Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir mynd­bandið hafa fært til mörkin í ís­lenskri pólitík

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf heyrum við í utanríkisráðherra sem segir brýnt að taka hótanir alvarlega þó þeim sé í undantekningartilfellum fylgt eftir.

Sér­fræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun

Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun.

Trump skyndi­lega án lög­manna þegar stutt er í réttar­höldin

Lögmenn sem til stóð að myndu vinna að málsvörn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldum öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir honum fyrir embættisbrot, eru hættir. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er ástæðan ágreiningur um hvaða málsvarnarleið væri best að fara.

Tveggja til tólf stiga frost

Búast má við hægum vindi og björtu veðri í dag, en austan- og suðaustan strekkingi með suðurströndinni. Mögulega er von á éljum sunnan- og vestanlands. Áfram verður kalt í veðri, tveggja til tólf stiga frost.

Grunaðir um líkams­á­rás og vopna­laga­brot

Tilkynnt var um líkamsárás í Árbæ upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrír menn voru handteknir grunaðir um árásina og brot á vopnalögum.

Sjá meira