Læknirinn hafi stækkað brjóstin því hann teldi að Stone myndi líta betur út með „stærri og betri brjóst.“
Frá þessu greinir Stone í nýútgefinni bók, sem The Times vitnar í. Hún segir að hún hafi vaknað í kjölfar aðgerðarinnar og tekið eftir því að brjóstin væru stærri en rætt hafði verið um.
„Þegar umbúðirnar voru teknar af mér uppgötvaði ég að brjóstin voru heilli skálarstærð stærri en þau áttu að vera,“ segir Stone og bætir við að lækninum hafi fundist stærri brjóst „henta mjaðmastærð“ leikkonunnar betur.
„Hann breytti líkama mínum án minnar vitundar eða samþykkis.“
Í bók sinni, The Beauty of Living Twice, fjallar hin 63 ára gamla Stone um fleiri hluti, sem sumir hverjir hafa markað djúp spor í lífi hennar.
Til að mynda fjallar hún um kynferðismisnotkun sem hún og Kelly systir hennar þurftu að þola af hendi afa síns, sem lauk ekki fyrr en hann lést þegar Stone var fjórtán ára gömul. Systir hennar var þá ellefu ára.