Listaháskólinn ætti framtíðarhúsnæði í Tollhúsinu. Óskin kemur frá LHÍ og ráðherra segir hugmyndina afar skynsamlega.

„Það þarf neyðar­að­gerðir við þessu neyðar­á­standi“

Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra.

Sjá meira