Þessi mættu best og verst í þinginu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. nóvember 2024 09:20 Jódís, Hildur, Diljá og Guðmundur fengju sennilega einhvers konar ástundunarviðurkenningu fyrir síðasta þing ef Alþingi væri framhaldsskóli. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið. Samkvæmt síðunni Þingmenn.is voru Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, Jódís Skúladóttir, VG, og Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, með hundrað prósent mætingu í atkvæðagreiðslur 155. þings, sem lauk 18. nóvember síðastliðinn, og samanstóð af 27 þingfundum frá 10. september. Þetta skjáskot af vefnum Þingmenn.is sýnir þá tíu þingmenn sem voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Þar á eftir koma fjórir þingmenn með 99,4 prósenta mætingu hver. Það eru Sjálfstæðismennirnir Birgir Ármannsson og Óli Björn Kárason, VG-liðinn Orri Páll Jóhannsson og Gísli Rafn Ólafsson. Með 98,8 prósent mætingu eru svo Bjarni Benediktsson og Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Miðflokksmenn báðir á tossalistanum Á hinum enda mætingarlistans er einn þingmaður sem mætti ekki í neina atkvæðagreiðslu. Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Áður hefur verið fjallað um dræma mætingu Sigmundar í þingið, til að mynda þegar þingmaður Pírata sagði hann fínasta sessunaut þar sem hann mætti svo sjaldan. Fast á eftir Sigmundi fylgir annar formaður stjórnarandstöðuflokks. Það er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, en hún er með 0,6 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi, samkvæmt samantektinni. Næsti maður á eftir er Birgir Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki, með 9,3 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur. Bergþór Ólason, eini samflokksmaður Sigmundar á þingi, er með 20,4 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur, en Þorgjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar er næst á lista með 21 prósents mætingu. Þetta skjáskot af vefnum Þingmenn.is sýnir þá tíu þingmenn sem voru með verstu mætinguna í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Samkvæmt síðunni Þingmenn.is voru Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokki, Jódís Skúladóttir, VG, og Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, með hundrað prósent mætingu í atkvæðagreiðslur 155. þings, sem lauk 18. nóvember síðastliðinn, og samanstóð af 27 þingfundum frá 10. september. Þetta skjáskot af vefnum Þingmenn.is sýnir þá tíu þingmenn sem voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi. Þar á eftir koma fjórir þingmenn með 99,4 prósenta mætingu hver. Það eru Sjálfstæðismennirnir Birgir Ármannsson og Óli Björn Kárason, VG-liðinn Orri Páll Jóhannsson og Gísli Rafn Ólafsson. Með 98,8 prósent mætingu eru svo Bjarni Benediktsson og Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki. Miðflokksmenn báðir á tossalistanum Á hinum enda mætingarlistans er einn þingmaður sem mætti ekki í neina atkvæðagreiðslu. Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Áður hefur verið fjallað um dræma mætingu Sigmundar í þingið, til að mynda þegar þingmaður Pírata sagði hann fínasta sessunaut þar sem hann mætti svo sjaldan. Fast á eftir Sigmundi fylgir annar formaður stjórnarandstöðuflokks. Það er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, en hún er með 0,6 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi, samkvæmt samantektinni. Næsti maður á eftir er Birgir Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki, með 9,3 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur. Bergþór Ólason, eini samflokksmaður Sigmundar á þingi, er með 20,4 prósent mætingu í atkvæðagreiðslur, en Þorgjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar er næst á lista með 21 prósents mætingu. Þetta skjáskot af vefnum Þingmenn.is sýnir þá tíu þingmenn sem voru með verstu mætinguna í atkvæðagreiðslur á síðasta þingi.
Alþingi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira