ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. 6.12.2024 08:37
Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Rafmagnsverð hækkaði um 13,2 prósent á síðustu tólf mánuðum. Það er mesta hækkun síðan 2011. Á sama tíma og verðbólga hefur hjaðnað hefur raforkuverð hækkað, um 8,4 prósent að raunvirði. 6.12.2024 07:36
Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6.12.2024 07:10
Jón Nordal er látinn Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík andaðist í gær, 5. desember, 98 ára að aldri. Hann var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld. 6.12.2024 06:37
Handtóku tvo vopnaða menn Tveir menn voru handteknir í umdæmi lögreglustöðvar 3 á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þeir reyndust bæði vopnaðir og grunaðir um vörslu fíkniefna. 6.12.2024 06:29
Þessi voru oftast strikuð út í Norðausturkjördæmi Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var sá frambjóðandi í kjördæminu sem oftast var strikað yfir í nýafstöðnum kosningum. Næstur var oddviti Samfylkingarinnar en þar á eftir kom maðurinn í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins hugnaðist ekki 23 kjósendum flokksins. 5.12.2024 13:02
Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður hjá Ríkisútvarpinu, mun ýmist taka sér leyfi eða vinna í hlutastarfi hjá RÚV meðan hún nýtur listamannalauna allt næsta ár. 5.12.2024 12:11
Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi Fimm af sex oddvitum flokkanna sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi raða sér í efstu sæti listans yfir þá frambjóðendur sem oftast var strikað yfir í kosningum til alþingis. Oddviti flokksins sem er stærstur í kjördæminu er ekki þeirra á meðal. 5.12.2024 11:11
Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5.12.2024 08:57
Þessi fá listamannalaun 2025 Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn fá úthlutun úr Launasjóði listamanna fyrir árið 2025. Færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum. 5.12.2024 08:21