Kári með skoðunarferð fyrir Víkinga á Kýpur Víkingar undirbúa sig fyrir fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu síðar í dag. Andstæðingurinn er Omonoia í Kýpur en Kári Árnason var leikmaður liðsins á sínum tíma. Þrátt fyrir að hafa stoppað stutt við þekkir hann til á svæðinu og kynnir menn fyrir landi og þjóð í dag. 3.10.2024 12:02
Frumsýna nýja Evróputreyju Víkingar verða í nýrri, sérstakri Evróputreyju í komandi Sambandsdeildarævintýri. Sú verður frumsýnd í leik dagsins við Omonoia frá Kýpur. 3.10.2024 11:50
Dæmdur í fjögurra leikja bann vegna árásar á ólétta konu Von Miller, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af forráðamönnum deildarinnar vegna ofbeldis í garð óléttrar kærustu hans. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur leikmanninum. 3.10.2024 11:00
„Slúðrað og talað um mig í öllum hornum“ Nýr framkvæmdastjóri Samtakanna 78 var á sínum tíma fyrsti karlmaðurinn í efstu deild hér á landi til að koma út úr skápnum. Hann segir minna hafa breyst á þeim 16 árum sem liðin eru síðan en hann bjóst við. 3.10.2024 09:01
„Hann er klárlega magnaður þjálfari“ Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, vildi lítið blanda sér í umræðuna um álag á knattspyrnumenn á efsta stigi. Sú umræða hefur verið hávær undanfarnar vikur. Hann hrósar þjálfara sínum þá í hástert. 2.10.2024 16:45
„Vil ekki snúa þessu upp í sápuóperu“ Ég myndi gera þetta í hundrað af hverjum hundrað skiptum, segir stjóri Paris Saint-Germain sem setti stórstjönu út í kuldann fyrir stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 1.10.2024 17:15
Chiesa ekki með gegn Ítölunum Ítalinn Federico Chiesa verður ekki með Liverpool gegn liði Bologna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Diogo Jota ætti þó að ná leiknum eftir að hafa glímt við smávægileg meiðsli í vikunni. 1.10.2024 16:31
Bjarki Már í úrslit á kostnað Barcelona Bjarki Már Elísson og félagar hans í ungverska liðinu Veszprem eru komnir í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í handbolta eftir sigur á Evrópumeisturum Barcelona í kvöld. 1.10.2024 16:08
Tarik í bann eftir fræknu frammistöðuna Tarik Ibrahimagic, leikmaður Víkings, var í dag dæmdur í eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Hann missir af næsta leik Víkinga um komandi helgi. 1.10.2024 15:51
Klopp heiðraður af Þýskalandsforseta Fótboltaþjálfarinn Jürgen Klopp var í dag heiðraður af forseta Þýskalands vegna vinnu hans í þágu þýska ríkisins. 1.10.2024 13:32