Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Magnús Már Einarsson mun stýra fyrsta leik Aftureldingar í efstu deild í kvöld. Verkefnið er ærið gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks en þar stendur bróðir hans Anton Ari á milli stanganna. Móðir þeirra mun fylgjast spennt með úr stúkunni. 5.4.2025 08:02
Þrjár kempur spila með KV í sumar Þrír leikmenn sem eiga að baki yfir eitt þúsund leiki samanlagt munu spila með Knattspyrnufélagi Vesturbæjar í 2. deild karla í sumar. Þar á meðal eru tveir starfsmenn KR. 4.4.2025 13:14
Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Sölvi Geir Ottesen hefur skilning á ákvörðun Jóns Guðna Fjólusonar að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Jón Guðni er annar miðvörður Víkinga sem hættir iðkun knattspyrnu á skömmum tíma en þrátt fyrir það eru Víkingar vel mannaðir í öftustu línu. 4.4.2025 09:33
Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Stefán Árni Geirsson fór í gær í fyrsta sinn út úr húsi eftir ökklaaðgerð á mánudaginn var. Hann líkir ökklanum við IKEA-húsgagn, enda þurfti að púsla honum saman með sjö skrúfum og plötu, auk þess að bora í gegnum hann. 4.4.2025 08:03
Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Kanadíski leikarinn Mike Myers er grjótharður stuðningsmaður enska fótboltafélagsins Liverpool. Hann lýsti ást sínu á félaginu í hlaðvarpi á dögunum. 3.4.2025 17:02
Lífið gott en ítalskan strembin Cecilía Rán Rúnarsdóttir veit ekki hvað bíður hennar næsta vetur. Hún hefur fundið sig vel í Mílanó á Ítalíu og segir lífið einfaldara þegar hún spilar fótbolta reglulega. 3.4.2025 09:31
Eyjamenn sækja Pólverja í rammann ÍBV hefur tilkynnt um komu Pólverjans Marcel Zapytowski til félagsins. Hann mun verja mark liðsins í Bestu deild karla í sumar. 2.4.2025 16:34
„Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. 2.4.2025 15:15
Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Bikarævintýri Arminia Bielefeld í þýska fótboltanum heldur áfram. Liðið sló bikarmeistara Bayer Leverkusen úr leik í gærkvöld og er á leið í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins. 2.4.2025 10:32
„Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis áhyggjuefni. Nýlega var fyrirliði Bestu deildar liðs dæmdur í bann vegna veðmála. Í ljósi þess hyggst sambandið auka fræðslu. 2.4.2025 08:03