Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hætta að birta smit­tölur eftir sprengingu í smitum

Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna.

Skyggni orðið afar slæmt

Færð er tekin að spillast til muna á Suðurnesjum. Skyggni á Sandgerðis- og Garðskagavegi er afar slæmt og ökumenn eru beðnir um að fara um með mikilli aðgát.

Ní­tján ára skotinn til bana í Mall of America

Nítján ára karlmaður var skotinn til bana í einni stærstu verslunarmiðstöð heims í gær. Mikil skelfing greip um sig í verslunarmiðstöðinni sem lokað var í klukkustund. Árásarmaðurinn er ófundinn.

Í­búar í Höfnum inni­lokaðir í fleiri sólar­hringa

Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl.

„Ég er á allra síðustu stundu“

Fjölmenni lagði leið sína í Kringluna í morgun. Sumir keyptu jólagjafir á síðustu stundu en aðrir voru einfaldlega bara á röltinu. Framkvæmdastjóri segir að um tíu þúsund manns heimsæki Kringluna milli klukkan 10 til 13 á aðfangadag.

Starfs­menn Vega­gerðarinnar bjart­sýnir

Þungfært er á nokkrum leiðum á Suðurlandi vegna snjókomu. Töluverð snjóþekja er á Hellisheiði og í Þrengslum. Starfsmenn Vegagerðarinnar eru hins vegar bjartsýnir á að hægt verði að halda heiðinni opinni í dag, þrátt fyrir mikla umferð.

Ráð­herrar gjaf­mildir rétt fyrir jól

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu ýmsum samtökum og stofnunum fjárstyrki rétt fyrir jól. Forsætisráðuneytið veitti sex samtökum samtals sex milljónir í styrk og matvælaráðherra úthlutaði 47 milljónum króna.

The Sun biðst afsökunar á pistli Clarkson

Dagblaðið The Sun hefur beðist afsökunar á pistli þáttastjórnandans Jeremy Clarkson um hertogaynjuna Meghan Markle. Í pistlinum sagðist hann hata Markle „óstjórnlega mikið“ en hann hefur beðist afsökunar á orðunum. 

Níu látnir í Banda­ríkjunum vegna veðurs

Níu hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Látnu létust öll í bílslysum vegna hálku og slæmra akstursskilyrða. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og þúsundum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurs.

Barn Katrínar Eddu komið með nafn

Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande hafa nefnt nýfædda dóttur sína, Elísu Eyþóru Markusdóttur Wasserbäch.

Sjá meira