Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 14:13 Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups fagnar nýrri vefsíðu. Skjáskot/BJARNI Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að viðbrögðin hafi í raun verið mun betri en þau hjá fyrirtækinu áttu von á. „Þetta fer eiginlega aðeins of bratt af stað því að síðan var eiginlega bara hrunin, hérna eftir tuttugu mínútur. Þannig að álagið á síðuna var mun meira en við áttum von á. Við erum þessa stundina að pumpa í hana lífi,“ sagði hann en vefsíðuna má finna á léninu veigar.eu. Vefsíðan lá aðeins niðri um stutta stund og virkar núna vel. Lögreglurannsókn stendur enn yfir Mikið hefur verið deilt um lögmæti vefverslana áfengis hér á landi. Það hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í fjögur ár og má vænta niðurstöðu frá lögreglu fljótlega. Vefverslun Hagkaups hefur verið í undirbúningi í um eitt og hálft ár eða síðan að Costco opnaði sambærilega vefsíðu. „Í kjölfar þess kom Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og sagði að þessi tegund verslunar væri lögleg og í framhaldi af því fórum við að vinna okkar heimavinnu, með okkar teymi og okkar lögfræðingum og komumst á endanum að þeirri niðurstöðu að greining Jóns var bara rétt. Við fögnum svo sem bara að lögreglan sé að kíkja á þetta en á sama tíma erum við algjörlega sannfærð um það að þetta sé í fullu samræmi við bæði íslensk og evrópsk lög.“ Á dagskrá hjá þingi Á þingmálaskrá fyrir þingveturinn kemur fram að dómsmálaráðherra stefni á að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum sem heimili rekstur vefverslunar með áfengi í smásölu og tekur af allan vafa um lögmæti starfseminnar. Sigurður fagnar því. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að um sé að ræða netverslun þar sem áfengið er ekki sýnilegt fólki og okkur hefur fundist ákveðinn misskilningur í gangi með það. Viðskiptavinir Hagkaups munu hvergi sjá neitt áfengi eða verða vör við neina breytingu. Við erum með takmarkaðan afgreiðslutíma á áfengi og erum bara með afhendingu til klukkan níu á kvöldin. Við erum með tvöfalda rafræna auðkenningu, bæði við kaup á áfenginu og aftur við afhendingu. Við teljum með því að við séum að sýna ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem að eru á Íslandi.“ Hann tekur fram að hann búist ekki við öðru en að aðrar verslanir feti í fótspor Hagkaups. Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að viðbrögðin hafi í raun verið mun betri en þau hjá fyrirtækinu áttu von á. „Þetta fer eiginlega aðeins of bratt af stað því að síðan var eiginlega bara hrunin, hérna eftir tuttugu mínútur. Þannig að álagið á síðuna var mun meira en við áttum von á. Við erum þessa stundina að pumpa í hana lífi,“ sagði hann en vefsíðuna má finna á léninu veigar.eu. Vefsíðan lá aðeins niðri um stutta stund og virkar núna vel. Lögreglurannsókn stendur enn yfir Mikið hefur verið deilt um lögmæti vefverslana áfengis hér á landi. Það hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í fjögur ár og má vænta niðurstöðu frá lögreglu fljótlega. Vefverslun Hagkaups hefur verið í undirbúningi í um eitt og hálft ár eða síðan að Costco opnaði sambærilega vefsíðu. „Í kjölfar þess kom Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og sagði að þessi tegund verslunar væri lögleg og í framhaldi af því fórum við að vinna okkar heimavinnu, með okkar teymi og okkar lögfræðingum og komumst á endanum að þeirri niðurstöðu að greining Jóns var bara rétt. Við fögnum svo sem bara að lögreglan sé að kíkja á þetta en á sama tíma erum við algjörlega sannfærð um það að þetta sé í fullu samræmi við bæði íslensk og evrópsk lög.“ Á dagskrá hjá þingi Á þingmálaskrá fyrir þingveturinn kemur fram að dómsmálaráðherra stefni á að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum sem heimili rekstur vefverslunar með áfengi í smásölu og tekur af allan vafa um lögmæti starfseminnar. Sigurður fagnar því. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að um sé að ræða netverslun þar sem áfengið er ekki sýnilegt fólki og okkur hefur fundist ákveðinn misskilningur í gangi með það. Viðskiptavinir Hagkaups munu hvergi sjá neitt áfengi eða verða vör við neina breytingu. Við erum með takmarkaðan afgreiðslutíma á áfengi og erum bara með afhendingu til klukkan níu á kvöldin. Við erum með tvöfalda rafræna auðkenningu, bæði við kaup á áfenginu og aftur við afhendingu. Við teljum með því að við séum að sýna ströngustu skilyrði við áfengiskaup sem að eru á Íslandi.“ Hann tekur fram að hann búist ekki við öðru en að aðrar verslanir feti í fótspor Hagkaups.
Netverslun með áfengi Áfengi og tóbak Verslun Matvöruverslun Hagar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira