Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2021 10:54 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. „Það er óljóst hvað margir koma í það, kannski um þúsund manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einhver þeirra sem boðuð eru í dag hafa fengið boð áður samkvæmt Ragnheiði. Í dag er síðasti bólusetningardagur Heilsugæslunnar fyrir sumarfrí sem teygir sig inn í ágúst. Fjöldi fólks hefur verið bólusettur á höfuðborgarsvæðinu, og víðar um land, og segir Ragnheiður að verkefnið hafi verið stórt, en gengið vel. „Þá er sérstaklega að þakka jákvæði og góðu viðhorfi almennings og hvað allir hafa verið samtaka um að láta þetta ganga,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Hún þakkar þá samtakamætti og þrótti starfsfólks Heilsugæslunnar fyrir hversu vel verkefnið fórst þeim úr hendi. „Við erum mjög ánægð með hvernig þetta gekk, því þetta var heljarinnar verkefni og fyrirsjáanleikinn enginn. Um 90 prósent eru bólusettir, það er góð staða til að vera í,“ segir Ragnheiður en þar á hun við hlutfall bólusettra í aldurshópnum 16 ára og eldri. Framúrskarandi skipulag og þátttökuvilji þjóðar Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er stuttlega rakið hve mikið vatn hefur runnið til sjávar í bóluefnamálum á einu ári. „Fyrir ári síðan ríkti mikil óvissa um hvernig unnt yrði að bólusetja Íslendinga gegn Covid-19. Þá voru ekki komnir á samningar um kaup á bóluefnum og ekkert bóluefni gegn Covid-19 hafði fengi markaðsleyfi í heiminum. Nú er hins vegar þeim merka áfanga náð að búið er að bólusetja yfir 90% Íslendinga sem eru 16 ára og eldri. Í dag er síðasti stóri bólusetningardagurinn fyrir sumarfrí gegn COVID-19 í Laugardalshöll. Sprautað verður með Moderna og Astra Zeneca, en meðal þeirra sem hljóta seinni sprautuna í dag er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland mjög framarlega þegar kemur að hlutfalli þeirra sem hafa þegið bólusetningu við COVID-19 og er til að mynda fremst allra OECD-ríkja. Þar spilar saman framúrskarandi skipulag á framkvæmd bólusetningar og mikill vilji almennings til þátttöku,“ segir í tilkynningunni. Ekki er öll von úti Þó að fjöldabólusetningum Heilsugæslunnar sé nú að ljúka og sumarfrí taki við, er ekki alveg borin von að fá bólusetningu það sem eftir lifir sumri. „Við ætlum að halda úti svona björgunarlínu, ef það er einn og einn sem vantar bólusetningu,“ segir Ragnheiður og nefnir sem dæmi námsmenn búsetta erlendis sem koma hingað til lands í sumar. Þeir sem telja sig þurfa að komast í bólusetningu meðan á sumarfríinu stendur geta hafst samband í gegnum netspjall Heilsuveru, en bólusett verður í húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut, á sama stað og sýnatökur hafa farið fram. „Þar verður bólusett með Pfizer og Janssen, ekki Moderna og ekki AstraZeneca.“ Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Það er óljóst hvað margir koma í það, kannski um þúsund manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einhver þeirra sem boðuð eru í dag hafa fengið boð áður samkvæmt Ragnheiði. Í dag er síðasti bólusetningardagur Heilsugæslunnar fyrir sumarfrí sem teygir sig inn í ágúst. Fjöldi fólks hefur verið bólusettur á höfuðborgarsvæðinu, og víðar um land, og segir Ragnheiður að verkefnið hafi verið stórt, en gengið vel. „Þá er sérstaklega að þakka jákvæði og góðu viðhorfi almennings og hvað allir hafa verið samtaka um að láta þetta ganga,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Hún þakkar þá samtakamætti og þrótti starfsfólks Heilsugæslunnar fyrir hversu vel verkefnið fórst þeim úr hendi. „Við erum mjög ánægð með hvernig þetta gekk, því þetta var heljarinnar verkefni og fyrirsjáanleikinn enginn. Um 90 prósent eru bólusettir, það er góð staða til að vera í,“ segir Ragnheiður en þar á hun við hlutfall bólusettra í aldurshópnum 16 ára og eldri. Framúrskarandi skipulag og þátttökuvilji þjóðar Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er stuttlega rakið hve mikið vatn hefur runnið til sjávar í bóluefnamálum á einu ári. „Fyrir ári síðan ríkti mikil óvissa um hvernig unnt yrði að bólusetja Íslendinga gegn Covid-19. Þá voru ekki komnir á samningar um kaup á bóluefnum og ekkert bóluefni gegn Covid-19 hafði fengi markaðsleyfi í heiminum. Nú er hins vegar þeim merka áfanga náð að búið er að bólusetja yfir 90% Íslendinga sem eru 16 ára og eldri. Í dag er síðasti stóri bólusetningardagurinn fyrir sumarfrí gegn COVID-19 í Laugardalshöll. Sprautað verður með Moderna og Astra Zeneca, en meðal þeirra sem hljóta seinni sprautuna í dag er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland mjög framarlega þegar kemur að hlutfalli þeirra sem hafa þegið bólusetningu við COVID-19 og er til að mynda fremst allra OECD-ríkja. Þar spilar saman framúrskarandi skipulag á framkvæmd bólusetningar og mikill vilji almennings til þátttöku,“ segir í tilkynningunni. Ekki er öll von úti Þó að fjöldabólusetningum Heilsugæslunnar sé nú að ljúka og sumarfrí taki við, er ekki alveg borin von að fá bólusetningu það sem eftir lifir sumri. „Við ætlum að halda úti svona björgunarlínu, ef það er einn og einn sem vantar bólusetningu,“ segir Ragnheiður og nefnir sem dæmi námsmenn búsetta erlendis sem koma hingað til lands í sumar. Þeir sem telja sig þurfa að komast í bólusetningu meðan á sumarfríinu stendur geta hafst samband í gegnum netspjall Heilsuveru, en bólusett verður í húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut, á sama stað og sýnatökur hafa farið fram. „Þar verður bólusett með Pfizer og Janssen, ekki Moderna og ekki AstraZeneca.“
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42