Viðurkenndi lögbrot vegna Tónaflóðs eftir vandlega yfirlegu Ríkisútvarpið braut lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru á sumrin 2020 og 2021. Eftir athugun Fjölmiðlanefndar og vandlega yfirlegu Ríkisútvarpsins komst ríkisfjölmiðillinn sjálfur að þeirri niðurstöðu að kostun þáttanna hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. 1.7.2022 08:39
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1.7.2022 08:11
Kosningaloforðið uppfyllt átta árum eftir að Betra Sigtún bauð fram Þau tíðindi urðu á Vopnafirði í vikunni að gatan Sigtún var malbikuð. Árið 2014 bauð framboðið Betra Sigtún þar sem malbikun götunnar var eitt helsta stefnumálið. 30.6.2022 12:56
Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30.6.2022 11:42
Segir vinnubrögð Vegagerðarinnar kosta bílaleigur milljarða Formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sprenging hafi orðið á framrúðutjóni eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi. Bílaleigur meta tjónið sitt á um 2,5 milljarða árlega. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld banni blettaviðgerðir með slitlagi. 30.6.2022 10:35
Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30.6.2022 08:57
Talið nauðsynlegt að breyta umdeildu ákvæði í kosningalögunum Stefnt er að því að gera breytingar á nýjum kosningalögum sem tóku gildi um áramótin. Nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar eru sagðar hafa varpað ljósi á ýmislegt sem betur mætti fara. Nauðsynlegt er talið að breyta umdeildu ákvæði um hæfi kjörstjórna. 30.6.2022 08:47
Cameron Diaz snýr aftur á skjáinn eftir langt hlé Bandaríska leikkonan Cameron Diaz mun snúa aftur til vinnu í Hollywood eftir átta ára hlé. Hún mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Back in Action, sem Netflix framleiðir. 30.6.2022 07:49
Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. 29.6.2022 14:37
Nótt tekur við Grænvangi Nótt Thorberg hefur verið ráðin forstöðumaður Grænvangs. Hún hefur að undanförnu starfað sem forstöðumaður vara og viðskiptahollustu hjá Icelandair. 29.6.2022 13:17