Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29.6.2022 13:01
Fjórða tilfelli apabólunnar: Grunur um innanlandssmit Í gær greindist fjórði einstaklingurinn með apabólu á Íslandi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri. Svo virðist sem um sé að ræða innanlandssmit frá áður óþekktum smitbera. 29.6.2022 12:05
Linda stýrir Kvennaathvarfinu Linda Dröfn Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til að gegna starfi framkvæmdastýru Samtaka um kvennaathvarf. Hún tekur við starfinu af Sigþrúði Guðmundsdóttur, sem stýrt hefur athvarfinu síðastliðin sextán ár. 29.6.2022 10:51
Sneru við til Reykjavíkur nokkrum mínútum fyrir lendingu Flugvél Icelandair á leið til Akureyrar í morgun var snúið nokkrum mínútum fyrir lendingu á Akureyri. Veðurskilyrði reyndust erfið á flugvellinum. 29.6.2022 10:31
Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. 29.6.2022 09:09
Allt að tuttugu stiga hiti Í dag verður veðrinu misskipt milli landshluta að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Svalast verður við norðurströndina en hiti gæti náð allt að tuttugu stigum sunnanlands. 29.6.2022 08:04
Rifja upp heilræði Russell Crowe um íslenska veðrið Heilræði ástralska leikarans Russell Crowe til bandaríska leikarans um íslenska veðrið hafa verið rifjuð upp á YouTube-síðu spjallþáttastjórnandans Conan O'Brien. 29.6.2022 07:53
Séra Gísli nýr vígslubiskup að Hólum Séra Gísli Gunnarsson verður nýr vígslubiskup að Hólum eftir að úrslit vígslubiskupskosninga urðu ljós í dag. 28.6.2022 15:32
Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Unnið er að því að setja upp aðvörunarljós í Reynisfjöru. Reiknað er með því að ljósin verði kominn upp í næsta mánuði. 28.6.2022 14:24
Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027. 28.6.2022 12:51