Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25.12.2022 09:50
Skyggni orðið afar slæmt Færð er tekin að spillast til muna á Suðurnesjum. Skyggni á Sandgerðis- og Garðskagavegi er afar slæmt og ökumenn eru beðnir um að fara um með mikilli aðgát. 24.12.2022 15:56
Nítján ára skotinn til bana í Mall of America Nítján ára karlmaður var skotinn til bana í einni stærstu verslunarmiðstöð heims í gær. Mikil skelfing greip um sig í verslunarmiðstöðinni sem lokað var í klukkustund. Árásarmaðurinn er ófundinn. 24.12.2022 15:40
Íbúar í Höfnum innilokaðir í fleiri sólarhringa Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl. 24.12.2022 14:47
„Ég er á allra síðustu stundu“ Fjölmenni lagði leið sína í Kringluna í morgun. Sumir keyptu jólagjafir á síðustu stundu en aðrir voru einfaldlega bara á röltinu. Framkvæmdastjóri segir að um tíu þúsund manns heimsæki Kringluna milli klukkan 10 til 13 á aðfangadag. 24.12.2022 14:17
Starfsmenn Vegagerðarinnar bjartsýnir Þungfært er á nokkrum leiðum á Suðurlandi vegna snjókomu. Töluverð snjóþekja er á Hellisheiði og í Þrengslum. Starfsmenn Vegagerðarinnar eru hins vegar bjartsýnir á að hægt verði að halda heiðinni opinni í dag, þrátt fyrir mikla umferð. 24.12.2022 11:52
Ráðherrar gjafmildir rétt fyrir jól Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu ýmsum samtökum og stofnunum fjárstyrki rétt fyrir jól. Forsætisráðuneytið veitti sex samtökum samtals sex milljónir í styrk og matvælaráðherra úthlutaði 47 milljónum króna. 24.12.2022 11:05
The Sun biðst afsökunar á pistli Clarkson Dagblaðið The Sun hefur beðist afsökunar á pistli þáttastjórnandans Jeremy Clarkson um hertogaynjuna Meghan Markle. Í pistlinum sagðist hann hata Markle „óstjórnlega mikið“ en hann hefur beðist afsökunar á orðunum. 24.12.2022 09:59
Níu látnir í Bandaríkjunum vegna veðurs Níu hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Látnu létust öll í bílslysum vegna hálku og slæmra akstursskilyrða. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og þúsundum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurs. 24.12.2022 09:43
Barn Katrínar Eddu komið með nafn Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande hafa nefnt nýfædda dóttur sína, Elísu Eyþóru Markusdóttur Wasserbäch. 24.12.2022 09:15