„Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2021 18:57 Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að hafa þurfi hraðar hendur til að breyta Fosshóteli í Reykjavík í farsóttarhús. Gott hefði verið að fá meiri fyrirvara, en tilkynnt var í dag að fólk sem ferðast hingað til lands frá svokölluðum rauðum svæðum þurfi í farsóttarhús frá og með 1. apríl. „Við vorum bara að taka við húsinu núna, þannig að nú hefst undirbúningurinn á fullu. Hér er ég búinn að boða hersingu manna klukkan átta í fyrramálið til þess að byrja að setja upp það sem við þurfum. Okkar búnað og annað,“ segir Gylfi Þór. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að meirihluti húsnæðisins verði nýttur, þó einhverjir veislusalir og fundarsalir komi líklega ekki að notum. „Að öðru leyti munum við nýta húsið allt saman, öll herbergin. Hérna verður það þannig að fólk sem kemur frá þessum dökkrauðu löndum og þarf að vera í skimunarsóttkví verður hér og mun að öllum líkindum vera hér þar til sýnatöku lýkur, sem vonandi verður gerð hér líka.“ Nú hefst vinna við að breyta Fosshótel Reykjavík í farsóttarhús.Vísir/Egill Strax fyrsta apríl er von á þremur flugvélum hingað til lands frá rauðum svæðum. Um er að ræða flug frá Amsterdam í Hollandi, Stokkhólmi í Svíþjóð og Varsjá í Póllandi. Gylfi segir að bregðast þurfi hratt við ef húsið fyllist. „Það er verið að skoða þá möguleika, hvað gerist þegar þetta hús fyllist og ef það fyllist. Við vitum það ekki. Það getur vel verið að einhverjir hætti við að koma til landsins við þessar fréttir, að þurfa að vera á sóttkvíarhóteli þennan tíma. Það verður bara að koma í ljós, en við munum bregðast við,“ segir Gylfi. Hann bætir því þá við að vinna þurfi hratt, þar sem lítill tími sé til stefni. Gott hefði verið að fá meiri tíma, en því var ekki að þakka. „Það þarf að vinna mjög hratt. Þetta er eins og ég segi alltaf: Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma. Við hefðum viljað aðeins lengri tíma, en svona er þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Við vorum bara að taka við húsinu núna, þannig að nú hefst undirbúningurinn á fullu. Hér er ég búinn að boða hersingu manna klukkan átta í fyrramálið til þess að byrja að setja upp það sem við þurfum. Okkar búnað og annað,“ segir Gylfi Þór. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að meirihluti húsnæðisins verði nýttur, þó einhverjir veislusalir og fundarsalir komi líklega ekki að notum. „Að öðru leyti munum við nýta húsið allt saman, öll herbergin. Hérna verður það þannig að fólk sem kemur frá þessum dökkrauðu löndum og þarf að vera í skimunarsóttkví verður hér og mun að öllum líkindum vera hér þar til sýnatöku lýkur, sem vonandi verður gerð hér líka.“ Nú hefst vinna við að breyta Fosshótel Reykjavík í farsóttarhús.Vísir/Egill Strax fyrsta apríl er von á þremur flugvélum hingað til lands frá rauðum svæðum. Um er að ræða flug frá Amsterdam í Hollandi, Stokkhólmi í Svíþjóð og Varsjá í Póllandi. Gylfi segir að bregðast þurfi hratt við ef húsið fyllist. „Það er verið að skoða þá möguleika, hvað gerist þegar þetta hús fyllist og ef það fyllist. Við vitum það ekki. Það getur vel verið að einhverjir hætti við að koma til landsins við þessar fréttir, að þurfa að vera á sóttkvíarhóteli þennan tíma. Það verður bara að koma í ljós, en við munum bregðast við,“ segir Gylfi. Hann bætir því þá við að vinna þurfi hratt, þar sem lítill tími sé til stefni. Gott hefði verið að fá meiri tíma, en því var ekki að þakka. „Það þarf að vinna mjög hratt. Þetta er eins og ég segi alltaf: Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma. Við hefðum viljað aðeins lengri tíma, en svona er þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36
Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59