Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International segja Ísraelsmenn hafa framið, og halda áfram að fremja, hópmorð gegn Palestínumönnum á Gaza. Hópmorð eru jafnan kölluð þjóðarmorð í daglegu tali. Samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna hafa ísraelsk stjórnvöld gengið fram í þeim tilgangi að útrýma Palestínubúum á Gaza. 5.12.2024 07:53
Gular viðvaranir og varasamt ferðaveður á Austurlandi Gul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi klukkan átta fyrir hádegi í dag. Snjókoma, vindur og almennt slæmt veður til ferðalaga verður meginstefið í báðum landshlutum. 5.12.2024 06:53
Mögulegt að dregið hafi úr óróa Stöðug virkni var í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni í nótt. Mögulega hefur gosórói farið lækkandi síðustu sólarhringa. 5.12.2024 06:40
Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum leitar enn logandi ljósi að vísbendingum um mann sem skaut annan til bana fyrir utan hótel á Manhattan í gær. 5.12.2024 06:33
Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4.12.2024 17:17
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4.12.2024 15:03
Funda áfram á morgun Viðræður formanna Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa gengið vel í dag, og verður fram haldið á morgun. 4.12.2024 14:11
Sánan í Vesturbæ rifin Frá og með morgundeginum verður sánuklefanum í Vesturbæjarlaug lokað. Hann verður í kjölfarið rifinn, ásamt öðrum klefa sem hefur verið lokaður síðan í haust. 4.12.2024 11:05
Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Í október síðastliðnum voru 7.900 manns án atvinnu, samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Atvinnuleysi dróst saman um eitt og hálft prósentustig milli mánaða. 4.12.2024 10:38
Þessi mættu best og verst í þinginu Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið. 29.11.2024 09:20