Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur þörf á úr­ræði fyrir þol­endur utan réttar­vörslu­kerfisins

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur að þörf gæti verið á einhvers konar borgaralegu úrræði fyrir þolendur vægari kynferðisbrota eða annarrar ámælisverðrar hegðunar. Margir þolendur veigri sér við að leita réttar síns og þeir sem það geri telji sig oft hlunnfarna þegar máli þeirra er lokið.

Verða með „björgunar­línu“ í bólu­setningu meðan á fríinu stendur

Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar.

Hluthöfum fækkar um fjögur þúsund

Hluthöfum í Íslandsbanka hefur fækkað um fjögur þúsund frá því bankinn var skráður á hlutabréfamarkað í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins í dag en fækkunin nemur liðlega sautján prósentum.

Gul við­vörun í kvöld

Búast má við fremur mildum sunnanvindum með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands framan af degi, en vestlægari átt og skúrum eftir það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Full­yrðingar um sak­fellingar á sam­fé­lags­miðlum standist ekki

Hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Ingi Jóhannsson segir því fara fjarri að ásökunum kvenna á hendur Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni, um kynferðisofbeldi, og viðbrögðum almennings við því megi líkja við réttarfar miðalda og jafna við sakfellingar. Þetta segir hann í grein sem birtist hér á Vísi, og virðist ákveðið svar við grein sem lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson birti fyrir viku síðan.

Segja kald­hæðnis­legt að rit­stjórinn birti ekki nöfnin á listanum

Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn, Öfgar og fjöldi kvenna úr hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu skorar á Tryggva Má Sæmundsson, ritstjóra vefmiðilsins Eyjar.net, til þess að birta 1.660 manna undirskriftalista sem hann skilaði til Þjóðhátíðarnefndar í síðustu viku.

Sjá meira